Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Vesti með kringluhálsmáli Efni: 200 gr. þríþætt ullargarn. Prjónar: 2 prj. nr. 2og 2 prj. nr. 3. Fimm sokkaprjónar nr. 8. Prjón: Brugðið (1 sl. 1 br.). Slétt: (Slétt brugðið til baka). 20 1. á prjória-nr. 3 gjöra prjónið 7 cm. brcitt. BakiS: Fitja upp 130 1. á prj. nr. 2 og prjóna 10. cm. brugðið. Tak þá prjóna nr. 3 og prjóna slétt. Þegar komnir eru 35 cm. er byrjað á hantl- veginum. Byrja 4 næstu prjóna þannig að fella 7 1. af í byrjun hvers prjóns (102 1.). Prjóna þar til hand- vegurinn er 21 cm. Þá eru axlirnar prjónaðar þannig: Fell 10 ]. af í uppliafi hvers prjóns 6 fyrstu prjón- ana. Fell af 42 J. sem eftir eru í hálsmálinu. Framstykkið: Fitja upp 130 1. á prjóna nr. 2 og prjóna brugðið 10 cm. Prjóna svo slétt og auk út á fyrsta prjóni 12 1. þannig: Prjóna 52 1. auk út í hverri *—10 -M---- 16--H—10 -* 1. af næstu 12 lykkjum og prjóna svo prjóninn út (142 1.). Tak prjón nr. 3 og hald áfram þar til komnir eru 35 cm. Þá byrjar handvegurinn: Fell 6 1. af i byrjun Iivers prjóns 4 fyrstu prjónana og svo 1 1. þar til eftir eru 112 1. Prjóna þar til handvegurinn er orðinn 8 cm. þá byrjar liálsmálið þannig: Prjóna 47 ]. fær næstu 18 1. upp á band og prjóna svo liverja öxl (47 1.) íyrir sig. Tak úr á hverjum prjóni sem byrjar við hálsmálið, fyrstu 4 1., þá 3 ]. og aö lokum 1 1. á hvorum prjóni, liálsmegin þar til eftir eru 30 1. Fell af öxlinni í 3 lagi (10 1. í einu), þegar handvegurinn er orðinn 22 cm. Stykkin leggist niilli blautra dag- blaða og þurrkist svo. Tak svo upp lykkjurnar á baki og að framan og á öxlunum svo að þær verði í allt 140 lykkjur og prjóna brugðið (1 sl. 1 br.) 4% cm. Fell ekki af en brjót líninguna út á við og sauma hana niður við upptökin svo að hún verði *—jo-+ *—10-* tvöföld. Á handveginum skal taka upp 120 1. og prjóna 2 cm. breiðan bekk. Fell laust af, brugðið. Legg handveg og kraga milli blautra blaða jafna þau svo með höndunum og iát svo þorna. Sauma saman. KJÚKLINGARNIR. Framh. af bls. 9. ja. Hún hafði víst verið að hugsa eitthvað um það, en nú væri hún hætt við það, því að hún væri búin að eignast unnusta. — Unnusta? — Ja-á, hann Per-Olof á ferj- unni. Það var hami, sem hafði keypt útungunarvélarnar. Þá sneri hann sér liægt frá þeim og gekk inn. Hann varð að standa kyrr lengi, áður en hann gat hugsað í samhengi. Úti við grindina stóðu enn ýmsir kaupendur með kjúklingana sína. Og þar stóð hann líka, pilturinn, sem liafði keypt út- ungunarvélarnar. — Jœja, nú skildi hann liversvegna hún liafði alltaf verið á hlaupum þarna allan daginn. Honum varð litið upp á ldettana, og þá kom lnin lilaupandi þar aftur. Hann hrökk við og fór frá glugganum. En það var sama hvar hann stóð, hann lieyrði jafnt fyrir því, livað karlarnir voru að tala saman um og nú heyrði hann líka rödd Stínu. Hann stóð í dimmasta skotinu og hélt háðum höndum fyrir eyrun, en hann heyrði til lienn- ar samt. Hann heyrði líka að grind- inni var skellt. Kannske var hún að koma inn? Til þess að sjá livernig