Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 5
FÁLKINN hve mikiö var af útlendum nöfnum í gestabókum hótelanna^ í Hönefoss, því að ekki var um nein skemmti- ferðalög að ræða á þeim slóðum. Og nöfnin voru heldur ekki venju- leg útlendinganöfn, þvi að þau end- uðu flest á insky og skaja, þó að flest muni þau hafa verið fölsuð. Nokkrum dögum síðar hitti blaða- maðurinn Trygve Lie i matvörubúð — Trygve Lie vill helst kaupa sér í matinn sjálfur — og spurði hann hvort ekki vœri grunsamlega gest- kvæmt á Vaxhall, húsinu sem Trot- ski átti heima í. Og hvort þessir „luristar" mundu ekki vera sam- verkamenn Trotskis. Trygve Lie hristi höfuðið. — þú hefir mikið hugmyndaflug, sagði hann við blaðamanninn. En hvað um það: nokkrum dögum siðar skipaði hann svo fyrir, að Trotski skyldi fluttur úr landi. Eina Hann ávann sér þá traust stjórnar- innar í utanríkismálum, og eftir að Halvdan Koth reyndist ómögulegur að gegna embætti sínu, sakir sinnu- leysis og kveifarskapar, varð Trygve Lie aftur utanríkisráðherrann og varð það öll stríðsárin. í þeirri stöðu kynntist hann áhrifamönn- unum hinna mörgu þjóða, sem höfðu stjórnir sínar i London og ávann sér traust þeirra. Án Lundúnaver- unnar hefði hann aldrei orðið aðal- ritari SameinuSu þjóSanna. í æsku hallaðist Lie að komún- istum innan verkamannafélagsins norska, en hefir orðið meir hæg- fara siðan og telst nú „moderat" jafnaSarmaSur. Styrkur hans er í því fólginn, aS hann hefir fengið reynslu i svo mörgum greinum og kann að not- færa sér þá reynslu. Hann er hag- sýnn stjórnmálamaður. Hann hefir ó- \mmmmmmmmmm ¦ ¦ ¦¦ mmmmmmmmmmm^mmmgimmm-m^^mmmmmmmmmii^mmmm^^ Hjördís, kona Trygve Lie og tvær yngri dœtur þeirra, Metta og Guri. landiS, sem fékkst til að taka við honum var Mexico, og þaS er vafa- lítið að Trygve létti þegar Trotski fór. Hópur af lögreglumönnum hélt vörð um Trotski meðan verið var að koma honum um borð. Og „lif- vörður" hans á leiðinni vestur var enginn annar en Jonas Lic, sami maðurinn sem síðar varS frægur aS endemum, sem lögreglustjóri Quistlings og lauk æfi sinni meS því að fyrirfara sér þegar Þjóð- verjar gáfust upp í Noregi i fyrra- vor. — Þeir eru alveg óskyldir þess- ir tveir Lie - Jónas er af ætt skálds- ins, en Lie-ættirnar eru margar í Noregi. — — Skömmu áður en styrjöld- in skall á varð Trygve Lie birgða- málaráðherra, og Noregur á honum manna best að þakka, að þjóðin var sæmilega birg af matvælum þeg- ar landið var hernumið. Fólk hafði dregið mikið að sér og mörgum tókst að fela það fyrir ÞjóSverjum. Vorið 1940 var Lie settur utan- ríkisráðhérra stutta stund. Það var þegar stjórnin flúði frá Molde með ensku herskipi til Norður-Noregs til þess að halda vörninni áfram þaðan. Koth utanríkisráðherra hafði þá verið sendur til Englands til þess að semja um hjálp handa Nor- egi hjá Bretum og Frökkum. Lie tók við störfum hans heima fyrir á meðal, og þrátt fyrir hin erfiðustu skilyrði tókst honum að koma skriði á þau mál, sem m'est kölluðu að. takmarkaS sjálfstraust. Þvi hefir hann haldiS siSan hann stóS á sápu- kassanum á Grorud í gamla daga. --------Konu sinni, Hjördísi, kynnt- ist hann á skólaárunum. Hann gaf henni einu sinni súkkulaSimola i frímínútum, og þau urSu vinir æfi- langt. Þau giftust þegar hún var 21. árs og næsta ár halda þau silfur- brúðkaup. Og 16. júli í ár varS Trygve Lie fimtugur. Þau hjónin hafa ferðast mikið. Þau hafa tvivegis verið í Rússlandi og komið i flest lönd Evrópu. Þau tala ágætlega ensku — þó að norski hreimurinn heyrist vel. Aðalritarinn er dús við alla menn — ekki bókstaflega heldur í anda. Umsvifaminni mann getur varla, og hann talar við hvern sem vera skal eins og' hann hafi þekkt hann lengi. Hann er vanur þessu frá æskuár- unurn, síðan hann gekk á skiðum og sparkaði fótbolta — hann er á- gætur knattspyrnumaður o'g hefir unniS marga sigra fyrir félag sitt. Hann var góður spretthlaupari fyrr- um — því aS hann hefir ekki alltaf veriS feitur ¦—¦ og liljóp hundraS metrana á 11 sekúndum réttum. Og veiðimaður er hann líka. Þau hjónin eiga þrjár dætur. Siss- el heitir sú elsta, 23 ára og var gift norska flugmanninum Gunnari Fosse sem féll í innrásinni i Holland á Walcheren-eyju i október 1944, en þar var hann liðsmaður i 1. Kanada- hernum. Guri heitir önnur, 20 ára, -- LITLA SAGAN -- Heldur nei en hálít loforð Tyrknesk smásaga. Fátækur garSyrkjumaður kom ut- an úr sveit til þess aS leita sér at- vinnu í MiklagarSi. Hann langaSi mest til aS eignast ofurlítinn lóS- arskika, sem hann gæti ræktaS sjálf- ur; en það var hægra ort en gert því að hann átti enga peninga til að kaupa lóð fyrir. Fór hann þvi til manna sem hann þekkti og spurðist fyrir um nöfn á víxlurum, en jafnframt svipaðist hann um eftir litlum matjurta- og ávaxta- garði, sem væri hentugur til kaups eða til að taka á leigu. 