Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 6
FÁLKINN I greipum Grænlandsísa Nýjar björgnnartilraunir. Turner kapteinn fleygSi ekki aS- cins niður mat til jökulbúanna viS sleSann og strandflugvélina. Hann sendi þeim líka fréttatilkynningar , og þær áttu sinn þátt i aS hressa þá. Þar fengu þeir að vita hvað g'ert væri til að bjarga þeim, og þeir vissu að enginn lá á liði sínu. Meðal annars fréttu þeir að ný hundasleðatilraun hefði verið gerð, en þeir- urðu að snúa við löngu áð- ur en komið var að marki, því að hundarnir bókstaflega sukku í lausa- snjónum. Þriðji mótorsleðinn var sendur frú björgunarstöðinni en hon- um tókst ekki heldur að komast áfram. Nýjar tilraunir til að komast á skriðjökulinn átti að gera undir eins og veðrið batnaði. Balchen ofursti var uppvœgur að gera þetta og bæði her- o'g flotastjórn var að leita uppi flugvél, sem gæti lent á ísnum hjá þeim. Flugvél af sérstakri gerð hafði verið flogiS sunnan frá Bandaríkj- unum með skiðaútbúnað. ÞaS var undir veðrinu komið hvort hún gæti komist til Bandarikjanna á þess- um tíma árs. Það reyndist því mið- ur svo að skíðin undir henni voru ekki hentug til lendingar á þeim ís, sem hér var um að ræða. Þá var annari vél flogið til Norður-Kanada, allskonar tilraunir og breytingar gerðar á henni, en útbúnaðurinn reyndist ekki fullnægjandi. Ný tegund, mjög mikið notuS til vetrarflugs í NorSur-Kanada, var fengin aS láni hjá Kanada-flugfélag- inu Maritime Central Airways. Teg- undin hét Barkley-Grow, og ýmsir strandmennirnir þekktu manninn, sem átti aS stjórna henni, Jimmie Wade. Hann var besti og reyndasti flugmaSurinn á öllum norSurleiðum. Strandmennirnir fylgdust meS áhuga meS fréttunum af þessum leiSangri, vegna þess hve mikla trú þeir höfðu á Jimmie. Það var vandamál fyrir sig aS komast meS flugvél í nánd viS strandmennina. LeiSin frá Kanada og til næstu hluta Grænlands getur verið erfið að sumarlagi, en á vetr- um er Grænland raunverulega lok- að. Og strandstaðurinn var þar sem verst gegndi fyrir flugvélar, að vestan, þvi að bæði varð að fljúga yfir Baffinsflóa og svo -yfir Græn- land þvert, svo að flugið hlaut aS verða hættulegt við þau veðurskil- yrði, sem þarna eru um hávetur í svartasta skammdeginu. Fyrir hand- an strönduðu flugvélina var dá- litill flugvöllur sem venjulega var alls ekki talinn nothæfur allt árið. Frá þessum flugvelli varS aS gera björgunartilraunir með flugvélunum en ýmsan undirbúning varð að gera á öSrum stöSvum, sem erfitt var aS ná til núna. Þær voru birgS- ar upp meS vistum og gögnum á haustin og siSan var ekkert sam- band við þær allan veturinn, aS undanteknu loftskeytasambandinu. Hinn 22. des., daginn sem sleSa- leiSangurinn varS aS hætta viS að halda áfram, létti Jimmie Wade á Barkley-Grow flugvélinni frá einni af suSurstöSvunum í þeim tilgangi aS lenda nálægt strandstaS Monteverdes J. G. Moe kapteinn var meS hon- um sem leiSsögumaSur. Þetta var langt hopp. Svo langt aS þessi litla flugvél gerði lítiS betur en komast svo langt. Veðrið var talið gott. En veðurfréttirnar voru ófullkomnar og veSriS reyndist ekki eins gott og spáS hafði verið. ÞaS versnaði eftir því sem á leið og mótvindur dró úr hraðanum og jók bensíneyðsluna. Þegar þeir nálg- uðust markið voru geymarnir að heita mátti tómir. StaSurinn sem þeir ætluðu á var við mynni eins hinna mörgu fjarða, sem eru svo likir hver öðrum, að leiðsögumenn- irnir villast oft á þeim. Þeir lentu í skökkum firði og sáu nú að þeir höfðu gengið i gildru. Wade valdi sér snæþakta ísbreiðu og nauðlenti. Það kom á daginn aS ísinn var of veikur til