Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Níræður Guðmundur Jónsson hann hafa fengið mestan þroska sinn, enda var hann þá enn ung- lingur og opinn fyrir álirifum. Þá minnist hann einnig vinnumennsku sinnar lijá ValgarSi Claessen á Sauð- árkróki, en hjá lionum vann hann bæði sjó- og landvinnu, og telur Guðmundur hann einhvern besta lnisbónda, sem hann hafi haft. — Er þér nokkuð sérstaklega minnisstætt úr smalaferðum þínum eða sjóferðum? spurði ég' Guðmund. — Nei, ekki er það nú. En þó get ég ekki iátið hjá líða að minn- ast á hina breyttu aðhúð, sem ung- lingarnir fá nú á dögum. Þeir fá varla eins liarða útivist og í mínu ungdæmi. Þá fékk maður að standa yfir fénu uppi í óbyggðum í kulda- hreti og það oft langan tíma í einu. — En ekki lenti ég' þó í neinu æfintýri á smalaferðum mínum, og sjóferðirnar gengu yfirleitt vel. Þó minnist ég þess einu sinni á for- mennskuárum mínum, að við hreppt- vont veður, stýrið brotnaði, og ég reyndi að stýra með ári, en við það féll ég í sjóinn og var liætt kominn. Þetta fór þó betur en á liorfðist og komst ég aftur upp í bátinn. Árið 1905 fór Guðmundur svo til Tómas tiíslason, kaupmaður á Sauðárkróki verður sjötugur þann 21. þ. m. Þann 23. júli s.l. varð kona huns, frú Elínborg Jónsdóttir sextug. 1. okt. síðastliðinn varð Guðmund- ur Jónsson, fyrrverandi baðhúsvörð- ur hér í Reykjavk, niræður. Hann dvelsl nú á Elliheimilinu Grund ásamt konu sinni, Oddnýju Þórdísi Halldórsdóttur. Tíðindamaður blaðs- ins átti tal við liann jjar og rabb- aði við hann um liðna daga. Guð- mundur var hinn hressasti og ræð- inn mjög, enda er hann ern með afbrigðum og ber engin merki ni- ræðs öldungs. Guðmundúr er fæddur árið 1856 að Holtsmúla í Reynistaðasókn i Skagafirði, sonur hjónanna Unu Gissurardóttur og Jóns Þorvaldsson- ara. Hann ólst upp i föðurgarði til 10 ára aldurs, en þá brugðu for- eldrar hans búi, og eftir það var hann smali viða í sveitum Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslu. Meðal annars var hann um hríð hjá Stef- áni Magnússyni í Svartárdal. Einn- ig var liann lengi á Reykjaströnd lijá Þorieifi Jónssyni, og þar segist Vilhjálmur Finsen skipaðnr sendiherra Forseti íslands skipaði i fyrradag Vilhjálm Finsen sendifulltrúa í Sví- þjóð sérstakan sendiherra með um- boði ráðherra. Hefir Finsen gengt opinberum störfum fyrir íslenska ríkið allt frá 1940, er hann var skipaður sendifulltrúi íslands i Stokkhólmi. Reykjavikur og vann tvö fyrstu ár- in við „steinasteypu" á Nýlendu- g'ötunni. Hann varð fyrstur til að búa til steina eins og Baðhús Reykja- víkur er byggt úr, en gerð þeirra var kölluð „steinasteypa". 1. okt. 1907 tók hann við störfum i Bað- húsinu sem baðvörður og gegndi því starfi í 15 ár, eða til 67 ára ald- urs. í fyrstu var aðstaðan erfið bæði lítið vatn, meðan það var leitt úr Skálholtslind, og einnig þurfti að dæla því upp á loft, en það telur Guðmundur hafa verið eitt hið erf- iðasta verk, sem liann hefir gert um dagana. En svo kom vatnsveitan árið 1909 og þá léttist starfið til muna. — Var Baðhúsið mikið sótt fyrstu árin? — Já, fólki' þótti gott að fara í bað eftir erfiði dagsins og notaði sér þetta óspart. — Voru mönnurn sett takmörk fyrir því, live lengi jieir mættu vera i einu? — Já, hámarkið var 20 mínútur fyrir steypuböð og hálftími fyrir kerlaug. En það vildi nú komast ruglingur á þetta, og ekki vel séð ef rekið var á eftir. ■— Er þér nokkuð minnisstætt frá fyrstu dvöl þinni í höfuðstaðnum? — Jú, það lield ég nú. Sama árið og ég tók við baðhúsvörslunni kom kóngurinn hingað, og ég var með i ferðinni, sém farin var honum til heiðurs til Þingvalla, Geysis og við- ar. Heimili Guðmundar hér í bæ var fyrst á Urðarstíg 4, en þar byggði hann sér hús, sem hann síðar seldi. Byggði hann því næst annað á Öldugötu 33, bjuggu þau hjónin þar þangað til þau fluttu á Elllheimilið, en þá var Guðmundur nokkuð far- inn að tapa sjón, og nú sér liann mjög lítið. Kona Guðmundar er, eins og áður er sagt Oddný Halldórsdóttir frá Haugsliúsum á Álftanesi. Hún er fædd 12. mars 1858. Þeim Oddnýju og Guðmundi varð einnar dóttur auðið, en hún dó á blómaskeiði. Að lokum sagði Guðmundur, að þeim hjónunum liði vel á Elliheim- ilinu, enda hefðu fjarska marg'ir verið þeim góðir. Fálkinn óskar liinum erna öldungi til hamingju með afmælið. !) af lwcrjum liu filmsljornnm vilu að titill, hressandi þvottur með LUX handsúpu er úkjósunlegustu umhgggjan fgrir hörund- inu. Lálið þvi fcyurðarsúpu /ilmstjaruunnu gera hörund gður mýkra og jafnara en nokknrntlmu áóur. LUX TOILET SOAP Notað af 9 filmstjörnum af hvcrjum 10 Demantsbrúðkaup áttu 15 b, m. hjónin Árni Guðmundsson, fyrrum hreppstjóri á Þórustöðum á Svalb arðsströnd og kona hans Elín Gríms- dóttir. Er Árni nú 87 ára, en Elín 80 ára að aldri. X UTS 678-925

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.