Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 KROSSGÁTA NR. 616 Lárétt skýring: 1. Réttur, 6. húsgögn, 12. stólpa, 13. málspartar, 15. ósamstæðir, 16. ræfill, 18. ílátið, 19. fangamark, 20. ættingja, 22. steigst, 24. ekki beint, 25. röð, 27. sullið, 28. verð, 29. stilla, 31. kyrr, 32. sjaldgæfa, 33. endir útl., 35. hljómar, 36. hál, 38. býli, 39. grunir, 42. vanir, 44. gin, 46. fenna, 48. tvílar, 49. kona, 51. tón, 52. sonur, 53. ungviði, 55. á frakka, 56. fangamark, 57. flugbát- ur, 58. samtals, 60. ósamstæðir, 61. sjá eftir, 63. ýttir, 65. í hvert skipti, 66. svifið. Lóörétt skýring: 1. Merki, 2. ósamstæðir, 3. svað, 4. raun, 5. borðvið, 7. vanið, 8. vit- skertar, 9. mjúk, 10. verkfæri, 11. fært úr skorðum, 12. vinna, 14. fálm- ar, 17. ólireinkar, 18. livíldist, 21. efni, 23. lyfsala, 24. hreinn, 26. heiðraðir, 28. fuglinn, 30. peningar, 32. mannsnafn, 34. forsetning, 35. úrþvætti, 37. gælunafn, 38. hljómar, 40. tóbak, 41. bragðlitlir, 43. t. d. kjöts, 44. liljóða, 45. ör, 47. ósagt, 49. fyrir dyrum, 50. næturklúbbur, 53. bundið, 54. súrefni, útl. 57. sár, 59. hvíldist. 62. fangamark, 64. ó- samstæðir. ***** Refur í klæðaskápnum. Norskur bóndi fékk óvænta heimsókn eitt kvöldið er hann var að hátta. í dimmunni sá liann hvar glórði í augun á einhverju kvikindi og hélt fyrst að þetta væri köttur. En það var refur, og undir eins og hann varð mannsins var þaut hann — inn i klæðaskáp. þar tókst bónda að veiða rebba, og síðan lætur hann dyrnar standa i hálfa gátt á nótt- inni — i von um betri veiði. — Ekki að halda neitt, Gerk. Akið þér bara áfram! Bifreiðin sveigði á tveim hjólum inn á Broadway. Hún snerti hjólhlífarnar á stór- um, svörtum bíl, sem kom á móti þeim á miðri götunni. — Hvert í heitasta! tautaði Gerk. Minni bifreið kom svo sem hundrað metrum á eftir stóra vagninum. Hún ók ljósalaust. — Sáuð þér þessa, lautinant? — Já, fari hún til fjandans! — Ellefu mínútur, tautaði hann. Hann grunaði ekki þá, að hann ætti bráð- lega að komast að raun um, að margt getur skeð á ellefu mínútum. VI. Fyrir utan „Hálfmánann“ í dimmum ganginum stóðu félagarnir tveir og hleruðu við dyrnar. Ekki heyrðist nokkurt hljóð utan af götunni. Haukurinn drap þrjú högg á dyrnar, þrjú stutt og þétt liögg. Þeir lilustuðu og heyrðu nú að þetta merki var endurtekið fyrir utan. Það marraði í læsingunni er lyklinum var snúið, og svo mjakaðist hurðin frá stöf- um, en aðeins nokkra sentimetra. Hár maður i skósíðum einkennisfrakka sást i gættinni. — Sarge! — Allt í lagi, Mulkey. Littu ekki kring- um þig. „Húsbóndinn,, er hérna. Sarge vék til hliðar svo að Haukurinn gæti lcomist fram í gættina. — Við höfum nauman tíma til stefnu, sagði hann. — Hér er allt til reiðu, sagði sá sem úti var. Hann hafði staðnæmst þannig, að ekki var hægt að sjá frá götunni að dyrn- ar væru opnar. Það varð ekki annað séð en hann stæði kyrr á verðinum. Það lagði raka þoku á móti Hauknum í gegnum gættina. En þokan var eigi þétt- ari en svo, að vel var hægt að sjá húsin fyrir liandan götuna. — Þú heyrðir merkið frá Kolnik? spurði hann. — Þeir halda að þeir hafi náð okk- ur í gildru. En hvernig er því háttað með bifreiðaverkstæðið. Eru dyrnar opnar? — Nei, þær eru lokaðar, en ég hefi séð ljós þar inni. — Hve lengi hefir þú staðið hérna? — 1 tvo tíma. Mér gekk ágætlega með varðmanninn. Eg lamdi hann á hnakkann með kylfunni, svo að