Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Edmund Snell: i Maðurinn með járnhöndina L knýttum hnefa, svo að hann slengdist á gangstéttina. Einhverju svörtu var kastað á eftir honum, og bilhurðinni svo skellt í lás. Fólkið á götunni nam staðar og leit kringum sig. Bíllinn fór að hreyfast og það var rétt svo að örvílaður þjónninn fékk ráðrúm til að setjast fram í við hlið- ina á ökumanninum. Armourer héyrði dyravörðinn segja spaugslegri rödd: — Hans hágöfgi ,er ekki með sjálfum. sér í dag! — Það er ekki svo að sjá, svaraði Ar- mourer þurrlega. Af forvitni gekk hann niður á gang- stéttina og sá eitthvað dökkt og rykfallið, sem lá í rennunni. Hann sparkaði i þétta, sem Bernhardi greifi hafði kastað út úr bifreiðinni, i æðiskastinu, það var flóka- hattur nákvæmlega eins og sá sem Ar- mourer hafði fundið í ganginum uppi i gistihúsinu! — Merkilegt! tautaði hann og fór svo inn aftur. Það var ekki nema um eitt að gera núna. Westall varð að taka á móti hon- um. Allir hlekkirnir i heilli keðju höfðu borist upp í hendurnar á honum, hlaðist á hann, hvort honum líkaði betur eða ver. „B" í bréfinu sem hann hafði fundið í hattinum, þýddi kannske Bernardi — og svo var talað um svörtu höllina, og þetta merkilega með brúna flókahattinn. Hann fékk ekkert svar þegar hann barði að dyrum hjá sir James. Hann gerði því ráð fyrir því að Helen og faðir hennar sætu niðri í salnum og væru að borða, og fór niður í skrifstofuna til að spyrjast fyrir. Ármaðurinn virtist vera úti á þekju. — Sir James Westall, monsjör? Því mið- ur — það býr enginri maður með þvi nafni hér á gistihúsinu. Armourer góndi forviða á hann. — Býr hann ekki hér, segið þér? En ég talaði við hann sjálfur, hérna uppi á nr. 43, fyr- ir ekki meira en hálftíma. Ármaðurinn yppti öxlum og baðaði út höndunum. — Yður hlýtur að skjátlast, monsjör. Sir James Westall býr ekki hérna -»-¦ og herbergin á 43 eru iaus eins og stendur Hann sneri bakinu að Armourer og fór að tala við annan gest, v:ð hinn endann á borðinu. Armourer reyndi við dyravörðinn. — Mér er sagt að sir James Westall og dóttir hans séu farin. Er það rétt? Dyravörðurinn starði eins og naut á girðinguna beint á móti gistihúsinu. — Sir James hefir ekki heiðrað okkur með heimsókn í marga mánuði, herra. Eg hefi heldur ekki heyrt þess getið að það væri von á honum. Armourer stakk höndunum í vasana og hló upp í opið geðið á manninum. — Þér segið það. Aristide! Og lögreglan hefir vitanlega ekki komið hingað heldur? Hann veifaði með einum 100 franka seðl- inum barþjónsins við nefið á dyraverðin- um. „Eg er einn af þeim' innvígðu, lagsi, og hefi ekki efni á að sólunda timanum. Hverjum spyr maður eftir núna? Dyravörðurinn starði enn og brá ekki svip. — Nei, nei, monsjör! sagði hann hátt. — Eg get svarið a,ð yður skjátlast. Og svo hvíslaði hann hás: — Eg veit kanske eitt- hvað á morgun. En farið núna. Það er spæjari í anddyrinu og horfir á okkur. — Það verður kannske ekkert „á morg- un" hjá mér, Aristide, hvíslaði Armourer, hálft í hvoru við sjálfan sig, um leið og hann gekk út framhjá dyraverðinum. — Góða nótt! III. Kap.: Kynleg kona. — Afsakið þér, monsjör! Armourer var kominn hálfa leið niður þrepin þegar Aristide vék honum afsíðis. Áður en Armourer gafst tími til að mót- mæla þessu háttalagi dyravarðarins varð honum litið á þrjár persónur, sem komu í sama bili /út um vinduhurðina. Aristide stóð með húfuna í hendinni og hneigði sig undirgefinn. Gistihússtjórinn kom brosandi og var að fylgja grannvaxinni Arabakonu með slæðu niður þrepin, út að bifreið, sem beið á götunni. Tveir svartbrýnir menn með svarta tarbusa og i smoking komu há- tiðlega á eftir henni — annar hár og álút- ur, skarpleitur, en hinn afar digur. Konan leit til Armourers um leið og hún gekk