Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 6
6 P Á L K IN N FRIDTIOF NANSEN René Ristelhueber, eiiui vinsœlasti sendiherra, sem Frakkur hafa haft í Oslo, varff síffar sendiherra í Kanada og gaf þar út einkar góffa bók um Fridtjof Nansen. Fer hér á eftir kafli úr þ.essari bók. T_TINN 8. október 1926 höfðu stúd- A- entar liins gamla skotska há- skóla Saint Andrews fjölmennt í hátíðarsalnum. Þangað átti að koma maður, sem þeim var forvitni á að sjá. — Hann átti að setja nýja há- skólamissirið með ræðu, sem ný- kjörinn heiðursforseti háskólans. — Það er gamall og góður siður í þessu landi erfðanna, að háskólar kjósi sér heiðursrektor. Árið áður hafði Rudyard Kipling liaft heiður- inn. En núna höfðu stúdentarnir kvatt útlending til, norskan mann, og nafn hans var í áliti hjá þeim. Þegar þeir sáu sterklegan mann koma inn, liáan, grannan með breið- ar axlir, urðu þeir ekki fyrir von- brigðum. Hann var að visu kominn yfir sextugt, en þessir ungu íþrótta- menn, sem höfðu vit á karlmenn- um, sáu að þetta var iþróttamaður, sem enn var með fullum þrótti. Langt andlitið var í umgerð, sem var nærri því hvít, og það var hrukkótt, en grá augun voru þrung- in af æsku. — Þar var sterkt sam- bland af þrótti og mildi. Þessi fall- egi roskni maður stafaði frá sér þrótti og ró. Einmitt þannig höfðu stúdentarnir liugsað sér hetju sina. Eftir að hafa litið vingjarnlega og ánægjulega yfir hópinn sagði gest- urinn: „Eg er að spyrja sjálfan mig hvernig ykkur hafi dottið í hug að gera mig að heiðursrektor. Er það af því að ungur maður, sem bar sama nafnið og ég, fór einu sinni norður í höf, löngu áður en þið fæddust? Eða af þvi að sama nafnið hefir á siðári árum verið bendlað við tilraunir til að iina þjáningar fólks?“ Og ræðumaður lauk máli sínu i glensi: „Eg hefi ekki gengið úr skugga um þetta, og það er leiðin- legt, því að þá vissi ég betur hvernig ég ætti að haga orðum minum.“ Fridtiof Nansen hafði rétt að mæla er hann talaði þannig um sjálfan sig. Hver skyldi hafa haldið að hinn djarfi heimskautakönnuður frá lokum 19. aldar og mannvinur- inn, sem eftir styrjöldina 1914-18 hjálpaði herföngum, flóttamönnum og hungruðu fólki, væri sami maður- inn? Ilann, sem geklc yfir Grænland á skiðum, liarphausinn, sem liætti lífinu i baráttunni við ísinn, væri sami mildi og mannúðlegi maður- inn, sem greipst af þjáningum sam- bræðra sinna og ákvað að hjálpa þeim? Að því er virðist er elcki golt að sameina þetta tvennskonar lund- arfar. Landkönnuðurinn og mann- vinurinn eru báðir aðdá'unarverðir, en Iilutverkin eru andstæð. Erfitt að hugsa sér að hvatirnar til hvors- tveggja séu til í sama manninum. Og þó, Fridtjof Nansen var hvort- tveggja — og svo nokkuð ennþá meira. Hann var einn af þeim fáu mönnum, sem eru fyrir utan það venjulega,^ sem hafa liaft þrótt til þess að sameina sterkan vilja og tilfinninganæmt hjarta, kalda skyn- semi og fjörugt hugarflug. Þessi óvenjulegi maður lifði þau merkilegu, máske einstæðu örlög að vera mannúðlegur æfintýramaður. Kraftar, sem hjá öðrum eru and- stæðir, voru í samræmi hjá honum. Hann sameinaði djúpa tilfinningu sterkum vilja, lifandi liugmyndaflugi og glöggu auga fyrir hinu smá- vægilega. Honum þótti gaman að treysta á fremsta, en eftir nána yfir- vegun. Hrifning lians olli honum aldrei þvi að hann missti tengslin við raunveruleikann. í liverju máli var liann í jafnvægi. Eins og Emil Ludvig komst réttilega að orði: „Tveir þræðir, sem liggja hver yfir annan mynduðu uppistöðuna í lífi hans. Hann var orðinn mannvinur á þrítugsaldri, en hann var eni/ æfintýramaður þegar hann var sjö- tugur.