Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN í ÚTVERI. Framháld af bls. 3. nafnið „Hekla“, til þess að ekki væri um að villast, hvaðan við vær- um. Fyrsta verkefni félagsins var að eignast bát, og kusum við að fá okkur nýtískif kappróðrabát — fer- æring, fremur en færeyskan tíær- ing, sem líka kom til mála. En slík- ur bátur kostaði á þriðja þúsund krónur, og ekkert var í kassanum. Stofnuðum við þá til liappdrættis og liétum á landa okkar og danska vini um alla Danmörku að bregð- ast nú vel við, með þeim árangri, að eftir örfáa mánuði áttum við „Ingólf Arnarson“ skuldlausan. — Síðan eignuðumst við annan bát „Hjörleif Hróðmarsson“, og er hann öllu vandaðri en hinn. Hann fengum við með þeim hætti, að einn landi okkar gaf okkur bátinn. Að íslensk- um liöfðingjasið vildi hann ekki, að það færi hámælum. Báðir þessir bátar voru smíðaðir lianda okkur og eru hinir vönduð- ustu, annar úr furu, en hinn úr maliogny, með rennisætum o. s. frv. Er ekki vandalaust að róa þeim og stýra, enda sóttu nokkrir félags- manna af báðum kynjum námskeið til þess að læra listina og kenndu svo hinum. Var áhuginn mikill, þrátt fyrir ýmsar tafir, "því að stundum bönnuðu Þjóðverjar allan róður um lengri eða skemmri tíma. Sóttu þessa róðra konur og karlar á öllum aldri og úr öllum stéttum sér til skemmtunar og fengu um leið krafta í köggla og hressandi sjóloft i lungun. En íslenskar saumakonur og stúd- entar þeirra tíma gátu ekki greitt cins hátt ársgjald og krafist er í slíkum félögum. Urðum við því að afla tekna á annan hátt. T. d. héld- um við eina þá stærstu íslendinga- skemmtun, sem hefir verið haldin liér, og voru þar um 400 manns. Skemmtikraftar voru heldur ekki af lakara trýpnu: Eise Brems, Axel Arnfjörð, Poul Reumert, Stefán Is- landi og íslenski söngkórinn. Þau tóku ekki einn eyri fyrir það, og var því mikill ágóði. Síðan spilaði 5 manna hljómsveit undir dansin- um og var það með sorg og sút að við skildum kl. 11, en engar sam- komur máttu vera lengur. Munaði minnstu, að skemmtunin færist fyr- ir, því að svo var þoka svört þenn- an dag, að ekki grillti yfir götu, öil umfreð hjólhesta, bíla, sporvagna og járnbrauta lagðist niður. En bæði þeir, sem skemmtu og þeir, sem höfðu keypt aðgöngumiða, voguðu sér gangandi nema örfáir, sem bjuggu fyrir utan borgina. En ekki voru allar skemmtanir bara í gróðaskyni. Einu sinni liöfð- um við hóf með Söngfélaginu, og kom þangað á þriðja liundrað manns. Var þar framreitt hangi- kjöt með kartöflujafningi og laufa- brauði, síðan kaffi og geysistórar kleinur. Það, sem menn gátu ekki látið í sig af kjöti og kleinum, létu þeir í töskur og vasa, til þess að gæða á öllum þeim, sem ekki höfðu komist vegna jirengsla. Erfitt var þá um alla aðdrætti og kom sér því vel, live sundurleitur hópurinn var í félögunum, því að ekkert var hægt að fá nema gegnum kunnings- skap og með frekju. Þessvegna var hægt að útvega lambakjöt, láta reykja það, útvega tólg og annað, sem með þurfti. Eldsneyti var þá sama og ekkert, en einn piparsveinn var í félaginu, sem hafði íbúð og svo mikið gas afgangs af sínum skammti að liægt var að elda þar og steikja. Ætli það sé ekki sjaldgæft að sjá roskinn stórkaupmann, framkvæmda- stjóra og magister standa bullsveitta við að steikja á annað þúsund klein- ur og á þriðja liundrað laufabrauð með listaútskurði? Lítið var þá um brennivin, svo að við báðum gesti að taka pytluna með og liöfðu margir lumað lengi á lögginni, til þess að njóta hennar við þetta tækifæri. Söngkórinn sá um sönginn og fór því ekki hjá því að öllu samanlögðu, að glatt yrði á hjalla. En nú megið þið ekki lialda