Fálkinn - 18.10.1946, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
fjinn dollar.... tveir......
þrír.... fimm dollarar. Býður
nokkur betur?
Það var ekki sérlega margt
í uppboösskálanum, — tímarn-
ir „höfðu dregið úr fíkn al-
mennings í gamla muni —
jafnvel þó að þeir væru mjög
sjaldgæfir. Sérfróðir menn
höfðu þó náð sér í ýmsa „góða
bita" — þar á meðal málverk
úr söfnum. Uppruninn? Nazi-
Þýskaland skrásetti þessa muni
mjög hyggilega; kallaði þá einu
nafni Evrópusöfn. Þessir mun-
ir voru í góða og gamla daga
til prýði á heimilum Gyðinga
Þýskalands. Þeir kunnu sína
sögu að segja, en best að tala
sem minnst um þá. ...
Kæruleysislega rétti uppboðs-
haldarinn fram fiðlu i gömlum
og brengluðum kassa. Hann
reyndi meira að segja að segja
fyndni á kostnað fiðlunnar. —
Stradivarius___ekta Stradivar-
ius.... Áheyrendurnir fóru að
skríkja. — Eg hefi boðið fimm
dollara! Býður nokkur betur?
Fljótir nú, spilið þið bara á
munnhörpu eða kannske ekki
nema á spil ? Fimm dollarar..
Fleiri boð? Ekta Stradivarius.
Ágætur til að fæla fuglana burt
frá korninu.
Þessi lærdómur vakti mikla
kátínu meðal áheyrenda — góð
fyndni. — Fimm dollarar —
fleiri boð — fer fyrir fimm doll-
ara.
Gamall maður með grátt bA
og skjálfandi rödd olnbogaði
sig áfram. — Má ég fá að sjá
fiðluna? Uppboðshaldarinn var
í svo góðu skapi að hann féllst
á það. Hann ætlaði að henda
gaman að karlinum — hver veit
þá kæmi hærra boð.....
Andlit Hermanns Ijómaði af
gleði. Þetta var fiðlan hans.
Þjóðverjarnir tóku hana frá
henum, stálu henni. Hann gældi
við fiðluna með titrandi fingr-
unum. En hvað 'hún var mjúk
þegar hann bar hana upp að
kinninni! Hann stemmdi hana i
flýti og meðan hann var að
því ljómaði andlit hans af inn-
blæstri. Honum fannst hann
vera staddur í filharmónisku
hljómsveitinni. Þessir gestir
þarna voru áheyrendur hans —
góðir áheyrendur. Hann spilaði.
Fyrstu tónarnir sýndu að hann
var fimur fiðluleikari. Lagið
hljómaði um salinn. Og i
merkilegri mótsetningu við hið
imyndaða umhverfi hans talaði
fiðlan, söng harmaljóð, kjökraði
— þar heyrðist nazistaveldið á
hástigi sínu. Þar heyrðist ýlfur
ENDIIBFITWDIR
eins og frá soltnum úlfahóp,
súgur eins og á undan hvirfil-
byl, sem sópaði heilum fjöl-
skyldum á burt, braut upp
verslanir og rændi þar og rupl-
aði á fúlmannlegasta hátt —
og „glæpur" fórnarlambsins var
sá, að þau voru af gyðingaætt-
um! Sagan af kúguninni var
sögð í sterkum tónum. Högg
gúmmíkylfunnar í fangabúð-
unum, ísböðin, sem Gyðingarnir
voru settir í. Tónarnir sungu
sorgarljóð um örlög þeirra, sem
sættu miklu verri meðferð en
heyrsla á lögreglustöðinni, hann
var sakaður um að vera glæpa-
maður, illur þjóðfélagsborgari
og óvinur ættjarðarinnar —
hann gat ekki botnað í þessu!
Hafði hann ekki sent tvo syni
sína til að berjast fyrir ættjörð-
ina, höfðu þeir ekki verið
drepnir fyrir ættjörðina, hafði
ekki hún móðir þeirra, konan
hans, dáið af harmi? Og hann,
Hermann, tónlistarmaður i fil-
harmonisku hljómsveitinni, var
talinn glæpamaður, aðeins af
því að hann var Gyðingur! —
KFTIK IIARRT MAM
nokkur manneskja getur þolað.
