Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN KRISTIAN KRISTIANSEN! KJUKLINGARNIR NORSKUR maður hafði flutst inn í stofuna henn- ar Önnu-Stínu niður við sögunarmylluna. Hún liafði staðið auð 'síðan sögunarmyllan fór á hausinn eftir fyrri heims- styrjöldina, og bæði garðyrkju- mannsstrákurinn og hann Per- Olof á ferjunni höfðu hrotið heilann um, að ef þeir færu eitthvert kvöldið til Önnu-Stínu, og hún segði já.... Og liver veit nema það hafi verið fleiri, sem komu það i hug, að minnsta kosti viðvíkjandi stofunni. En nú höfðu þeir fengið langt nef. Því að Norðmaðurinn liafði leigt stofuna af sjálfum sýslu- manninum. Það vildi til að það var Stína sjálf, sem fylgdi honum niður í stofuna. Hún stóð úti i vor- sólinni og var að liengja upp kvöldþvottinn, og þá stóð mað- urinn allt í einu hjá henni. Hann var langur og renglulegur, fötin gauðslitin, andlitið sól- brunnið, en það var lítið og meinleysislegt, og augun eins og í fulgsunga. Og röddin liás og ryðguð. . Stína hélt fyrst að sér liefði misheyrst. Því að hvað átti þessi útlendingur að vilja nið- ur í tóma stofuna hennar. — Eg ætla að húa þar, skrækli hann. Og siðan, þegar liún hafði hent honum á götuna niður á milli berghleinanna, spurði hann hvort hann mundi geta fengið kepta mjólk á bænum. Og kartöflur, kartöflur! — Jó, það mundu verða ein- hver ráð með það, ef hann sjiyrði liúsmóðurina sagði Stína. Hann var með bakpoka, og í iiendinni hélt hann á öskju. En hann hafði ekki gengið mörg skref þegar fór að tísta í öskjunni. Hann sá að Stína hrökk við, þvi að litla smettið á honum varð að einu brosi. — Það eru kjúklingar, sagði hann. Kjúldingar! Stofan sneri andlitinu í suð- ur og bakið vissi upp að kletli. Gamalt grindverk var í kring- um svolítinn túnblett, og úthús- kofi i einu horninu. Grasið var þegar orðið eins og grænn krans kringum stofuna, en úti á sund- inu var ennþá is, sem var nú að bráðna í vorsólinni. Undir eins og liann kom inn fyrir grindina leysti hann utan af öskjunni og hleypti kjúkling- unum út. Það væri ekki ama- legt fyrir þá þarna i grasinu, hugsaði liann með sér. En þessir tiu, snöggu aumingjar stóðu hara og tístu og riðuðu á veikum löppunum. Tipp, tipp! lokkaði liann og fleygði hnefa af grási yíir þá. En þeir tístu bara. Stóðu þarna kyrrir og' nenntu ekki einu sinni að hrista slráin af bakinu á sér. Einn þeirra gat elcki staðið á löppun- um. Hann lagðist og skalf eins og honum væri kalt. Maðurinn lagðist á magann pg andaði á hann. Pipp, pipp, pipp! tísli hann. Hann vonaði að unginn væri þó ekki að drepast. Hann borgaði lieila krónu fyrir stykk- ið, meira að segja sænskar krón- ur. Inni í bænum voru tvær stof- ur, loftið þar inni var velrar- kalt, og þar var sætukenndur þefur af músaskít. I annari stof- unni var íyðguð eldavél og veggfast rúmstæði. Hin stofan var alveg tóm, hann lieyrði hljóðið af sínu eigin fótataki milli veggjanna. Svo ralc hann hausinn upp um lúkuna i loft- inu og sá þar öxi og skóflu, og hólfagrind úr tré, með rúmi fyrir 300 egg. Jæja, nú var um að gera að spjara sig. Fyrst var nú að lag- færa úthúsið, svo að hann gæti haft ungana þar. Svo reytti liann saman sinu til þess að hafa í rúmið sitt. Nóg var þarna af eldivið, það voru hrúgur af rekatimbri í fjörunni. Og svo yrði hann að hringja á rafstöð- ina til þess að fá straum. Þvi að bæði var það, að ekki var neitt gaman að sitja þarna í myrkrinu á kvöldin, en þó skifti það enn meira máli að fá rafmagn handa útungunar- vélinni. — Því það að reka hænsnarækt og kaupa dægur- gamla kjúklinga fyrir eina kr. stykkið — það gat aldrei lán- ast, enginn flóttamaður gat lif- að af því. Hann smíðaði útung- unarvélarnar sjálfur. Þrjár kist- ur, með einum raflampa hverja, til að ylja. Eftir þrjár vikur átti hann 119 unga, auk þeirra, sem liann hafði komið með i pappa- öskjunni. Þeir voru nú farnir að stækka og komu hlaupandi