Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Guðni Guðjónsson, magister: í ÚTVERI VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf SKRADDARAÞANKAR Þessi árin hefir verið gert meira að því en nokkurntíma áður að friða skógarleifar og girða örfoka land til þess að verja það ágangi búfjár. Það hafa jafnframt verið sett lög um annarskonar friðun, sem miðar að því að varðveita ýms ein- kennileg fyrirbæri náttúrunnar og sögulegar menjar, og nefnd mun hafa verið skipuð fyrir nálægt ein- um áratug til þess að gera tillögur um þessi efni og skerast í leikinn gegn skemdarverkum á náttúrunni. Nokkuð hefir verið slarfað í anda þessa málefnis, að þvi ar fornmenj- arnar snertir. Skálinn á Keldum, er mun vera elsta bygging landsins að minnsta kosti sumt af honum — hefir verið friðaður, en að vísu er sú friðun hvorki fugl eða fiskur. Þingstaðurinn á Þingvöllum hefir verið friðaður fyrir öllu nema tóm- um flöskum og blikkdósum. Hauka- dalur við Geysi var friðaður fyrir atbeina útlends manns, og sömu- teiðis gamalt prestsetur i Skagafirði. í Reykjavík hverfa öll elstu mann- virki nú óðum í jörð undir malbik og stórhýsi, og má segja að þar brjóti nauðsyn lög. En eitthvað af gömlu kumböldunum, sem fyrir einni öld voru heldri manna bústað- ir, mætti eflaust varðveita, með því að flytja þau burt og setja þau niður á byggðasafni, sem væntan- lega verið stofnað innan skamms i nágrenni liöfuðstaðarins. Um náttúrufyrirbæri liefir ekkert verið hugsað. Hið gamalfræga Bene- ventum við Öskjuhlíð er liorfið, hellir Guðmundar ldkis og Batterí- ið sömuleiðis. Og núna á siðustu ár- um liefir eitt skemmtiiegasta nátt- úrufyrirbæri í grennd við Reykjavik verið g'ereyðilagt. Allir sem leið áttu framhjá Rrþiðhólum ráku í þá augun, cnda voru þeir einstakt sýnishorn af jarðeldasögu landsins og stungu i stúf við umhverfið. Nú er hæsti hóllinn horfinn, svo að ekki sjást nema útskefjarnar. Rauðhóiar eru nú dreifðir um götur og port Reykjavíkur og hafa átt öflugan þátt í að auka skóslit almennings, þvi að grjótið var likast og gengið væri á rasp. Rauðhóladæmið er víti, sem gagn- legt er til þess að varast það eftir- leiðis, og sýnir að sum lög hafa ekki tog. íslendingar þeir, sem eru lang- dvöluni erlendis, koma löndunum lieima oft kynlega fyrir sjónir. Marg- ir þeirra mótast að meira eða minna leyti af þeirri þjóð, sem þeir dvelja hjá og því umhverfi, sem þeir eru í, bæði í fasi, málfæri og hugsunar- hætti. Hefir það löngum þótt frami nokkur heima. Önnur tegund þessara manna er sú, sem verður íslenskari í útivistinni en þeir, sem heima eru. Þeir muna fjöllin á Fróni svo blá, fólkið svo gott og aðeins bestu end- urniinningarnar eru geymdar — hin- ar gleymdar. íslenskan þeirra verð- ur oft „íslenskari" en íslenskan heima, eða með öðrum orðum stirð og óeðlileg — forneskjuleg, hugsun- arháttur þeirra einlægur eða jafnvel barnalegur, að minnsta kosti gagn- vart öllu því, sem viðvíkur íslandi. Þessi tegund manna þótti hlægileg áður fyrr — mér dettur í hug Vestur- íslendingarnir. Það er því með liálf- um huga, að ég sendi kafla lieim úr lífi okkar útlaganna frá styrjaldar- árunum, en ég geri þó ráð fyrir, að liinar mjög svo auknu utanfarir Is- iendinga á siðari tímum hafi gert það að verkum, að gagnkvæmur skiiningur þessara samlanda liafi aukist. Að minnsta kosti urðum við siður en svo fyrir vonbrigðum, þeg- ar við kynntumst Nýja-íslandi eftir ófriðarlokin