1 Evrópu er það ekki venja að veita gjörókunnugum mönnum lán, en í austurlöndum er það algengt, svo að það var alls ekki loku fyrir það skotiS aS garSyrkjumaSurinn gæti fengiS peningana. Honum var sagt frá herra einum eða effendi, nem líklegur væri og fór þegar til hans og bað hann um tiu tyrkneskra punda lán (um 190 krónur). En cffendinn bað um umhugsunarfrest, 'og garðyrkjumaðurinn notaði tim- ann til að tala við eiganda garðsins, sem hann hafði augastað á. Afgjald- ið var ekki hátt, og af því að garðyrkjumaðurinn gerði sér von um að fá lánið leitaSi hann sér ekki annarar atvinnu. En þegar hann kom til vixlarans nokkru siSar fékk hann þaS svar að hann hefði ekki ennþá getað ráSið við sig hvað hann ætti að gera en þyrfti að fá lengri um- hugsunarfrest. Þannig leiS heilt missiri, og þá loksins að víxlarinn gaf svarið var það neitandi. En nú hafði garðyrkjumaSurinn etið upp það litið sem hann átti, og meira að segja kominn i skuldir þennan tíma sem hann beið svars- ins. Hann hafði þó ekki látið hug- fallast og sneri sér nú fil annars vixlara. Hann lét hann segja sér alla málavöxtu, en er hann hafði og var hún öll striðsárin í deild norska hersins i Bretlandi. Og Metta er yngst, 16 ára. Hún var í Noregi framan af stríðinu og Þjóð- verar létu hana ganga lausa — munu hafa ætlað að nota sér hana sem agn til að veiða feitari drátt á. Þvi að á striðsárunum var jafn- an að gjósa upp kvittur um að Lie væri kominn til Noregs. Þjóð- verjar pyntuðu árangurslaust marga menn á Victoria Terasse, til þess að fá þá til að segja sér hvar Trygve Lie væri falinn. Það var árangurs- laust þvi að cnginn gat sagt til hans af þeirri einföldu ástæðu að hann kom aldrei til Noregs öll hernámsárin. Hinsvegar kom hann oftar en einu sinni til Sviþjóðar, og oftar en einu sinni átti hann tal við norska ættjarðarvini á landa- mærunum — en inn yfir þau kom hann aldrei fyrr en í maí í fyrravor. heyrt þá, neitaði hann kurteislega en ákveðið málaleitun mannsins. Nú fór garðyrkjumaðurinn til garðeigandans og sagði honum sín- ar farir ekki sléttar. Hann lauk sögu sinni með þessum orðum: — „Kismet" (örlög) mín virðast ekki vilja uppfylla heitustu ósk mina. Þessvegna verð ég aS hætta að hugsa um garðyrkjuna, en nú fer ég og ræS mig sem laghundsche (skolp- ræsishreinsara). GarSeigandinn kenndi í brjóst um manninn og leigSi honum garSinn fyrir slikk, og sagSi að hann þyrfti ekki að borga leiguna fyrr en við hentugleika. Og svo lánaði hann honum nokkra fjárhæð til nauðsyn- legra útg'jalda. Garðyrkjumaðurinn varð hrifinn af þessu og fór nú að rækta, og innan skamms tíma stóð garðurinn i blóma. Rósafikjurnar í garðinum urðu sérstaklega fallegar. ,Garðyrkjumað- urinn valdi þær fallegustu úr, undir eins og þær voru fullþroska, raðaði þeim í tágakörfu og fór með þær til hins síðari effendi, þess er hafði neitað honum undir eins. Þetta var gjöf til hans. „Heyrið þér, góði garðyrkjumað- ur?" svaraði hann, „hversvegna gef- ið þér mér fíkjur? Eg hefi ekkert gott gert yður, og ég hafnaði bón yðar!" „Þvert á móti — þér hafið gert mér mikinn greiða. Því að þeg'ar ég fékk neitun gat ég strax afráðið hvað ég ætti að gera, og það varð mér til bjargar. — Garðeigandinn kenndi i brjóst um mig og vildi ekki að ég yrði laghundsche. En ef þú — eins og hinn fyrri effendi — hefðir haldið mér uppi með fögrum loforðum og tálvonum, þá hefði ef til vill aldrei ræst úr fyrir mér. Þessvegna ertu vel aS þakkargjöf minni kominn." • Effendinn hrærðist og tók á móti gjöfinni og varð traustur skiftavin- ur garðyrkjumannsins upp frá þeim degi. Og g'arðeigandinn fékk leigu sína greidda íneð skilum. Þess er ekki gelið að garðyrkju- maðurinn gæfi hinum fyrri effendi gjafir. Séra „Divine" og frú. — Ekki alls. fyrir löngu gekk negrapresturinn frægi, „Father Divine", i Banda- ríkjunurn að eiga hvíta stúlku, sem heitir Edna Rose frá Kanada. Mynd- in er tekin strax eflir brúðkaupið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.