Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Drengjapeysa með ísanmi Efni: 120 gr. óblæjað bómullar- garn nr. 10 og ein hnota af skær- bláu garni. Prjónar: Tveir prjónar nr. 2 og 2 prjónar nr. 2%. Fjórir litlir hnapp- ar, tvær smellur. Stærð: Er ætlað á 2 ára barn. Sjá mynd b, þar sem I er bakið, II brjóstið og III ermi. Bakið: — Fitja upp 89 1. á prj. nr. 2 og prjóna 5 cm. brugðið (1 sl. 1. br.). Fær á prjóna nr 2% og prjóna slétt á réttu og brugðið til baka, 3. prjónn er prjónaður blár, og svo 16 hver prjónn einnig blár. Þegar bakið er 24 cm. er byrjað á handveg. Fell 4 1. af i byrjun 1. og 2. prjóns og svo 1 1. i byrjun 8 næstu prjóna (73 1.). Þegar hand- vegurinn er 12 cm. er fellt af öxl- inni þannig: Fell 8 I. af handvegs- megin, og aðrar 8 1. á 3. prjón, alls 24 1. á hvorri öxl. Þá eru eftir 25 1. i hálsinn og þær felldar af í einu. Framstykkið. — Það er prjónað eins og bakið þar til handveguriniv er 10 cm. þá er fellt af í hálsmálið (19 1.) en 27 1. hafðar á öxlum og' tekin úr 1 1. hálsmegin þrisvar sinnum á fyrstu prjónunum. Svo haldið áfram með öxlina þar til hún er 13 cm. þá er fellt af í þrennu lagi (8 1. í einu, hæst háls- megin). Ermarnar: — Fitja upp 58 1. á prjóna nr. 2 og prjóna 2% cm. br. líningu. Fær á prjóna nr. 2V2 og prjóna slétt, með teinum eins -7h-*-81/z 7'/z + ¦7Vz- -77z- og á bolnum. Auk út i 5. og 9. prjóni (62 l.). Þegar ermin er 5 cm. eru felldar af 4 l. í byrjun 1. og 2. prjóns og þar næst 1 1. i byrjun hvers prjóns þar til eftir eru 14 1. þá eru þær allar felldar af. ísaumið: — Sauma kontorstígslínu eftir miðlinu framstykkisins ofan frá hálsmáli að 4. þverlínu. Næstu raðir eru í 15 1. fjarlægð frá mið- línunni. Mynstrin eru saumuð með lykkjuspori eftir mynd c þar sem litirnir eru merktir þannig: Dökkblátt, punktur; ljósblátt, fer- hyrningur; rautt, X! gult„ kross; brúnt, skástrik og rósrautt lóðrétt strik. Þá eru stykkin lögð milli blautra dagblaða og svo breidd til þerris. Peysan er hneppt a öxlunum. Tekn- ar eru upp 24 1, röngunni snúið upp og prjónað slétt með prjónum nr. 2 og haldið áfram með 3 prjóna slétt (eða 2 garða) og fellt af. Hægri öxl samsvarandi. Tak upp á hálsmálinu og prjóna slétt um leið með bláa garninu, prjóna svo brugðið (1 sl. 1 br.) 7 prjóna. Fell af. Prjóna hálsmálið eins að aftan. Sauma saman. Fest hnappa á afturstykkið og smellur á hálslíninguna. ***** 77 kross-saums- oq prjónamunstnr Fálkanum hefir nýlega borist bók með þessu nafni, og inniheldur hún sérstaklega falleg munstur „fyrir alls konur kross-saums- og prjónaverk- efni", eins og stendur á forsiðu bók- arinnar. Auk þess að bókin hefir inni að halda munstur, sem eru mjög fögur, er útlit og allur frágangur þannig, að hún verður augnayndi þeirra, sem fegurð unna. Allt er i samræmi hvað við annað, val og niðurröðun efnis. Eftir þessari bók geta konur valið sér munstur á flest þau yerkefni, sem fengist er við með kross-saum og gobelinsaum, og ekki eru prjóna- munstrin síðri. Ekki mun þ,að litlu skifta að bókin er þannig prentuð að sérstaklega handhægt er að vinna eftir henni. — Lítill vafi er á, að íslenskar konur, sem lönigum hafa haft orð fyrir myndarskap í hann- yrðum, munu stórlega fagjia útkomu þessarar bókar. Bókin er prentuð i Preiatsmiðjunni Hólar. — Útgefandi er Bókaútgáf- an Logi, Reykjavík. ***** Frú Winston Churchill segir, að það séu áreiðanlega fáir menn í heiminum sem missi eins oft af járn- brautarlestinni og maður hennar. — Stundum kemur það þó fyrir, að Churchill nær í lestina, en þá verð- ur hann lika að hlaupa á eftir lest- inni og hoppa upp á brettið, eftir að hún er lögð af stað. — En ég held, bætir frú Churrhill við, að það sé> bara af því, að Winston er áhuga- samur íþróttamaður og vill gefa lestinni tækifæri til að verða á undan. h*t* *f* *p •!* Ameriskur hermaður gaf sig á tal við rússneskan hermann í Berlin, og barst tal þeirra brátt að stjórn- málum, og þá sérstaklega að stjórn- um Rússlands og Bandarikjanna. Sá ameríski segir reigingslega: — Eg get farið til Washington, haldið beina leið til Hvíta hússins, barið að dyrum og gengið inn, spurt Truman hvernig honum liði og að siðustu sagt upp i opið gcðið á hon- um, hvert álit mitt á Harry S. Tru- man sé. — Eg get líka farið til Kreml, svaraði Rússinn, beðið um viðtal við Stalin og spurt hann, hvernig honum líði og sagt svo upp i opið geðið á honum, hvert álit mitt væri á hónum, ég meina — Harry S. Truman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.