Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Eins og í gamla daga. — Bensin erskammtaff í Hollandi og á sunnu- dög'um era strætisvagnarnir ekki starfræktir. En ])á dagana eru það gamlir póstvagnar og álíka farar tæki, sem aka á rútunum i staff strætisvagnanna. Unga fálkiff hefir gaman af aff aka i þessum farar- tækjum fortíðarinnar og eldra fólkiff endurlifir æsku siria. Á mgndinni sést einn hinna gömlu vagna á gölu í Amsterdam. Kvikmyndastjarna í flugmannssæti. / Bandaríkjahernum, flotanum og flugliðinu, slarfa nú ýmsir frægustu kvikmgndaleikarar. Ósjálfrált höfðu mcnn búist viff, aff þessar kvik- myndahetjur ijröu ekki miklar fgr- ir sér, þegar á hólminn væri kom- iff, en þeir hafa sgnt, að þeir eru frábærir hermenn. Hér er mynd af Tyrone Poiver, sem fer með flutn- ingaflugvél. STRASSB tiIÍG. — Bandarikjamenn ræða nú, hvaða þjóð skuli hafa setu- lið í Strassbiirg. — Frakkar hafa nú setulið i borginni og heimta aff þaö verffi látiö vera þar áfram, en ameriska yfirherstjórnin vill hafa þar Bandaríkjahersveitir. - Á mgnd- inni er elsti borgarhlutinn í Strass- biirg með dómkirkjunni. * Allt með íslenskuin skipuin! * Heppnin var með! — Þegar flugmaður nauðlendir vél sinni, tekur hann að sjálfsögðu á sig geysimikla hættu. En það stóð alveg sérstaklega illa á fyrir breska flugmanninum, sem lcnti vélinni, sem sést hér að ofan, því að hún bilaði einmitt gfir miðri Lundúnaborg. En heppnin var með flugmanninum, honum tókst nefnilega að lenda í miöjum Hyde Park í London. Það eina sem eyðilagöist var fjórir garðstólar. Grand National. — Hindrana-veðhlaup var háff á frægustu hlaupabraut Englands nú fyrir skömmu. I hlaupinu tóku þátt 34 hestar tit aff byrja með en aðeins 6 þeirra náðu marki, því aff atvik eins og sést á mgnd- inni gerðust æði oft. Fyrstu verðlaunin voru 200.000 krónur. í VORSÓL. — Vorsólin skín hlý og mild á gamla fiskimannskofann, þar sem gamli sjóarinn situr og bætir net og tottar hina ómissandi pípu sina. Fyrst komu margir rigningardctgar, sem geröu öllum gramt í qeði, en fólk lætur huggast yfir safamiklum rauðum jarðarberjum, sem eru ekki aðeins fögur að sjá, heldur líka svo holl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.