Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 2
FÁLKINN Níræður Guðmundur Jónsson skipaðnr sendiherra Forseti íslands skipaSi i fyrradag Vilhjálm Finsen sendifulltrúa i Sví- þjóð sérstakan sendiherra með um- boði ráðherra. Hefir Finsen gengt opinberum störfum fyrir íslenska ríkið allt frá 1940, er hann var skipaður sendifulltrúi íslands í Stokkhólmi. 1. okt. síðastliðinn varð Guðmund- ur Jónsson, fyrrverandi baðhúsvörð- ,ur hér i Reykjavk, níræður. Hann dvelsl nú á Elliheimilinu Grund ásamt konu sinni, Oddnýju Þórdísi Halldórsdóttur. Tíðindamaður blaðs- ins átti tal við hann þar og rabb- aði við hann um liðna daga. Guð- mundur var hinn hressasti og ræð- inn mjög, enda er hann ern með afbrigðum og ber engin merki ni- ræðs öldungs. GuSmundur er fæddur árið 1856 að Holtsmúla i Reynistaðasókn í Skagafirði, sonur hjónanna Unu Gissurardóttur og Jóns Þorvaldsson- ara. Hann ólst upp í föðurgarði til 10 ára aldurs, en þá brugðu for- eldrar hans búi, og eftir það var hann smali viða í sveitum Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslu. Meðal annars var hann um hrið hjá Stef- áni Magnússyni i Svartárdal. Einn- ig var hann lengi á Reykjaströnd hjá ÞorJeifi Jónssyni, og þar segist Tómas Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki verður sjötugur þann 21. þ. m. Þann 23. júlí s.1. varð kona hans, frá Elínborg Jónsdóttir sextug. hann hafa fengið mestan þroska sinn, enda var hann þá enn ung- lingur og opinn fyrir áhrifum. Þá minnist hann einnig vinnumennsku sinnar hjá Valgarði Claessen á Sauð- árkróki, en hjá honum vann hann bæði sjó- og landvinnu, og telur Guðmundur hann einhvern besta húsbónda, sem hann hafi haft. — Er þér nokkuð sérstaklega minnisstætt úr smalaferðum þínum eða sjóferðum? spurði ég' Guðmund. — Nei, ekki er það nú. En þó get ég ekki látið hjá líða að minn- ast á hina breyttu aðbúð, sem ung- lingarnir fá nú á dögum. Þeir fá varia eins harða útivist og í mínu ungdæmi. Þá fékk maður að standa yfir fénu uppi í óbyggðum í kulda- hreti og það oft langan tima i einu. — En ekki lenti ég' þó í neinn æfintýri á smalaferðum mínum, og sjóferðirnar gengu yfirl'eitt vel. Þó minnist ég þess einu sinni á for- mennskuárum mínum, að við hreppt- vont veður, stýrið brotnaði, og ég reyndi að stýra með ári, en við það féll ég í sjóinn og var hætt kominn. Þetta fór þó betur en á horfðist og komst ég aftur upp í bátinn. Árið 1905 fór GuSmundur svo til Reykjavíkur og vann tvö fyrstu ár- in við „steinasteypu" á Nýlendu- g'ötunni. Hann varð fyrstur til að búa til steina eins og Baðhús Reykja- víkur er byggt úr, en gerð þeirra var kölluð „steinasteypa". 1. okt. 1907 tók hann viS störfum í BaS- húsinu sem baðvörður og g'egndi þvi starfi i 15 ár, eSa til 67 ara ald- urs. 1 fyrstu var aSstaSan erfiS bæSi lítið vatn, meðan það var leitt úr Skálholtslind, og einnig þurfti að dæla því upp á loft, en það telur Guðmundur hafa verið eitt hið erf- iðasta verk, sem hann hefir gert um dagana. En svo kom vatnsveitan árið 1909 og þá léttist starfið til muna. — "Var BaShúsið mikiS sótt fyrstu árin? — Já, fólki þótti gott aS fara í baS eftir erfiSi dagsins og notaði sér þetta óspart. — Voru mönnum sett takmörk fyrir því, hve lengi þeir mættu vera i einu? — Já, hámarkið var 20 mínútur fyrir steypuböð og hálftími fyrir kerlaug. En það vildi nú komast ruglingur á þetta, og ekki vel séð ef rekið var á eftir. — Er þér nokkuð minnisstætt frá fyrstu dvöl þinni í höfuðstaðnum? — Jú, það held ég' nú. Sama áriS og ég tók viS baShúsvörslunni kom kóngurinn hingaS, og ég var meS i ferSinni, sem farin var honum til heiðurs til Þingvalla, Geysis og víS- ar. Heimili Guðmundar hér í bæ var fyrst á UrSarstíg 4, en.þar byggSi hann sér hús, sem hann síðar seldi. Byggði hann þvi næst annað á Öldugötu 33, bjuggu þau hjónin þar þangaS til þau fluttu á Elliheimilið, en þá var Guðmundnr nokkuð far- inn að tapa sjón, og nú sér hann mjög lítið. Kona Guðmundar er, eins og áSur er sagt Oddný Halldórsdóttir fra Haugshúsum á Álftanesi. Hún er fædd 12. mars 1858. Þeim Oddnýju og Guðmundi varð einnar dóttur auðið, en hún dó á blómaskeiði. Að lokum sagði Guðmundur, að þeim hjónunum liði vel á Elliheim- ilinu, enda hefðu fjarska margir verið þeim góðir. Fálkinn óskar hinum erna öldungi til hamingju meS afmæliS. „VMHYGGJA FYRIR HÖRUNDINU......" 0 af hvcrjum tiu filmstjornum vitu uð lilill, hressandi þvottur með LUX handsúpu er úkjósanleaustu umhyy'gjan fyrir hörund- inu. Lálið þvi fcgtu'Oarsúpu fiimstjurnanna geru hörund ijður mýkra og jafnara en nokkurntíma áðíir. LUX TOILET SOAP Notað uf 9 filmstjórnuni u/ hvernim 10 X-UTS C7B-Í2'. Demantsbrúðkaup áttu 15 þ,. m. hjónin Árni Guðmundsson, fyrrum hreppstjóri á Þórustöðum á Svalb arðsströnd og kona hans Elin Gríms- dóttir. Er Árni nú 87 ára, en Elín 80 ára að aldri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.