og unga kynslóðin virt- ist alveg hafa losað sig úr gömlum Idafaböndum og vera full af hjart- sýni. En það var ekki um þetta, sem ég ætlaði að rita. íslendingar þeir, sem styrjaldar- árin voru á meginlandi Evrópu, munu lengi minnast þess tíma fyr- ir ýmissa hluta sakir. Sumir voru mitt í orrahriðinni og áttu i vök að vcrjast, en flestir okkar voru betur settir og höfðu minna af ólát- unum að segja. En einangrunin frá Fróni var okkur öllum sameigin- leg og tiðum óbærileg. Þetta setti að vonum svip á félagslífið. Land- ar hér kynntust hver öðrum meir en venja var til, þvi að þeir sóttu miklu betur samkomur íslendinga, þótt ýms liöft, myrkvaðar götur og bann við þvi að vera úti á kvöld- in, gerðu öll fundahöld erfiðari. Hér í Höfn starfaði íslendinga- félagið og Stúdentafélagið af óvenju miklu fjöri, kvöldvökustarfsemi Stúdentafélagsins og útgáfa Fróns eru mörgum kunn, ný félög voru sett á stofn og má þar tilnefna Söngfélagið, Taflfélagið og Róðr- arfélagið. Eg skal ekki liér rekja starfsferil hinna ýmsu félaga, sem var með ágætum, aðeihs skal liér getið lítilsháttar þess félags, sem ef til vill mesta nýjabragðið var af, Róðrarfélagsins „Hekla“. Þeir, sem liafa komið hingað til Danmerkur að sumarlagi, ef til vill siglt inn Eyrarsund í björtu og stilltu veðri, munu seint gleyma þeirri fegurð, sem blasir við, þótt til starfa. elcki séu það fjöll, sem marka sjón- deildarliringinn. Grænir skógar og veglegar byggingar spegla sig í sjón- um frá báðum ströndum. Kynstur af allskonar bátum eru á sveimi í sundinu, kajakar, kappróðrabátar, venjulegir bátar og hvit segl — svo mörg, sem væru það öldutoppar — eru þanin út í golunni, því að allt- af er gola í Danmörku, þótt stillt sé veður. Það var því engin furða, þótt sjórinn freistaði í öllu tilhreytinga- leysinu. Þeir, sem fyrstir féllu fyrir þessari freistingu svo að gagni kæmi, voru þeir Bergur Jónsson, járn- Jón Helgason stórkaupmaour form. „Heklu“. smiðameistari; Hjörtur Þorsteinsson, verkfræðingur og Jón Helgason, stór- kaupmaður. Kölluðu þeir saman hóp manna, kvenna *og karla, til þess að skrafa um, hvað liægt væri að gera. Áhugann vantaði ekki en frekar fé, því að ekki verður farið liér félaus á sjó. Varð það úr, að við leituðum á náðir Færeyinga og Iiáð-. um þá ásjár. Róðrarfélag þeirra lieitir „Aldan“, og áttu þeir tvo tíæringa, sem þeir liöfðu J nausti út við Eyrarsund. Tóku þeir okkur opnum örmum og léðu okkur bát- ana tvö kvöld i viku, og var það óspart notað. Voru jafnan karlar á öðrum hátnum og konur á hin- um — sá var af sumum kallaður kvennafar, þvi að þa'ð þótti betri islenska en konubátur. Var það mjög eftirsótt staða að vera stýri- maður þar, því að ekki var neinni konu trúað fyrir slíkul Er skemmst frá þvi að segja, að sumarið var liðið, áður en við vissum af, og var þá liaft lokaball í naustinni fyrir þessi 30, sem höfðu stundað róðranna. Höfum við tekið með okkur matarbita, bjór og brenni- vin, og eftir stuttan róður var sest snæðingi í verbúðinni. Ekki má gleyma þvi, að þar var öllum veitt- ur klára riklingur, sem einn ágætur maður liafði liaft i fórum sinum sið- an fyrir strið, en þó fæðutegund hafði enginn okkar séð í 3 ár. Síð- an var stiginn dans fram á nótt undir dillandi harmónikumúsík. Þetta kvöld var stofnað róðrar- félag Islendinga i Höfn, sem hlaut Framh. á bls. H Tilbúnir Við róðraræfingu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.