Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN DREXELL DRAKE: 3 »HAUKURINN« — Eg hefi alls ekki hugsað neitt um það, svaraði „húsbóndinn“ rólega og með kulda. — Þér lialdið kannske ekki að ég hafi vitað frá því fyrsta, að þér eruð „Haukur- inn“? Það var eins og þetta eina orð rafmagn- aði loftið kringum þá. Það var þyngslafull þögn í eina mínútu. Unga stúlkan starði á „húsbóndann" og gapti. Dyravörðurinn dólgslegi dinglaði höndunum og einblíndi kvíðinn á hægri jakkavasa Sarges, því að þar mótaði greinilega fyrir skammbyssu. Og nú, eftir að Kolnik hafði leyst frá skjóð- unni, var eins og hann skelfdist yfir afleið- ingunum. „Haukurinn“ — við getum eins vel notað þetta nafn eftirleiðis á mannin- um, sem Sarge hafði kallað „húsbóndann“ — starði á Kolnik eins og hann væri að dá- leiða hann. — Það eru ýmsir sem tala um „Haukinn“, sagði hann. — En þér, Kolnik, eruð sá fyrsti sem nefnið nafn hans svo ég heyri. Jæja, hvemig fer þetta. Á dyravörðurinn að opna. Kolnik var á báðum áttum. Kannske þekkti Ballard lautinant Haukinn og átti að hitta hann í „Hálfmánanum"? Lautinant- inn hafði ekki upp á siðkastið látið hann fylgjast með því sem hann hafði fyrir stafni En það mundi liklega hafa verið gert til þess að leika á hann. Og ef svo væri — hversvegna átti hann þá að láta Haulcinn sleppa? Hann mundi hafa upp úr þessu há verðlaun handa sér og hinni séðu fata- geymslustúlku Hálfmánans. Bara að hann gæti náð i skammbyssuna sína. Eða lcom- ast fram í eldhús og gefa mönnum sínum í kjallaranum merki. Af því tvennu var auð- veldara að ná í skammhyssuna á skrifstof- unni. — Þér skiljið víst spaug, sagði hann og kvaldi sig til að brosa. — En það var Ball- ard liðsforingi. Eg veit að hann vill liafa tal af yður, svo að ef þér viljið liinkra ofur- litið við, get ég símað til hans af skrifstof- unni minni, og þá kemur liann að vörmu spori. Hann var kominn á leið inn í skrifstofuna Haukurinn vissi, að hann þurfti ekki annað en gefa Sarge bendingu, þá mundi hann gefa dyraverðinum það sem liann þurfti, og þeir komast báðir leiðar sinnar út. En hann vildi helst vera laus við allt uppistand. Það var betra að komast á burt í kyrrþei.. — Heyrið þér, Kolnik, sagði hann, og gestgjafinn nam staðar. — tveir af þjónum yðar liggja víst frammi i snyrtiklefanum. Eg ætlaði þangað áðan, en gat ekki þverfót- að fyrir þjónum í yfirliði. Kolnik þaut eins og eldibrandur fram í snyrtiklefann án þess að spyrja nokkurs frekar, og Haukurinn var fljótur i vöfunum. Hann fleygði hálfum dollar á borðið til stúlkunnar, þannig að hann valt niður á gólfið fyx-ir innan borðið. — Þetta megið þér eiga fyrir að við höf- um lialdið svona lengi vöku fyrir yður, ungfrú, sagði hann. Sarge liafði þrýst byssuhlaupinu að rifj- um dyravarðarins. Og með titrandi fingrum tók liann öryggiskeðjuna af hespunni og og sneri stóra lyklinum í skránni. Haukur- inn þreif af honum lykilinn og skipaði hon- um að snúa að þilinu. Stúlkan var enn á hnjánum fyrir innan boi'ðið og leitaði að hálfdollaranum. Þeir voru nú komnir út fyrir og höfðu snúið lyklinum i læsingunni utan frá, og lieyrðu þá ragnið i Kolnik inni í anddyrinu. Gestgjafinn og dyravöi'ðux’inn létu höggin bylja á hurðinni að innanverðu, en Kolnik hafði tryggt sig betur en svo gegn óvæntum heimsóknuin að honum tældst að mölva sinar eigin hurðir með handaflinu einu. En Haukurinn og Sarge voi’u ekki frjáls- ir menn ennþá. Því að enn var gangurinn, lagður þykkum dúk* útað götuhurðinni, og hún var einnig læst. Þarna í ganginum var dimmt svo að Haukurinn kveikti á vasa- ljósinu. Niðri í stiganum heyrðust þrjár stuttar hringingar. Haukui'inn vissi hvað þær þýddu. Þær voru merki til varðmannsins úti á götunni um að hann ælti að koma og opna. Á