á móti honum eins og strútar í hvert skifti sem liann kom út. En var ekki einmanalegt hjá honum þarna niðri í stofunni? Það spurði hann að þvi fólkið uppi í bænurn eitt kvöldið, þeg- ar hann kom að sækja mjólkur- líterinn sinn. Ilann svaraði því til, að liann hefði að svo stöddu ekki liaft neinn tíma til að láta sér leiðast. En svo þegar hann var kom- inn niður í stofuna aftur og hafði helt mjólkinni i skál niðri i kjallaralrolunni, fór liann að liugsa um |ressi orð. Hann var skelfing einmana. Hversvegna kom aldrei neinn til lians? Pyr- ir utan grindina lá stigur -— en hversvegna gekk aldrei nokk ur maður þann stig? Það hefði ekki verið amalegt fyrir Stínu að ganga þarna á kvöldin eftir vinnu, að létta sér dálítið upp eftir þvottana og þrældóminn! En þennan mánuð sem hann hafði átt heima þarna, hafði hann ekki séð nokkra lifandi sál ganga þar lijá. Ekki nokkra lifandi veru. Hann hafði ekki séð neitt lifandi nema kjúk- lingana 119. — Það var eilthvert óþol í honum þetta kvöld. Hann var á sífelldum fyrirgangi og horfði óþreyjufullur upp á berg- kollana, eins og hann byggist við að einliver mundi koma. Annars var andkalt í kvöld. Það mundi fara að breyta um veður. Stína mundi ekki fara neitt út í kvöld. Hann fór og gægðist inn til unganna sinna áður en liann fór að liátta. í rökkrinu sá liann ekki annað en stóran, loðinn linoðra, lengst inni i liorni. Þeir höfðu lmappað sig, saman þar, til þess að lialda betur á sér liita. Þegar leið á nóttina vaknaði hann við að hann skalf af kulda. Attin hafði gengið i austur, og austanáttin drepur Vorið, segja Svíar. Yindurinn kom frá rek- ísnnm norður í Botnavík. Ilann gróf sig niður i lieyið og hugs- aði um kjúklingana. Hann liafði lengi liugsað sér a,ð setja ofn inn til þeirra, en það hafði ekki komist lengra. En þeir mundn hnipra sig betur saman og balda á sér liitanum, vonaði hann. Þegar fór að birta af degi gal hann ekki legið lengur. Það hafði snjóað — livit snjó- breiða alveg niður að svörtu vatninu. Ilonum var svo kalt að hann skalf, þegar hann liljóp út til kjúklinganna. Þeir lágu enn í stórum, kringlóttum haug, lágu og tístu og kvein- uðu í svefni. Hann stóð þarna um stund og' vorkenndi þeim, þangað til angistin greip liann og liann lagðist á lmé við hrúg- una, og fór að tína þá hvern frá öðrum. Þeir skulfu af kulda en voru lifandi og börmuðu sér. Jú, víst voru þeir lifandi, en þeir urðu votari og votari því lengra sem kom ofan í hrúguna. Votari og kaldari. — En svo má lengi vona, sem vott- ur er lífs, liugsaði hann. — Þangað til að hann lcom að þeim neðstu og hendurnar grófu upp* stirnaða og dauða unga, sem höfðu marist i hel og kaf'n- að undir hinum. Þeim varð ekki við hjálp- andi. Hann tók þá á skóflu og' fór með þá út og þeytti þeim út í vatnið. Þeir ílutu burt á , bárunni, eins og votir snjó- hnoðrar. Á meðan skriðu hinir ung- arnir i hnapp aftur. Það byrj- aði svo meinleysislega með því að nokkrir lögðust liver upp að öðrum lil að lialda á sér hila. Svo komu aðrir og reyndu að skríða undir þá fyrstu og svo liækkaði hrúgan. Sumir skriðu undir, aðrir bröltu ofan á. Hann kom alveg mátulega til að dreifa þeim aftur. Svo hil- aði liann' múrsteina í eldavél- inni og bar út til þeirra. Ilann hélt vörð um þá allan daginn. Aldrei fór það svo að hún Stína kæmi ekki niður í stofu. Hún kom einn daginn og hafði með sér mjólkurlíterinn, þó að húsmóðir hennar hefði sagt, að það gæti hún sparað sér, ]jví að hann. þes'si Norðmaður mundi vist hypja sig á burt þegar kuldinn kæmi. Það voru liðnir þrír dagar síðan liann hafði komið heim á bæinn til að sækja mjólk. Hún stóð dálitla stund og svipaðist um kringum sig, þeg- ar hún kom inn fyrir grindina. Hún hafði þá víst haft rétt fyrir sér, liún húsmóðir hennar. — Þarna var hvergi lífsmark að sjá. Enginn reykur úr strompin-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.