framhjá, og lítill, gljáandi hlutur rann út úr einni klæðafellingu hennar og lenti við fætur honum. Fingur Armourers höfðu lokast um hann á broti úr sekúndu, áður en Aristide hafði tekist að ná í hann. — ,Afsakið þér, monsjör, þetta er veskið dömunnar...... Armourer leit hvasst á hann. — Eg veit það, kunningi. En ég geymi það fyrst um sinn. Kynlegt bros lék um varir hans þegar hann flýtti sér niður dyraþrepin á eftir konunni með slæðuna. Þetta var máske síðasta kvöldið sem hann lifði, og hann var staðráðinn í að reyna að gera það sem viðburðaríkast. Undir venjulegum kring- umstæum hefði það ekki yfirleitt verið neinn viðburður þó kona missti gullhylki, en hann hafði tekið eftir tvennu í augun- um, sem störðu á hann yfir slæðuna, — að þau voru blá en ekki brún, eins og gera hefði mátt ráð fyrir um Arabakonu, og að hann var viss um að þau könnuðust við hann. Armourer vatt sér framhjá feitum gisti- liússtjóranum, sem brosti og beygði sig i sífellu, og sá nú aftur augun, gegnum op- inn gluggann á bifreiðinni. — Hylkið yðar, madame, sagði hann og rétti það inn um gluggann. Heitir fingur gripu — ekki um hylkið heldur um úlfn- liðinn á honum. — Hjartans þakkir, monsjör, sagði hún á frönsku. — Eg er yður mjög þakklát. Það var óvarkárni af mér að glopra þvi svona niður. Kanske við megum aka yður eitt- hvað? Armourer hristi höfuðið. — Eg þakka kærlega boðið, en ég ætla að borða miðdegisverð hérna og svo fer ég i casinóið á eftir. — Til að spila, monsjör? — Já, til að spila. Kanske mér veitist sú ánægja að hitta yður þar síðar? Hún yppti öxlum. — Kanfcke, monsjör. Leyfið mér að minsta kosti að gefa yður, afríkanskan verndargrip, sem getur fært yður gæfu. Bödd hennar lækkaði og varð. að hvísli. — Geymið þetta — fljótt! Takið það ekki upp hérna. Hún fékk honum ofurlítinn, þunnan böggul í lófann. Fingur hans luktust um hann, og hann stakk honum í vasann þegar svartbrýnu mennirnir komu nær bifreiðinni, og færði sig til svo að þau gætu komist inn. — Au revoir, monsier! Þegar bifreiðin og hinir kynlegu far- þegar var komið í hvarf, gekk Armourer blístrandi frá gistihúsinu og á lítinn, val- inn matstað, þar sem hann hafði afráðið að fá sér eitthvað að borða. Ennþá eltu kynjarnar hann, og hann vissi að þær höfðu byrjað á því augna- bliki sem hann heimsótti sir James West- all. Það hefði verið hlægilegt að látast þekkja konu, sem hann hafði aðeins séð augun og nefbeinið á og sem hafði talað með raddhreim, sem hún vel gat hafa gert sér upp, en það hafði verið eitthvað það í öllu fasi hennar, sem honum kom svo einkennilega kunnuglega fyrir sjónir. En eitt var hann alveg viss um: hann hafði aldrei séð förunauta hennar áður. Hann tók á bögglinum, sem hann hafði í vasanum, með þumalfingri og vísifingri, til þess að reyna að finna hvað þetta væri. Hann mundi vel aðvörun hennar og ákvað að opna ekki böggulinn meðan hann væri úti á götunni. í fyrsta lagi var langtum of margt fólk kringum hann, og í öðru lagi vissi hann nægilega mikið til þess að sjá að morðið á föla manninum i gistihúsherbergjunum nr. 43 — hafði rumskað við lögreglunni í Monaco '— jafnvel þó að þetta morð væri þaggað niður. Hann gat lika hugsað sér að aðrir menn hefðu gætur á honum — mennirnir sem sir James var að starfa á móti. Ef þeir hefðu séð hann fara inn í salarkynni lögreglustjórans og koma þaðan út aftur, gátu þeir dregið þá ályktun af því, að hann starfaði enn fyrir "Westall. Hann minntist þess hvernig Bernardi skaut allt í éinu upp í þjórskálanum og að hann hafði boðið honum að drekka glas með sér. Hafði þetta verið tilviijun? Og hvaða samband við leydardóminn hafði íþað, að hann skyldi hitta þessa þrjá kynlegu Austurlandabúa við gistihússdyrnar?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.