Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 16
16
FÁLKINN
Nýjar bækur
ísafoldarprentsmiðju hi.
Tvær bækur eftir H. C. Andersen
Tvær bækur eftir
Guðmund Daníelsson
KVEDID Á GLUGGA
Ljóðabók.
Guðmundur Daníelsson er einn af okkar bestu rithöfund-
um, þróttmikill og mikilvirkur. Hann hefir samið margar
skáldsögur, en þetta er önnur Ijóðabók hans. Fyrri Ijóða-
bókin, „Eg heilsa þér", fékk ágæta dóma og er fyrir
löngu uppseld.
ÞAÐ FANNST GULL I DALNUM
Leikrit. —
Sveinn Sigurðsson ritstjóri segir í Eimreiðinni um Guð-
mund: „Guðmundur Daníelsson er að verða fágaður rit-
höfundur með föstum tökum á stíl og máli. Sögupersónur
hans eru skýrar og heilsteyptar flestar, og verða því
minnisstæðar." — Síðar í vetur kemur út þriðja bókin
eftir Guðmund, fferðaminningar frá Vesturför hans —
skemmtileg bók.
Bækurnar eru nú komnar til bóksala.
ÆFINTÝR ÆSKU MINNAR
í þessari litlu, fallegu bók, segir skáldið frá fyrstu árum
æfi sinnar. Það er svo fögur lýsing á æsku ungs manns,
að vafasamt er, hvort önnur fegri hefir verið rituð. Þar
segir hann m. a.:
Árið 1905 áttu fátæk ung og nýgift hjón heima í Odense. Þau
bjuggu i litilli og fátæklegri stofu. Og þeim þótti ákaflega vænl
hvoru um annað. Hann var tæplega 22 ára, einkennilega gáfað-
ur maður og skáldlegur í sér. Hún var nokkrum árum eldri,
ókunnug lífinu og heiminum, en þrungin af hjartagæsku. Mað-
urinn var nýlega orðinn „frimeistari" og hafði sjálfur bangað
saman vinnustofu handa sér og líka hjánarúmið. En í það hafði
hann notað pall, sem áður hafði staðið undir líkkistu greifa
eins sem Trampe nefndist. Svörtu klæðisræmurnar, er enn voru
sængurstokkunum, minntu á þann atburð. En i stað hins tigna
manns, með sorgarklæðum og Ijósastikum allt umhverfis, lá hér
þann 2. april lifandi barn, grátandi. Það var ég, H. C. Andersen.
ALPASKYTTAN
í þýðingu Steingr. Thorsteinssonar skálds.
Þeir, sem komnir eru á fullorðinsár, muna eftir þessu l'allega
æfintýri, því að þa'ð er í annað sinn sem æfintýrið er prentaS
nú. Þarna hafa iveir snillingar, Andersen og Steingrímur, lagt
höncl að verki, og ætti það aS vera nægileg meSmæli meS
þessari litlu bók.
Bókaverzlun ísafoldar
'??•?•*??•????????»»»??»?¦>»<>??< »»H