Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 hús, sem nú er setuliðsskáli í Monaco-Ville. Eftir að þessi eig- andi var farinn á hausinn fékk 4» M. Lefebvre sérleyfið. Hann setti upp spilavíti í Villa Garborini, rétt við stjórnarráðshúsið. Carl III. sá þegar í öndverðu að ef spilabankinn ætti að geta orðið gróðalind, yrði að flytja liann á fallegan stað, þar sem rúm væri fyrir lúxusgistiliús, fallega garða og annað sem aug- að girntist. Var því afráðið að reisa glæsilega höll fyrir spila- vítið og var Albert erfðaprins, sem þá var barn að aldri, látinn leggja hornsteininn að henni. llöllin kostaði vitanlega of fjár, og sjóður bankans var tæmdur þegar Lefebvre fékk heimsókn manns, sem kynnti sig og sagðist lieita Francois Blanc, og vera eigandi hins fræga spilavítis í Homburg í Hessen-Nassau. „Eg býð yður 1.700.000 franka fyrir sérlevfi yðar,“ sagði þessi litli gestur, „en þér verðið að liafa svarað af eða á áður en skipið fer til Nizza síðdegis í dag!“ Lefehvre * hugsaði málið um stund og afréð að ganga að boð- inu. Svo fóru þeir báðir tveir á fund furstans, sem vissi deili á Blanc og að liann var mikil aflakló. Og hann samþiykkti eig- enrdaskiptin strax. Blanc hafði ekki gerl tilhoð sitt af því að liann vissi að Le- febvre væri í kreppu, heldur hafði hann séð að þarna var hægt að græða peninga, og hins- vegar hafði það lagst i hann, að innan skamms yrði hann að leggja niður spilahankann í Homburg, enda kom það á dág- inn. Daginn eftir stofnaði bann svo nýtt hlutafélag með löngu nafni, nfl. „Le Société Anonyme des Bains de Mer et du Cercle des Étrangers á Monaco“. — Einn af fyrstu hluthöfunum var maður er nokkru síðar varð páfi undir nafninu Leo XIII. En hann var þá lcardínáli. Nú tók Francois Blanc til ó- spilltra málanna með dæmafárri framsýni og dugnaði. Spilabanki Lefebvre var rifinh til grunna og í staðinn reist bygging, sem þótti gimsteinn á þeim tímum, og sem stendur enn, þó að bæði hafi verið bætt við liana og henni breytt að ýmsu leyti. Um- bverfis höllina var gerður ljóm- andi fallegur skrúðgarður og kringum þessa stofnun risu nú upp minni skrauthýsi, gistihús og einbýlishús. Og á bagbeitar- klettinum „les Spelugues“ reis nú upp nýtísku bær, Monte Carlo — Karls-f jall. Blanc dó árið 1877, en Camille sonur hans varð þá forstjóri fyrirtækisins og sat i þeirri stöðu i 45 ár. Siðan hefir sérstök nefnd stjórnað spilabank- anum. Starfslið spilabankans er um 3000 manns. Þar eru forstjórar, undirforstjórar, fulltrúar, ritar- ar, umsjónarmenn, einkennis- búnir varðstjórar og leynilög- reglumenn — en þá síðastnefndu þekkja ekki nema fáir útvaldir. Þegar maður kemur sem gestur í þessa stofnun er manni vísað á „kommissariatið“. Þar sýnir maður vegabréfið sitt, fær — oftast nær — aðgöngumiða og borgar gjaldið, og eftir það get- ur maður farið sinna ferða um spilabankann. Og livar sem mað- ur fer á þessum slóðum verður maður þess áskynja, að það er haft gát á manni. Lögi'eglan verður nefnilega að hafa vak- andi auga á öllum þeim, sem hafast þarna við, og ekki síst á vissri tegund kvenna, sem eigi fá að leika of lausum liala. Starfsmenn spilabankanna sjálfra, fyrst og fremst croupier- arnir, eru undir eftirliti leyni- lögreglumanna, sem 'þeir vita eikkert hverjir eru*. Annars er það mjög sjaldgæft að croupier sé staðinn að nokkru refsiverðu, þó að hann taki á hverjum diegi við uppliæðum, sem nemi hundr- uðum þúsunda, og borgi að heita má jafnmikið út. Ef einhver spilarinn, sem ekki virðist vera vel fjáður, er í ó- heppni lengi, fær hann vinsam- lega áminningu um að steypa sér elcki í voða. Og ef hann gegnir ekki þessari aðvörun þá er aðgöngumiði hans tekinn af honum. Lögreglan hefir nefni- lega þá skyldu, að neita þeim mönnum aðgang að spilasölun- um, sem ekki mega spila eða hafa ekki efni á að spila. 