Hermann lifði upp aftur hræði-
legu dagana i' Berlín. Hann
fann að vísu að umhverfið var
nokkuð annað, en samt var
hann í sinni gömlu stöðu, sem
1. fiðluleikari i filharmónisku
hljómsveitinni. Vitanlega sakn-
aði hann andlitanna á kunningj
unum sínum þarna i hópnum
og í nágrenninu. Þeir voru nú
„horfnir", og margir þeirra
þeirra komu aldrei aftur, en að
þvi er snerti hin hörmulegu
örlög þeirra var hann gleyminn
eins og barn. Hann hélt áfram
að spila í filharmonisku hljóm-
sveitinni. Hinn fagri tónleikur
töfraði áheyrendur hans. Þeir
voru alveg óvanir að heyra
svona tónleika. Þeir skildu þetta
eitthvað óljóst, en viðurkenndu
það ekki að fullu. Hin ömur-
legu örlög Israels blönduðust
tónunum-----
Háttsettur nazisti heyrði und-
iróm harmsins, sem Hermann
lagði i leik sinn, og svo spurði
hann eftir nafni þessa tónsnill-
ings. Jæja, svo að það var þá
hann. Bölvaður Gyðingur! Her-
mann fékk að leika lagið á
enda — það hefði ekki mælst
vel fyrir að stöðva svona leik
í miðju lagi. Hann tók ekki
eftir ískyggilegu mönnunum, er
eltu hann og skyggðu hann
þangað til hann kom heim. Eftir
á var Hermanni ómögulegt að
muna, hvað gerst hafði. Honum
var ýtt inn i bifreið, sem beið
við dyrnar, dýrgripurinn — fiðl-
an hans — tekin af honum þrátt
fyrir allar bænir hans — yfir-
Kúgaður, laminn með gúmmí-
kylfum i klefanum sínum, út-
ataður í blóði, sendur í hræði-
legar fangabúðir — afbrot hans
— samsæri gegn ríkinu! —
Heimilið upprætt, fiðlan van-
helguð. Hvað varð af henni?
Hvar var hún núna? Árangurs-
laust hafði hann grátbænt um,
að hún yrði ekki tekin frá sér,
— hann hafði beðið um að fá
að deyja, ef fiðlan hans blessuð
yrði grafin hjá honum. Þetta
var Stradivarius-fiðla, sem ekki
varð metin til peninga, og sem
afi hans hafði fengið hjá tón-
listarkennaranum sínum og síð-
an hafði hún gengið i arf. Nazi-
kvalararnir höfðu neytt Mer-
mann til að undirrita blað —
að hann fengi bestu meðferð,
það væri eintóm lygi að illa
væri .farið með Gyðinga.....
Fyrst í stað neitaði hann að
skrifa undir, en loks gat hann
ekki afborið kvalirnar lengur.
Og svo var hann útskúfaður
sem „brotajárn"! Loks höfðu
góðir menn orðið til að hjálpa
honum og nú var þetta heimili
hans — New York.
Þar var fólkið dásamlegt,
stórfenglega alúðlegt og ótrú-
lega hjálpsamt. Honum hafði
verið útvegað herbergi, nokkra
nemendur hafði hann fengið,
atvinnu í hljómsveit á kaffihúsi,
sem hann varð þó að segja
lausri eftir nokkra hrið vegna
þess hve afkáraleg lög hann
varð að spila. Það sár gréri þó
smátt og smátt. En það sem
honum sárnaði mest var hve
fiðlan sem hann hafði var léleg.
Hann keypti hana upp á afborg-
anir. Hún hafði enga sál! Stradi-
variusinn hans hafði þekkt
skapbrigði hans og hagaði sér i
samræmi við þau. Gamla fiðl-
an hans, kunningi hans og vin-
ur — hvað höfðu þeir gert við
hana, þorpararnir? Og nú hafði
hann fundið hana aftur i upp-
boðsskálanum. Fiðlan var æf,
fjúkandi reið yfir vanmætti
fórnarlambanna. Hann gat ekki
fundið að þetta væri neinn upp-
boðsskáli, hann var aftur kom-
inn i filharmónisku hljómsveit-
ina, hér voru hans kæru lands-
menn staddir. Þetta með fang-
elsunina, fangaklefann og fanga-
vistina, var ekki annað en vond-
ur draumur — martröð. Já,
áreiðanlega ekki annað en mar-
tröð. Ófreskjurnar, sem höfðu
kvalið hann voru verur úr Nifl-
ungaheimi, þær höfðu aðeins
verið til í draumheimum hans.
Meðan hann var að spila leit
hann á úlfliðina á sér og sá
djúpu rákirnar, sem höfðu mót-
ast þar þegar hann var hengdur
upp á höndunum.
Jú, þetta var satt, þrátt fyrir
allt —allt of satt. Og svo spil-
aði hann áfram og áfram, hann
herti sóknina eins og veiðimað-
ur á eftir bráð sinni. Það fór
hrollur um áheyrendurna, það
þurfti ekki mikið hugmynda-
flug til þess að gera sér glögga
mynd af óumræðilegri skelf-
ingu. Þarna var þjóð sem stundi
undir miklu þyngra oki en þeir,
sem herleiddir voru í Babylon.
Babylon hafði aldrei farið nærri
þvi eins illa og hrottalega með
þrælana sína. Hermann túlkaði
þetta og áheyrendurnir skildu.
Annarleg þögn ríkti í uppboðs-
skálanum. Þeir horfðu hver á
annan þessir kaupahéðnar þar.
Þó að þeir væru smásálir þá
var þó i þeim sál, sem hlaut
að hrærast yfir þessari aðdá-
anlegu túlkun. .... Kvenfólkið
strauk tár af augunum, og karl-
mennírnir reyndu að hósta til
að verjast hughrifunum. Hug-
boð Hermanns haf ði ekki brugð-
ist honum. Þetta var hans
Stradivarius, hans eigið uppá-
hald, sem hafði verið hrifsað
af honum þegar hann var fang-
elsaður, og fleygt í ruslabing-
inn af þöngulhausum þýsku