að bera flugvélina og óf sterkur til þess að bátur gæti brotið hann. Þeir félagarnir höfðu báðir reynslu af norðurhjaranum. Þéir björguðu nokkru af útbúnaði sínum en mistu mestan part af nestinu. Og í sama hræðilega jólaveðrinu og strandmennirnir urðu aS þola á Grænlandsísnum urSu nú þessir 2 að bagsa viS aS komast til lands. Það tók þá fjögra daga látlaust strit að komast á þurrt land yfir ísinn, og var vegalengdin þó ekki nema 2 kílómetrar. Svo fóru þeir að fikra sig inn fjörurnar. Hinn 29. desember var matar- skammtur þeirra kominn i lágmark. Og færðin var afleit. Af einskærri tilviljun hittu þeir Eskimóa á veið- um, sem fóru með þá heim til sín og hjúkruðu þeim þangað til þeir gátu komist á ákvörðunarstaðinn i hundasleða. Það var 2. janúar — fyrr vildu Eskimóarnir ekki leggja upp vegna veðurs, Svo erfiðar voru samgöngurnar á þessum slóðum, að nær fjórir mánuðir liðu þangað til þeir Wade og Moe komust aftur heim. Sögur sem þessi snúast vanalega fyrst og fremst um þá, sem verið er að bjarga. Það er ósk þeirra þriggja, sem hafa sagt mér þessa sögu, að bent sé á afrek flugmann- anna sem leituðu, fundu þá og héldu lífinu i þeim mánuð eftir mánuð. Ferðaskýrslur leitarmann- anna sýna við hvaða örðugleika þeir áttu að striða. Stormurinn blés snjó og sand- dusti inn í vélarnar, svo að hreyfl- inum stafaði sifeld hætta af. Oft sáu flugmennirnir ekki nema 30 metra framundan sér. Dagsbirtan var svo stutt, að hún leyfði tæp- lega flug frá bækistöðinni að strand- stað Monteverdes og til baka. Bl- mögulegt að greina skafrenninginn á jöklinum frá skýjunum. VindhraS- inn stundum yfir 100 kílómetrar. Tindar, yfir 4000 m. háir, sem ekki voru sýndir á uppdrættinum, urSu fyrir þeim. MeSfram fjöllunum voru niðurstreymisvindar, svo að vélin hrapaði stundum 600 metra i einu vetfangi. Þannig voru skilyrSin, sem Turn- er átti aS etja viS, er hann var í flugferSum sínum til strandmann- anna. Þeir höfðu enga æfða hjálpar- menn á flugvellinum og urðu þvi að gera mest sjálfir. Þeir dældu benzíninu á geymana með handafli, 3000-4000 lítra fyrir hverja ferð. Á hverjum morgni fóru þeir í frosti og myrkri út aS vélinni til að hita hreyflana, svo að vélin væri til- búin að leggja upp hvenær sem veður leyfði. . : Fyrstú fjörutíu dagana eða svo gátu þeir starfaS í dagsbirtu, 4 til 5 tíma á dag. En ekki sást sólin frá flugvellinum fyrr en í janúarlok. Og skafrenningurinn gerSi þeim erf- itt að lenda. Þeim Turner telst svo til að þeir hafi alls fleygt til jarðar um 250 bögglum, flestum til mannanna við flugvirkið og við sleðann, en einnig til hundasleðaleiðangranna, sem urðu að snúa við. Þessum bögglum var fleygt niður fallhlífarlaust, en það þurfti leikni til að láta þá lenda á réttum stað, ekki síður en þegar sprengjum er varpað. HæSin, sem kastað var úr, var frá 30 til 500 m. Einkum var vandasamt að láta bög'glana hitta á þann mjóa rima milli gjánna, sem þeir Monetverde voru staddir á. Fyrst i stað taldist þeim til að 6 bögglar af hverjum tíu hittu rétt, en síðar varð árangur- inn betri. Turner segir: — Það er und- arlegt aS vera svona nærri piltun- um, en hafa engin ráð til að koma þeim burt. Hann sýndi óendanlega mikla umhyggju fyrir þvi að rækja þetta starf. Hefði vél hans bilað, var eng- inn til að taka við af honum. í besta falli mundi Monteverde og hóp ur hans þá farast, en í versta falli báðir hóparnir. Turner gætti þess afar nákvæmlega að verja menn sína kali, enda tókst það. Sjálfur segist hann hafa verið afar varkár gagnvart veðrinu og aðeins flogið i tryggu flugveðri, og flaug alltaf kringum eða