1 fyrr- nefnda flokknum eru allir Mone- gassar og útlendingar sem eiga fast heimili i Monaco og allir embættismenn og starfsmenn í franska amtinu Alpes Maritimes, sem liggm- næst spilavítinu, all- ir umboðsmenn, sem hætta er á að freistist til að nota fé er þeir liafa undir höndum frá öðrum, til þess að reyna gæfuna, og allir fátældr menn. Það kemur ósjaldan fyrir að spilari verður „decove“ — rú- inn — og þá fær bann „viatiqueá eða rentulaust lán, en þó ekki i peningum heldur farmiða heim til sín og ávísun fyrir gistihúsi og mat á leiðinni. En ekki er hirt um að innlieimta þetta lán nema því aðeins að sami maður vilji fá aðgang að spilabankan- um siðar. Gestirnir í Monte Carlo eru af öllum kynþáttum, þjóðum, trú- málaflokkum, atvinnustéttum — frá indverskum furstum til mið- evrópeiskra hótelsvindlara. Spilasalirnir eru í tveimur byggingum, nefnilega í Casino- inu sjálfu og í Sporting Club, en þar bafa ekki aðgang nema þeir, sem eru meðlimir þekktra klúbba. En í sjálfu Casino-spila- vítinu — er líka sérstakur stað- ur, „Cercle privé“, sem borga verður aðgangseyri að sérstalc- lega. Þessi spil eru spiluð: „Tren- te et Quarante", sem líka er kall- að „Svart og rautt“, „RouIette“ og „Baccara“. „Baccara“ ef spil- að á vetrum í Sporting Club og er það spil, sem auðmennirnir hafa mestar mætur á. Spilamennirnir spila eins og ástfanginn maður elskar og allcó- holisti drelckur — af nauðsyn, blint og undir yfirráðum óstjórn- legrar fiknar. Og livað er spilið annað en það að hrúga saman í einu vet- fangi því, sem maður hefir þráð lengi, segir Anatole France. — Spilið er einvígi við örlögin. Það er Jakob, sem berst við eng- ilinn, það er samningur Faust við djöfulinn. Það er spilað um peninga. Ivannske gefur spilið, sem slegið er upp, eða kúlan sem endasendist á kringlunni spilaranum það, sem hann þráir. Spilið gefur og tekur. Það er þögult og blint. Spilið getur allt. Það er goð. Það á sína dýrkend- ur, sem elska það sjálfs þess vegna. Ekki fyrir það sem það lofar. Ef það gerir spilarann öreiga þá kennir bann sjálfum sér um en ekki spilinu. Eg spil- aði vitlaust, segir hann og sakar sjálfan sig um allt.... Lífi svallarans má oft skifta í þrjá kafla. Á þeim fyrsta tign- ar hann Venus, öðrum Bakkus og þriðja slembilukkuna. Spilið er fyrst og fremst ástríða þeirra fullorðnu — ekki síst fullorð- inna lcvenna. Sá, sem í fyrsta sinn sér ve- sæla, kengbogna menn og konur, sem staulast við staf eða hækju, eða eru leiddir af lijálpsömu fólki inn í spilavítið, heldur að hann sé kominn á sjúkrahæli. Maður sér einkennilega sjón ef maður kemur inn í spilavítið nokkrum mínútum fyrir klukk- an tiu. Við hverjar dyr að spila- salnum stendur löng kös af körl- um og konum, sem bíður þeirr- ar mínútu að geta fengið sér stað við spilaborðið. Timinn er dýrmætur, því að salurinn er ekki opinn nema — 14 tíma! í þessum þungbúnu, sljóvu and- litum er ómögulegt að sjá neina tilhlökkun eftir æfintýrinu, sem framundan ei' — það er eins og fólkið ætli að fara að gegna leiðinlegu skyldustarfi, sem ó- mögulegt sé að komast hjá. Það tekur talsverðan tíma að gera sér ljóst liverskonar fólk þetta sé, sem situr þarna kring- um borðið. Allir eru svo alvar- legir og hátíðlegir en þykjast vera glaðlegir. Enginn opnar munninn. Allir eru að skrifa eitt- hvað hjá sér. Þarna situr kona á sjötugs- aldi’i, virðuleg og skrautbúin. Hún talar aldrei við neinn, hvorki i spilasalnum né á gisti- húsinu. Hún spilar ofur rólcga, talsvert hátt, vinnur og tapar án þess að breyta svip. Henni virðist standa alveg á sama um allt. Hverju er hún að reyna að gleyma? Við annað borð sitja margar konur, sem teljast til „gömlu fylkingarinnar“. Þær eiga heima i Mentone eða Nizza og koma að morgni en fara heim aftur að kvöldi. Þetta liafa þær gei't í mörg ár. Spilið er eina áhuga- mál þeirra í veröldinni og eina tekjugrein þeirra flestra. Þær spila mjög varlega, leggja máske Framhald á bls. 11. O Spilasalurinn er sópaður að morgni, áður en bgrjað er að spila. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.