Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 3
TÁLKINN m VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení SKRADDARAÞANKAR Það vottar fyrir gleðilegri við- leitni á því að gera framleiðslu ís- lendinga fjölbreyttari en áSur var, er öll hin mikla franileiðsla lands- ins skiftist í: saltfisk, fullverkaSan og hálfverkaSan og svo ísfisk, og lýsiS var flutt út hálfverkaS. Fiski- málanefnd hefir beitt sér fyrir marg- víslegri nýbreytni, sem miSar aS því aS framleiSa fjölbreyttari og vandaðri vöru en áSur var, og hún hefir gert út menn til aS leita nýrra markaða. Allt þetta horfir til stórra bóta og á aS geta orSið til trygging- ar fyrir því, að þjóðin komíst í kreppu þó að markaður einnar teg- undar framleiðslu teppist um stund. Við höfum eignast vísindalega menntaða menn, sem m. a. hafa lært þá meðferð fiskafurSa og' ann- ara matvæla, sem nú þykir full- komnust í heiminum. Allt verSur að stefna að því að gera vöruna þannig úr garði að kaupandinn geti látið hana beint í pottinn, og að hún missi ekki næringar- qg fjör- efnagildi við geymsluaðferðina. Því að sé varan betri en önnur þá er hún vel þegin. Því að víðar er vinnukonulcysi en í Reykjavik og allar húsmæður stefna að þvi að auka sem mest véltæknina í eldhús- inu til þess að geta komist af á eig- in spýtur. Nú eru líkur til þess ef allt fer að vonum, að íslendingar stórauki framleiðslu sína á næstu árum og má öllum vera það geðiefni. En um leið má ekki gleyma öðru, sem eigi er síSur mikilsvert: að bæta fram- leiðsluna svo, að hægt sé aS sanna að hún sé betri en annara þjóða framleiðsla, sömu tegundár. Þá er björninn unninn og þá er hægt aS selja dýrt. En það verður sú þjóð að gera, sem hefir kostnaðarmikla framleiðslu og það höfum við sann- arlega. Þessvegna verur kjörorðið eigi aðeins að vera: meiri framleiðsla, því aS aukning framleiSslunnar er engin markaSstrygging heldur þvert á' móti. Kjörorðið verður líka að vera: betri framleiðsla, því að hún ein getur tryggt markað fyrir a.ukna framleiðslu. Málve'rkasýning Péturssonar. Kristinn Pétursson, listmálari, hef- ir fyrir skömmu opnað málverka- sýningu í Sýningarskála myndlistar- manna, og sýnir þar um 100 mynd- ir, bæði vatnslitamyndir, olíumál- verk og' teikningar. Gætir mikillar fjölbreytni í málverkunum, þó að landslagsmyndirnar séu flestar og listamanninum augsýnilega hjart- fólgnastar. Einkum er mikið af myndum frá Vestfjörðum, en einn- ig mörg olíumálverk frá Þingvöll- um, Vestmannaeyjum og Siglufirði. Um myndirnar má það segja, að flesta}- þeirra eru sambland af hlutrænni og' óhlutrænni list. Lista- maðurinn fer milliveg milli tveggja andstæðra skoðana i málaralistinni, og sýnir, hvernig hugarflugtð og ófjötruð hugsun getur samræmst raunsæinu og skapað listaverk, sem í senn er eðlileg náttúrueftirlík- ing og dularfull gáta. Kristinn segir i ávarpi, sem fylg- ir myndaskránni, að deilurnar, sem risið hafa um hinar tvær stefnur í málaralistinni, hina hlutbundnu og óhutblundnu, séu líks eðlis og deilt sé um það, hvort sé betra, brúnn eða rauður. Þetta er vel mælt, því að hér er um smekksatriði að ræSa, en ekki um neinar vísiiidalegar niðurstöður. Rómverjarnir gömlu Ung stúlka (teikning). sögðu líka: „De gustibus non dispu- tandum", eða að það þýddi ekki að deila um smekkinn. Og svo mun enn vera. Kristinn Pétursson hefir ekki hald- ið sýningu hér síðustu 9 árin, en myndirnar, sem þarna eru, eru all- flestar frá síðustu 3 árum. ííiiBverskur fiðlusnilltoflur í Reykjavík Mendelsohns-verðlaunin fékk Ibu- lyka Zilzer árið 1931, og eftir það ferSaSist hún víða um heim, og hefir hún fengið mjög g'óða dóma fyrir leik sinn. Hún hefir leikið bæSi i Ameriku og Afríku auk flestra Evrópuland- anna. Eftir dvölina hér, fer frúin til Parísar og mun halda þar hljóm- leika. lega á stefnu Bandarikjanna i kjarn- orkumálunum, og hótað því að kjarn- orkukönnuðir um heim allan muni neita að halda áfram rannsóknum sínum ef Bandaríkin taki ekki upp aðra stefnu. — Kona Frederic Joliot er frú Irene, dóttir Evu Curie, sú sem ritað hefir hina alkunnu bók _ um móður sína. Birtist bókin m. a. á íslensku fyrir nokkrum árum. Hjónin eru. bæði eðlisfræðingar og héldu áfram starfi frú Curie að radium-rannsóknum, er hún féll frú. Árið 1925 hlutu þau i sameiningu eðlisfræðiverðlaun Nobels fyrir þess- ar rannsóknir. SíSastliðinn sunnudag kom hingað til landsins ungverski fiSlusnilling- urinn Ibalyka Zilzer. Hún kom hing- að á vegum hjóðfæraverslunarinn- ar Drang'ey, og ætlunin er að hún haldi þrjá hljómleika hér og voru hinir fyrstu haldnir i Gamla Bíó síðastliðinn miðvikudag. Frú Zilzer er gift þýskum manni,. og hafa þau veriS búsett í Dan- mörku á stríSsárunum. Faðir henn- ar var þckktur listmálari i Buda- Pest og komst hann í náin kynni við Ibsen. Frúin lærði hjá Karl Flesch, þekktum fiðluleikara í Þýska landi, sem varð landflótta á valda- tímum Hitlérs og dvaldist eftir það lengst af í London og Paris. Hann dó fyrir tveimur árum i Sviss. Frederic Joliot-Curie, hinn frægi eðl- isfræðingur og tengdasonur hinna heimskunnu Curie-hjóna, sem fyrst fundu radium, hefir af Frakka hálfu verið skipaður i kjarnorkunefnd þá, sem hinar Sameinuðu þjóðir hafa sett á laggirnar. Hefir hann vakið á sér athygli með því að ráðast harka- P. H. FAWCETT. — Hinn frægi enski landkönnuður, P. H. Fawcett, ofursti, sem fyrir rúmum 20 árum týndist í skógum Suður-Ameríku, hefir nú fundist í Indíánaþorpi i Brazilu, þar sem hinir innfæddu hafa gert hann að höfðingja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.