“ Það er auðvelt að finna fleiri andstæður: Þessi sldðakappi var dreymandi tilfinningamaður, þessi heilabrotamaður var skipulagsmaður, hinn mikli ættjarðarvinur var heims- borgari, hinn mikli stríðsmaður fórnaði sér fyrir málefni friðarins. Tíð sérgreiningarinnar liefir kennt okkur að sjá muninn á atvinnu- mönnunum, lika Hkamlega. Þessi lineigð gerir manni erfitt fyrir að hugsa sér vísindamann, sem yfirgef- ur bækur sínar til þess að fleygja sér í ískalt vatn til að elta liúðkeip- inn sinn, veðurbarinn og ósnyrtan heimskautakönnuð verða sendiherra i London, sjómann, sem ekki vílar fyrir sér að yfirgefa konu og börn til að lifa liættuleg æfintýri, verða gripinn af örlögum flóttamannanna. Hið merkilega líf hans er svo marg- vislegt að æfisaga hans byrjar eins og æfintýraleg skóldsaga og endar sem frásaga af líknarstofnun. Hinir tveir þræðir i æfi Nansens tvinnast saman til þess síðasta. — Árið 1928 er liann kosinn forseti í nýju félagi: Aeroarktik. Þrátt fyrir starfið, sem hann er að vinna fyrir Armeníumenn, byrjar hinn gamii könnuður undirbúning að þvi að fara með loftfari til Norðurpólsins. Þegar dauðinn kom að lionum á svölunum á Lysaker, 13. mai 1930, í byrjun norska vorsins, sem liann elskaði svo heitt, stífði hann væng- ina á hinum tvei'm síðustu draum- um hans: að endurreisa hrjáða þjóð og fljúga yfir Norðurpólinn. Sem hreinn fulltrúi hins fagra, ljósliærða og norræna kynstofns, jafn tengdur draumi sem starfi, var hann af stoltri og frjálsri ætt hinna norrænu sjómanna. En í stað þess að láta felmtrað fólk skjálfa var koma þessa nútípia víkings til Eystrasaltshafna eða Hellusunds tákn um björgun fyrir þá sem þjáðust. Ættjörð hans, sem var stolt yfir að hafa átt slíkan son, hélt veglega útför lians. Sjálfan þjóðhátíðardag- inn, 17. mai, fylgdi stórfengleg fylk- ing, einkanlega skipuð æskulýð og börnum, liinum mikla manni til grafar, manninum, sem gaf þjóð sinni og mannkyninu starf sitt að arfi. Hin siðferðilega arfleiðsluskrá hans til æskunnar var falin í ræð- unni til stúdentanna í Saint Andrew. Hinar gömlu, troðnu götur liggja ekki ó neinn áfangastað, sagði hann. Það er tími til kominn að finna ný lönd. Við höfum þörf fyrir ykkur, hina ungu, sem getið séð lilutina skýrt, með nýjum augum. Það er með ykkar eigin augum, en ekki fyrir reynslu annarra, sem þið finn- ið hinn eiginlega tilgang lífsins. Nansen (t. h.) i Englandi 1921, sem framkvœmda fulltrúi Alþjóffa- sambandsins, aff rœffa um útlaga- málin við Noel Baker. Veljið yður æfintýraþrána að leið- arljósi. Það er hún sem knýr okkur ófram á vegi þekkingarinnar. Það er hin dluarfulla þrá eftir þvi að gera eitthvað nýtt, sem er fyrsta skilyrðið til allra afreka. Hún gef- ur liuganum vængi og þekkir engin takmörk. Stóru viðburðirnir í heim- inum liafa verið háðir æfintýraþrá einstaklinga, sem gátu gripið tæki- færin. Segið ykkur sjálfum, að þið séuð einir af þeim. Allir erum við landkönnuðir, og lífið er æfintýri. Ó, æska, lauk liann máli sínu, nýjar eyjár, há fjöll, þéttir skógar liggja fram undan ykkur. Þið eigið léttan fót og frjálst lijarta. Þið cig- ið þá gleði að sjá dögunina rísa. Haldið af stað. Hafið trú, traust, brosið að hættunum. Áfráml Leið- in er kannske löng og erfið. En við höfum lieyrt hrópið, hrópið frá eyði- mörkinni. Látum olckur halda af ftað! Hafi ráð Fridtjofs Nansen verið freistandi fyrir æskuna, þá var for- dæmi lians það i enn rikara mæli. Þessi forvígismaður vísindanna, og mannúðlegrar samkenndar, hafði fært fram sannanir fyrir því, að þeim sem liefir kraftinn og viljann getur lífið orðið fagurt og göfugt æfintýr. jjc s|e i|e $ Jf: Baráttan við malaríuna. — Vestur- strönd Afríku hefir veriö nefnd ,,gröf hvíta mannsinsvegna malar- iuplágiinnar. Mikiff hefir áunnist í baráttunni viö þennan sjúkúdóm, en hann er þó ennþá þungur í skauti hvitum mönnum. Ilér sést ungur blá- maöur vera aö athuga lirfur malariu sýkilberans í smásjá, en sýkilberinn er malaríuflugan. Epson-brautin. Hin fagra vcffhlaupa- braut í Epson i Englandi varff fyrir sprengjum í styrjöldinni og eyffi- lagffist talsvert. Hér sést, hvar ver- iff er aö vinna aö endurbótum á brautinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.