yfir óveðurshnútana en aldrei gegnum þá. Mennirnir á isnum skildu betur en nokkrir aðrir við hvilika örðug- leika björgunarmenn þeirra áttu að etja. Þeir urðu vitanlega vonsvikn- ir þegar hver tilraunin eftir aðra mistókst, en þeir vissu að ekki var gefist upp samt. Á hverjum degi voru send skeyti um málið til Washington, hvað gert yrði og ekki gert, að þessum og þessum vistum og útbúnaði hefði verið kastað niður, og að svo og svo mikiS hefði komist til skila, að Barkley-Grow-vélin hefði ekki komist á áfangastað, en að Wade og Moe væru á öruggum stað, að tveir menn eSa einn eSa þrír hefSu sést við sleðann eða flugvélaflakið þann eða þann daginn, að Balchen og flotafræðingarnir væru aS ræSa um aS nauðsynlegt væri að fá sérstak- an björgunarútbúnað, og þar fram eftir götunum. — — Þegar nýárið hófst' og strandmennirnir lágu enn og biðu í snjóhúsunum á jöklinum tóku sérfræðingarnir á Grænlandi nýja ákvörðun, i samráði við yfir- völdin i Washington. Þeim var orð- ið ljóst að ómögulegt væri að bjarga strandmönnunum með sleðum, fyrr en vetrinum færi að linna. En eng- an langaði til að biða vorsins. — Balchen ofursti stakk því upp á til- raun sem var að vísu hættuspil en gat lukkast. Tillaga hans byggðist á þeirri reynslu, sem fengist hafði af flug- vélalendingu í djúpum snjó. Flug- vélar með skiðameiðum eru ætlað- ar til þessa, en þær eru litlar og léttar og komast ekki nema skammt, enda hafði reynslan af Barkley- Grow-vélinni sýnt þetta. Hin litla Grumman-vél Pritehards hafði létt og lent tvisvar, en sú vél var háS þvi að skip væri nálægt, en óhugs- andi að komast á skipi inn í firði við Austur-Grænland um miðjan vetur. Hér þurfti vél, sem gæti flogið lengi. Enginn vildi láta sögu Pritchards endurtaka sig. Mánuði áSur hafði maður á Cata- lina-flugvél lent i einkennilegu fyr- irbrigði af því, sem kallað er aS „fljúga i mjólk". Flugmðurinn hélt sig vera á lofti og allt væri i lagi, en þó fannst honum hraðinn furðu litill. Þegar hann eitt á hraðamælinn sá hann að vélin fór aðeins með 100 km. hraða á kukkustund. Upp- götvaði hann nú fyrst að hann var lentur á snjónum. Þegar hann hafði komist að raun um að hann gat ekki lyft sér aftur, tók hann hreyflana úr sambandi og flugvélin nam stað- ar. Nú datt Balchen í hug að reyna svona lendingu með Catalinavél, á stað, sem hefði veriS ákveSinn fyr- irfram. Þetta var samþykkt og á- kveðiS aS senda tvær Catalinavélar á björgunarbækistöðina. Dagsbirtan var enn ekki nema tveir tímar, auk ljósaskiftanna. Ekki var unnt að gera tilraunina fyrr en dagurinn yrði nokkru lengri, en á meðan var tíminn notaður til und- irbúnings. Jafnframt voru tygjaðir hunda- og hreyfilsleðar, ef ske kynni aS veSur breyttist svo, aS hægt væri aS koma þeim viS. Strandmennirnir á isnum vissu ekkert um þetta. ÞaS var ekki vert aS segja þeim frá áformum, sem áttu svo langt í land. En þeir vissu aS björgunartilraununum var haldið áfram og aS þeim hefSi ekki veriS gleymt. Þeir misstu ekki vonina. Framk. i næsta blaði. „Tackling"-in mæld. — Eins og kunnugt er, iffka Amerikumenn leik, sem Rugby nefnist. Þaff er hrotta- legur leikur, þar sem leikmönnunum leyfist sitt af hverju. T. d. mega þeir nota sínar eigin „tacklings", þ. e. a. s. þeir mega kasta sér af öllu afli á mótleikara sína. Sérstaklega eru hinar svonefndu fljúgandi „tack- lings" alræmdar, en þá kasta leik- mennirnir sér lárétt á andstæffinga sina af öllu afli, og veldur þaff oft stórslysum effa jafnvel dauffa. Myndin sýnir áhald, sem mælir kraftinn i „trackling" teikmanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.