hann tæki þessu. Hvort hann væri orðinn rugl- aður.... Hann stóð og heyrði fótatakið færast nær, og allt í einu datt honum nokkuð i liug: Hvernig væri að hræða hana dálitið? Hvernig væri að látast vera orðinn brjálaður? Hann fleygði sér á gólfið með bakið að dyrunum og kross- lagði lappirnar og þeytli kring- um sig öllum seðlunum, sexlán hundruð og fimmtíu krónum í fimm og' tíu króna seðlum. Nú heyrði hann að gengið var inn í forstofuna. í sama bili og hún tólc í lás- inn þeytti hann öllum seðlun- um upp í loft, svo að þeim rigndi yfir hann eins og skæða- drífa,og um leið fór hann að kyrja ámátlegan negrasöng. — Hann tíndi seðlana saman hvað eftir annað og þeytti þeim upp í loft. Hoialaho! öskraði hann. Hann tók eftir að hurðin hafði verið opnuð, en hann heyrði ekkert hljóð. Hún mundi víst standa þarna og liorfa á hann, og hafa misst málið af undrun. Já, hún mátti það svo sem fyr- ir honum. Og enn hélt hann á- fram um stund að öskra og leika vitfirring. Loks leit hann við. Þar stóð maður. Gerókunn- ugur maður. Og spurði ótta- sleginn hvort hann hefði fleiri kjúklinga til sölu. MONACO. Frli. af bls. 5. 5 franka á rautt þegar svart liefir gefið vinning 5-6 sinnum. Falleg, prúðhúin dama, leggur mikið undir og tapar nærri því alltaf. Maðurinn hennar, fölgrár og órór, situr við hliðina á henni og reykir hvern vindlinginn eftir annan. Hann reynir að fá hana til að hælta. Hún lítur fyrírlit- lega til lians, stendur upp og flytur sig að öðru spilaborði. Sköllóttur og kafrjóður mað- ur á sextugsaldi’i er frámuna- lega heppinn. Hver þúsundfranka seðillinn eftir annan hverfur of- an i vasabókina hans. Hamingju- dísin er honum holl. Daginn eftir situr liann á sama stað, önnum kafinn. En nú hefir lukkan skil- ið við liann. í dag tínast þúsund- franka seðlarnir úr vasabókinni enn hraðar en þeir komu í liana i gær. Andlit lians hefir breytt lit og svip. Brosið er dáutt. Herðahreiður Ameríkumaður með digran vindil í munninum spilar hált og vinnur nærri allt- af. Allt í éinu fer hann að öðz'U borði, tekur upp linefafylli af seðlum og heldur þeim á rautt. Svart kemur upp með vinning- inn. Amerikumaðurinn hrosir og fer að nýju borði. Croudierinn hrópar: „Faites vous jeux, messieurs!“ —leggið undir herrar mínir. Og þegar kúlan hefir hringsnúist nokkr- um sinnum, lirópar hann: „Rien ne va plus!“ — nú má enginn leggja undir. Og svo veltist kúlan áfram og ræður örlögum margra og ævi margra, þvi að það her stundum við að spilarinn sem missir al- eigu sína gengur út, sest á heklc i garðinum fagra og fitlar við skammbyssuna áður en liann miðar henni að gagnauganu. — Enginn fær að vita um „slysið“ nema forstjóri spilabankans. — Blöðin minnast aldrei á slíkt. Reglur bankans eru prentaðar á bakhliðina á aðgöngumiðan- um. En það ætti að standa eftir- fai’andi ráð lianda gestunum: Spilið aldrei! En ef þér spilið þá græðið! Og ef þér græðið þá hættið spilinu sem fljótast, þvi annars missið þér allt! í Drekkiö Egils-fil J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.