hann sofnaði. Og bílstjórinn fór á burt með hann undir eins og ég hafði náð í frakkann hans og húf- una og fært mig í skrúðann. — Hafa nokkrir komið hingað annars? — Það kom náungi út úr bílaverkstæð- inu áðan. Hann heilsaði mér og' ég lieils- aði á móti, og svo fór hann inn í port hinumegin við götuna. Allir gestirnir, sem hafa komið út héðan, hafa ekið burt. Nema kona og tveir karlmenn, sem komu út fyrir skömmu. Þau náðu í vagn, en námu svo staðar við sjötta hús héðan. Vagninn stendur þar ennþá. Konan og mennirnir tveir fóru inn í port þar, og lconan hefir tvívegis komið út til að tala við bílstjórann. Haukurinn skildi. Þessir þremenning- ar mundu vera að bíða eftir honum. Það var einstefnuakstur vestur á bóginn í þeirri götu, til liægri við 7. breiðgötu. Þau gerðu sjálfsagt ráð fyrir að hann kæmi gangandi, þvi að erfitt mundi verða að fá leiguvagn þarna. Og svo höfðu þau kannske líka tekið eftir litlu gráu bif- reiðinni, sem stóð við hina gangstéttina, nær 6. breiðstræti. Bæði hann og Sarge höfðu lykil að þeirri bifreið. — Er gatan auð að öðru leyti? — Aldi’ei dauð. Það er svo framorðið. — Þá er best að við hypjum okkur. Það voru ekki liðnar nema fimm mín- útur síðan Haulcurinn hafði læst Kolnilc inni í hans eigin veitingahúsi, en það gat liafa orðið nógu langt. Gestgjafinn gat feng- ið hjálp á hverri studu. — Eg geng áleiðis að 7. breiðgötu, held mig á gangstéttinni og fer hægt, sagði hann. — Mulkey kemur tiu skrefum á eftir mér og gengur fast upp að húsröð- inni. En þér, Sarge, standið hérna um stund, og hafið gát á mannnum, sem Mulkey sá fara inn í portið þarna fyrir handan. — En þau í fyrirsátinni geta skotið yður niður aftan frá? sagði Sarge. — Eg geri ekki ráð fyrir að hér verði nein skotvopnanotkunn. Þau fara varla að hleypa öllu í uppnám fyrr en þau liafa náð i mig og lieimtað af mér demantinn. Kvendið mun stöðva mig, og ég hefi ekk- ert á móti að koma inn í bifreiðina henn- ar ogi tala dálítið við hana. — Eg skal annast um fylgifiska lienn- ar, sagði Mulkey. — En ekki að skjóta! Og Sarge, þegar við erum komin að vagninum þá takið þér minn bíl og eltið okkur. Sarge þrýsti að handlegg „húsbóndans" og Haukurinn skildi livað undir því bjó. Sarge skildi lika hevrsvegna liann átti að vera eftir við dyrnar í stað þess að fara með „húsbóndanum“. Mulkey mundi ekki vekja neina athygli, þvi að hann var i lögreglubúningi. Hitt var öllu líldegra að að þremenningarnir mundu leita á náð- ir hans um hjálp. Haukurinn smeygði sér út úr gættinni og fór að labba niður götuna, með liendurn- ar í frakkavösunum. Þegar hann fór fram- hjá bílaverkstæðinu tók liann eftir að ljós var á glugganum vfir dyrunum. Hann hafði ekki farið nema fimmtiu metra þegar kona í loðkápu kom hröðum skrefum yfir götuna, að bifreið, sem stóð þar. Að öðru leyti var hvergi lífsmark að sjá. Konan nam staðar við hifreiðina og Haukurinn varð a!ð beygja ofurlítið til hægri til þess að komast framlijá henni. Hann leit forvitnislaust á hana en þeklcti strax að þarna var komin sú ljósgræna úr „Hálfmánanum“. Hún gekk í veg fyrir hann og tólc í frakkaermi hans: — Jæja, gæskan. Eg hefi verið að bíða eftir yður, sagði hún. — Það var fallega gert, sagði hann og horfði fast í augu henni. Honum var ljóst að þegar hún stöðvaði hann þá var það merki til bófana, sem með henni voru.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.