Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 7
FÁLKINN
Sjómannaverkfallið í U.S.A. lamaði
ekki aðeins siglingar Bandarikj-
anna, heldur hafði það og víðtæk
áhrif á siglingar annarra þjóða.
Hér er mynd frá höfninni í New
York og fremst sést eitt hinna stóru
farþegaskipa, sem sigla milli Ev-
rópu og Ameríku.
Myndin er tekin, þegar líkin af hin-
um fimm amerísku flugmönnum,
sem fórust í flugvélinni, sem var
skotin niður yfir Júgóslavíu, komu
til Ciampini flugvallarins við Róm.
Þaðan voru þau flutt áfram til
Bandaríkjanna. Herlögregla Banda-
ríkjamanna í Róm hefir skipað sér
í heiðursfy'lkingu.
tjMiiiíMiiw^ .. m
ÉHKp
¦ ÍK5Í f:«? V, ;fV V Vy VVV Vv-L t, Ví .;-:.;•.¦/.;¦
- .¦' ¦¦-:¦¦ ¦..--.. • -.• - -;¦¦ ¦:,
Í&..SJS, *J. *V
IfKf-slí^kvv^ií:^
lisÍ&Éy^Ssiyi
Blöðin etækka-----Kanada hefir ætíð
framleitt meira af blaðapappír en
nokkurt annað land í heimi. Á
stríðsárunum drö mjög úr fram-
leiðslu þessari, vegna þess að þá
var það tré, sem áður var notað í
blaðapappír, haft til hernaðarþarfa.
Úr því var unnið „nitrocellulose" i
sprengiefni og „nylorí' i fallhlífar.
Nú er framleiðslan aftur í hröðum
vexti og er orðin eins mikil og hún
var mest fyrir stríð. Á myndinni
sjást hinir feiknaháu timburhrauk-
ar við pappírsverksmiðju í nám-
unda við Quebec. Vegna hættu á
sjálfsíkveikju í timbrinu verður oft
að dæla vatni yfir það.