Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 4
FÁLKINN 4 . Casino, spilabankinn frægi í Monle Carlo. Þangað hafa fáir sótt gœfii en margir böl. Monaco á sér fræga sögu. Þó að íbúar Monaco hafi aldrei verið nema nokkur þúsund, hef- ir þessi dvergþjóð hvað eftir ann- að getað lirist af sér ok voldugra nágranna og lier og floti Monaco sigrast á ofurefli liðs. Og vold- ug'ir þjóðhöfðingjar í Evrópu hafa livað eftir annað notið hjálpar fui’stanna á klettinum í Monaco, sem liafa hafl úrslita- orðið i viðureigninni. Þjóðhöfðinginn í Monaco er fursti, sem kominn er af liinni ævagömlu aðalsætt Grimaldi, er fékk Monaco að léni á 14. öld, eftir að ættin hafði lengi gegnt þýðingarmiklum emhættum i Monaco. En fullvalda varð fursla dæmið árið 1500. Þegar Honoré II. var furs.fi árið 1641 lenti Mon- aco undir yfirráðuni Frakka. Og 1791 sameinaðist Monaco Frakk- landi, en Grimaldi-ættin fékk það aftur 1817. Meðal liinna kunnairi fursta í Monaco var Albert I. sem tók við af föður sínum Carl III. og sem dó 1922. MONACO - OG SPILAVÍTID f MONTE CARLO VBÐ STRÖND Miðjarðar- liafsins milli frönsku bæj- anna Nizza og Mentone rísa tveir höfðar við sjó fram, ásamt mjórri strandræmu, 3Yz kílómetra langri mynda þeir furstadæmið Monaco. Þetta litla ríki er l1/^ ferkm. að stærð og hefir nálægt 26.000 íbúa. — Höfuðstaðurinn Monaco, sem líka er biskupssetur, hefir 2100 íbúa og hinir tveir bæirnir í furstadæminu, La Condamine og Monte Carlo hafa 11.800 og 11.000 íbúa. Höfuðstaðurinn Monaco ligg- ur á fallegum stað, á 65 metra háu felli með bröttum ásum og rikum gróðri. Þar stendur hin mikla furstahöll, dómkirkjan, stjórnarráðshúsið og fremst á fellinu haffræðisafnið, sem var vígt 1910 og inniheldur m. a. afarstórt bókasafn og fullkom- in söfn lifandi fiska í glerkist- um (akvaria). Höfnin er í á- gætu skjóli bak við Monaco- fellið, en fyrir innan hana er bærinn La Condamine með ríkulegum verslunum, skraut- legum einkaíbúðum og ágætum baðstöðum. En á fellinu fyxár norðan er Monte Carlo, hinn frægi skemti- ferðabær og dvalarstaður auð- kýfinga og ævintýramanna — lúxusbærinn alræmdi. Miðdep- ill bæjarins er spilavítið, eða Casinóið, listasafnsliúsið mikla með tilheyrandi hljómleikasal, hin íburðarmiklu haðhús með allskonar heitum böðum og mörg stór lúxushótel. Hvei'gi er náttúrufegurð við Rivierann meiri en í Monte Carlo. Og þangað koma í meðalári um 200 þúsund gestir. Hreint loftið, blátt hafið, fal- leg fellin og hið frjósama jurta- hf hjálpast að því að gei’a þenn- an stað sannkallaða Paradís. Þarna vaxa appelsínur, sítrónur og olífur; ilmvatnaframleiðsla og líkjöragerð eru einnig iðja, sem margir stunda. Monegassarnir, en svo eru í- búarnir í Monaco nefndir, eru fallegt fölk, vel limað og með hrafnsvart hár. Það er að segja þeir upprunalegu. Þeir eru bæði af frönskum og ítölskum upp- runa og tala bæði frönsku og ítölsku. Þeir borga enga skatta og hafa flestir atvinnu við spila- bankann eða gistihúsið og lifa á makkaróni, lcálfsgörnum, æti- sveppum, fiski og víni. Kven- fólkið er bráðþroska og verður snemma gildvaxið, en augun í stúlkunum eru falleg og flauel- svört. Börnin eru oft bláeygð og Ijóshærð. Vilji maður sjá hina sönnu Monegassa í réttri mynd er best að fara til Beausolei, en þar er sá bæjarhluti Monte Carlo, sem liggur innan Frakklands. Þar situr fólkið þjappað saman í litlum kaffilxúsum, sem eru við allar götur. í aðalgötunni i Beausolei eru að meðaltali 7 kaffihús á hverjum 50 metrum götunnar. Þar sitja Monegass- arnir yfir vín- eða ölglasi og ræða um lífið og Monte Cai’lo frá allt öðru sjónarmiði en gest- irnir i spilavítinu. En i bæjar- hlutanum Monaco-Ville er ekki eitt einasta gistihús eða matsölu- hús heldur aðeins eitt lítið kaffi- hús, við Rue de l’Eglise. Hinir „hreinu“ Monegassar, þ. e. a. s. þeir, sem eru óblandaðir, halda fast við siði feði’a sinna og tala ekki blendingsmál. Þessi bæjar- hluti hefir lialdið sínum upp- runalega svip og það er eins og allur gestagangurinn í Monte Carlo hafi engin áhrif haft á fólkið i Monaco-Ville. Monegassai’inn er löghlýðinn borgari, en að því leyti er hann líkur ítölum og Frökkum, að hann þolir ekki neina íhlutun í persónulegt frelsi sitt. Búðirnar eru að jafnaði lokaðar um mat- artímann, því að fjölskyldan vill matast öll samtímis og hafa langt matarhlé. En svo opna þær aftur á kvöldin. Og það er eng- inn greinarmunur gerður á virk- um dögum og sunnudögum hvað búðarlokun snertir. Hann varð frægur meðal vís- indamanna fyrir rannsóknir sín- ar á jurtalífi hafsins og fyi’ir að koma upp hafrannsóknar- stofnuninni miklu, sem er mið- stöð hafrannsóknamanna úr öll- um löndum Evi’ópu. Hann stjórn- aði bæði hafrannsóknastöðinni i París og hafrannsóknasafninu í Monaco. Eftirmaður hans var Lúðvík II. sem áður liafði verið lxei’shöfðingi í her Frakka. En erfingi lians að furstadæminu er Charlotte kjördóttir lians, hertog- ynja af Valentinois, sem er gift Pierre de Polignac greifa, prinsi af Monaco. Spilabankinn. Eftir að bæirnir Mentone og Roquebi’une urðu franskir varð riki hins þáverandi fursta, Carls III. sem ríkti i Monaco 1856 - ’89 elcki nema IV2 ferkílómetri, nfl. gamli bærinn Monaco og nokk- ur liús með görðum í Conda- rnine og svolítil hagbeit á „le Spelugues“. Til þess að rétta við fjárhag furstadæmisins, sem var mjög bágur, seldi hann Aubert nokkrum, fyi’rverandi ritstjóra blaðsins „Chai’ivari“ einkaleyfi til að reka spilabanka í Villa Bellevue, ofurlitlu húsi i Conda- mine. En spilabankinn bar sig ekki og nú urðu eigendaskifti að honum. Nýi eigandinn, Dubal nokkur, flutti bankann i stærra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.