lesendur góðir að alt lenti í rysk- ingum og menn yru dauðadrukkn- ir. Slíkt skeði alls ekki, lieldur var bara kátínan geysimikil — svo mikil að þegar ég sá tvær gamlar systur, sem hafa dvalið hér um 50 ár og aldrei komið heim á þeim tima, sitja úti í horni eftir átveisluna og horfa þöglar á þennan dansandi og syngjandi hóp, fór ég til þeirra og spurði áhyggjufullur, hvort þeim þætti galsinn ekki of mikill. „Mikil skelfing er að heyra þetta“, svöruðu þær á óbjagaðri isensku, „við ósk- um þess bara að svona skemmtun verði lialdin aftur á laugardaginn kemur og skal þá ekkert aftra okk- ur frá því að koma þangað“. Það gat ekki lijá því farið, að afturkippur kæmi í félagið eftir stríðslokin því að flestir hinna 70 félagsmanna ’fluttu þá búferlum heim. En sem betur fer ekki allir. Jón Helgason, stórkaupmaður, sem hefir verið formaður félagsins frá upphafi og stoð þess og stytta, hefir lialdið áhuganum við, svo að nýir félagar liafa komið í staðinn úr hópi stúdenta og annarra, sem koma liingað til dvalar. Einu erfiðleikarnir, sem há fé- laginu, eru húsnæðisvandræðin. — Þegar við eignuðumst bátana, áttum við hvergi inni, því að Færeyingar gátu ekki hýst okkur, og urðu þeir seinna húsnæðislausir Hka. Eftir ýmsar umleitanir fengum við húsa- skjól lijá Róðrarfélagi verkamanna, og höfum við verið þar síðan. Tóku þeir okkur með kostum og kynjum, kenndu okkur í byrjun og liafa síðan allt viljað fyrir okkur gera. Var eins og þeir ættu i okkur hvert bein, en það er þröngt hjá þeim, og því ekki útlit fyrir, að við get- um verið þar til lengdar. Er þvi mikill áhugi fyrir því að eignast eigið naust, en fjárhagurinn heldur bágborinn að vanda. En ekki er ég hræddur um, að ekki verði hægt að kljúfa það, ef íslendingar lialda áfram að koma hingað og taka þátt í félagslífinu eða að minnsta kosti að sýna þessu félagi jafn mikla sam- úð og skilning og hingað til hefir verið. Enda er róðurinn holl og fögur íþrótt auk þess sem liún er geipiskemmtileg. Höfn, á gormánuöi 1946 Bílaskortur í Bandaríkjunum. Það er ekki alltaf, sem framleiðslan full- nægir eftirspurninni, jafnvel ekki í hinu mikla framleiðslulandi Bandaríkjunum. Þeir sem hafa gert sér vonir um bifr.eiðir þaðan verða að taka á þolinmæðinni, því að framleiðslan í ár hefir ekki orðið „VERIÐ AÐLAÐANDI í ÚTLITI “ Jafnvel fegursti litarháttur krefst slööugrar umönnunar veru- lega góörar sápu, svo aö hörundiö hatdist mjúkt og fagurt. — Þessvegna nola 9 filmstjörnur af hverjum 10 LUX handsápn lil viðhalds fegurðinni. IUX TOILET SOAP Notaö af 9 filmstjörnum af hverjum 10 X- LTo «76 923 Orðsending frá Verslunarráði íslands: Með skírskotun til tilkynningar Viðskiptaráðsins dagsettri þann 30. des. 1946, óskar Verslunarráð Is- lands, að vekja athygli allra kaupsýslumanna utan Reykjavíkur á því, að með tilliti til þess, að Versl- unarráðið telur tilkynningu þessa torvelda aðstöðu utanbæjarmanna meir en áður, þá liefir það ákveð- ið, að skrifstofa þess taki að sér, ef þess verður óskað að gerasl umboðsmaður meðlima sinna til þess að koma á frámfæri og taka á móti gjaldeyris- og innflutningsleyfum, og mun ráðið reiðubúið að leggja út leyfisgjöldin fyrir þá gegn endurgreiðslu. Verslunarráð íslands. Rafvélaverkstæði Halidórs Ólafssonar Njálsgötu 112 — Sími 4775 Ö Framkvæmir: ö Allar viðgerðir á rafmagns- o vélum og tækjum. ” Rafmagnslagnir í verksm. og hús. nærri eins milcil og gert var ráð venjulegra bifreiða hafi orðið tveim fyrir. En eftirspurnin liinsvegar miljónum minni en ráðgert var, á meiri. Það er áætlað að framleiðsla árinu 1946.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.