Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Sérstæð aflraun. — Í7 ára gamall bóndasonur i Ameríku hefir gert það sér til gamans að Igfta lcálfi á hverjum einasta degi. frá fœðingu hans. Ilyggst hann þannig munu geta lift kálfinum, þegar hann er fullvaxinn. Hér sést hann Igfta kálf- inum í 85 skipti, og vegur hann þá 95 kg. Við fyrstu tilraunina vóg kálfnrinn 40 kg. — Slíkar tilraun- ir sem þessi munu hafa verið reynd- ar eitthvað hér á landi. Svona fór um sjóferð þá. — Fyrir nokkru rak feiknin öll af japönsk- um netakúlum á land við strendur Oregon-fylkis í Bandarikjunum. — Komið hefir i Ijós, að þœr eru af netum, sem lögð voru fyrir 7 árum. í óveðri, sem þá geisaði, slilnuðu kúlur og baujur af teinunum, og hafa þœr rekið 8.000 kilómetra leið á 7 árum, yfir þvert Kyrrahafið. — Myndin sgnir fólk tína kúlurnar á Oregon-ströndinni. Steinaldarlist. — / austanverðu Kyrra hafi liggur lítil eldfjallaeyja, Páska- eyjan, sem er þekkt einkum fyrir hinar ævagömlu höggmyndir úr steini, sem fundist hafa á víð og dreif í klettum eyjarinnar. Mikið af listaverkum þessum eru líkön af mannahöfðum, og er gerð margra þeirra mjög frumstæð, en þó bera þau vott um mikla steinaldarmenn- ingu, sem þ,arna lilýtur að hafa blómgast. STOKOWSKI hinn heimsfrœgi hljóm sveitarstjóri við Philadelpliiu sym- fóníuhljómsveitina. Fórnarlamb vísindanna. — Eitt hinna mörgu dýra, sem fórnað hefir verið á altari vísindanna, er þessi geii. Amerisku sjóliðarnir eru að fara með hana um borð í skip, sem síð- an flutti hana til Bikini, þar sem hún var höfð að tilraunadýri við atómsprengjutilraunirnar. Lengsa borð í heimi. — Bærinn Hutchinson i Kansas hélt i sumar hátíðlegt 75 ára afmæli sitt. Var mikið um dýrðir, og m. a. var smiðað 750 mctra langt borð, sem komið var fyrir á aðalgötu bæjarins, og voru þ.ar á boðstólum alls konar krœsingar, ■ sem hver málti gæða sér á eftir vild. Á myndinni sést mannfjöldinn við hið ótrúlega langa borð. Kjötkveðjuhátíð. — / kaþólskum löndum er það siður að fagna föst- unni með miklum gleðskap. Það er oftast sérstakur blær yfir há- tíðahöldum þessum, og ýms kynja- dýr eru mjög oft búin til, og siðan ekið um göturnar. — Þessi skritna skrúðganga fór við eitt slikt tæki- færi um götur Basel. Það eru flautu- leikarar með perulagaðar grimur. Kyssir föðurlandið. — Hér sést Gyð- ingur, sem hefir lifað hörmungar styrjaldarinnar sem flóttamaður i Evrópu. Nú er hann kominn til Palestinu og tengir miklar vonir við nýtt og betra lif. Hann fellur á kné og kyssir jörðina strax eftir land- gönguna. Augað, sem sér allt. — Auðvitað er risaskipið „Queen Elisabeth“ búið radartækjum, þesari dásamlegu upp- finningu, sem gerir kleift að sjá gegnum myrkur og þoku. Hér sést tækið á stjórnpallstoppi skipsins. Colorado-bjallan. — / sumar heyrð- ist það að versti óvinur kartöflu- jurtarinnar, Colorado-bjallan, hafði gert vart við sig í Slésvík og Hol- stein. Hún hefir fyrr sést i Evrópu, en þ,ó alltaf tekist að útrýma henni. Myndin sýfiir. kartöflujurt,. sem Colorado-bjallan hefir ráðist á. Einn- ig sést Colorado-bjalla og fullvaxin lirfa, báðar stækkaðar átta sinnum. Ghize í Egyptalandi hafa nú fengið óvænta samkeppni, þar sem olía nef- ir fundist í jörðu skammt frá þeim. Gífurháir borturnar rísa þarna nú hver á fætur öðrum og gera lítið úr hæð píramídanna. Barnamótorhjól. — Þótt mótorhjól þe'tla sé lítið, þó hefir það samt marga góða kosti. Það eyðir aðeins l'/i Hter af bensini á 100 kílómetr- um, og hraði þ.ess getur orðið 70 km. á klukkustund.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.