þessum tíma nætur gerði Kolnik gestum sínum jafn erfitl fyrir að komast út sem að komast inn. Haukurinn hugleiddi með sér livað ger- ast mundi næst. Líklega mundi Kolnik ná í menn sína neðan úr kjallaranum. Svo mundu þeir reyna að lifga við þá tvo, sem lágu í snyrtiklefanum. Og þar næst ínundi líklega verða reynt að þrífa dálílið til á borðinu eftir ljósgræna kvendið, taka burt blóðblettótta dúkinn og afmá öll merki þess, að þarna hefði verið skotið. Til þess mundu ganga nokkrar mínútur. Breitt bakið á Sai’ge var framundan hin- um í stiganum Og hann taldi sig sæmilega öruggan. V. Ellefu mínútur. Jereniah Ballard lögreglulautinant vakn- aði við hringinu í símanum á náttboi'ðinu. Hann var forseti útrásarlögreglunnar og vanur því að vera vakinn svona. Hann var glaðvakandi þegar hann heyi-ði æsta rödd Joe Kolnik í símanum: — Hafið þér Haukinn í gildru, segið þér? — Já, það er dagsatt, Ballard. Hann er í gildru eins og rotta, milli læstra dyra á bak og fyrir. — Og þér haldið að hann geti ekki slopp- ið? — Þér þekkið liurðirnar mínar, lautin- ant. Þó að dólgurinn, sem hann hefir með sér, sé sterkur eins og naut, þá komast þeir hvorki fram eða aftur. — Hvaða dólgur er það? — Það veit ég ekki. En hann drap fýrir mér einn þjóninn minn og annan hafði hann keflað og bundið, svo að við ætluð- um varla að geta lífgað hann við aftur. — Hvemig vitið þér að þetta er Haukur- inn? — Af því að nafnið hans stóð i liattinum lians, — meira að segja með gylltu letri. — Það var einkennilegt! — Já, en mér finnst að þér ættuð ekki að slóra of lengi við að hugsa um það. Komið þér heldur hingað í snatri og hirðið Ilaukinn. — Hefir Brady verið þarna í nótt, Joe? — Já, en hann er ekki hérna núna. Hér hefir vei'ið allskonar uppsteitui', Ballard, en ég hefi engan tíma til að segja yður frá þvi núna. — Gott og vel, Joe. Eg skal koma eins og elding. — Vöiðurinn er ennþá við dyrnar og hann getur hleypt yður inn. Það er dimmt í stiganum en ég skal kveikja þegar þér komið. — Eg verð að ná mér i mannafla fyi'st. — Engin þörf á því. Þér getið fengið nóg af mönnum hérna. — Jú, en þetta verður að fara fram með skipulegum hætti. Eg verð að gera húsleit í „Hálfmánanum“, skiljið þér? Það var merkilegt þetta, að Haukurinn slcyldi liafa nafnið sitt letrað innan i hatt- inn sinn, hugsaði lögreglufulltrúinn með sér, rneðan hann var að tygja sig. En flestir glæpamenn eru lialdnir einhverri ski'ítinni firru. Þarna gafst gott tækifæri, hugsaði hann áfram. Hvað gæti hugsast kæi'komnara, ein- mitt fyrir hann sem forstöðumann útrás- ai'lögreglunnar, en ef honum gæfist fæi'i á að handsama Haukinn sjálfur? Blöðin höfðu látið sér tíðrætt um þennan dulai'- fulla mann, sem talinn var eiga þátt i fjöl- mörgum glæpum, er ekki liöfðu komist upp i New York i síðustu þrjá-fjóra mánuðina. Og sjálfum liafði honum hugsast að setja Haukinn í samband við ýms kynleg fyrir- brigði. Hann liringdi til aðalstöðvanna, bað um að senda sér bifreiðina sína, og að þrír menn yrðu látnir bíða sín á tilteknum stað skammt fi’á „Hálfmánanum“. Fi'á íbúð hans á Riverside Drive var fimm mínútna alcstur til „Hálfmánans“. Honum taldist til að hann gæti verið kom- inn þangað eftir tólf mínútur — i mesla lagi. Bara að það yrði ekki of seint? Hugs- um okkur ef bráðin gengi honum úr greip- um á meðan? Hann hneppti axlaböndin meðan hann hljóp niður stigann með jakkann á hand- leggnum. Bifreiðin stóð tilbúin fyrir utan og hann settist fram í hjá bílstjóranum. — Akið þér fljótt, Gerk! Á Broadway og svo niðureftir. Við eigum að taka þrjá menn frá aðalstöðinni á horninu á 53. götu. Það stendur til að gera húsleit í „Hálfmánan- um“. — „Hálfmánanum"? Eg hélt .............

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.