Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 17.01.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNCS/ftf kE/6NbURNIR Hundalíf í ísríkinu Hvergi á linettinum lifa hundar jafn norðarlega og á Grænlandi. Við Smith-sund, sem er milli Norður- Grænlands og canadisku eyjanna, búa Skrælingjar, sem mundu eiga mjög erfitt með að komast af ef þeir liefðu ekki liunda. Þvi að hundarnir eru bæði notaðir til dráttar og veiða, sérstaklega við bjarndýraveiðar. — Þetta er sérstakt hundakyn, ekki ósvipað hundunum í Lapplandi, og eru þeir ýmist svartir eða hvítir. Þessir hundar lifa allt öðru lífi en skemmtihundar fólksins i borgunum og Lggur við að þeir myndi þjóðfé- lag útaf fyrir sig. í hundahópnum í hverju þorpi, eða jafnvel meðal hundanna í sama dráttarhóp er það alltaf sterkasti hundurinn, sem tek- ur völdin og stjórnar hinum hund- unum. Enginn þorir að gera neitt í trássi við hann en þegar liann kemur fleygja hinir hundarnir sér á bakið og biðjast friðar og sleikja á honum nefið. Og þeir mögla aldrei mót honum. En stundum verður sterki hundur- inn svo mikill harðstjóri, að allur hópurinn gerir samsæri og ræðst á höfðingjann. Og ef hann sleppur lif- andi úr árásinni þá leggja hinir hundarnir hann í einelti upp frá því, og leika hann svo illa, að eig- andinn verður að farga honum. Við bjarnarveiðar gera hundarnir ómetanlegt gagn. Þeir skilja vel hvað i vændum er þegar Skrælingj- arnir fara að tygja sig á bjarnarveið- ar á vorin og ætla að ærast af fögn- uði. Undir eins og bjarnarspor sjást er hundunum sleppt og nú taka þeir til fótanna og hlaupa með tunguna lafandi út úr kjaftinum til að elta uppi hinn hættulega andstæðing sinn. Þegar þeir hafa komist í nám- unda við björninn gelta þeir ákaf- lega um leið og þeir hefja árásina. Björninn ýlfrar og nístir tönnum af vonsku og rís upp á afturlappirnar og býst til að lemja hundana í hel með hramminum. En hundarnir gef- ast ekki upp, jafnvel þó að björninn særi þá, en verða ákafari og ákaf- ari. Með þvi að láta björninn aldrei í friði neyða þeir hann loksins til þess að setjast á hæklana og svo bíta þeir hann. Hann ver á sér hjartað með öðrum hramminum en heldur áfram að dangla í hundana með liinum, en meðan þessu fer fram eru Skrælingjarnir komnir á vettvang og gera útaf við björninn. En þeir verða að gæta þess að hund- arnir verði ekki fyrir skakkaföllum af þeim sjálfum í viðureigninni, því að ef svo fer verða þeir ónýtir til bjarnarveiða upp frá því. Hinsvegar gerir það ekkert til þó að björninn misþyrmi þeim eitthvað. Undir eins og gróið er um þesskonar verður hundurinn ásæknari í björninn en nokkru sinni fyrr. Þess á milli eru hundarnir notaðir til að draga sleða. Venjulega eru tiu til tólf hundar liafðir fyrir sleða. Hundarnir eru sterkir og ágæt drátt- ardýr, og geta farið 100 kílómetra á dag í góðu færi. Þeir komast jafnvel áfram i verstu byljum, og aldrei skeikar þeim að rata heim. Þegar sleðinn nemur staðar kemur oft fyr- ir að hundarnir lenda í álfogum, svo að snjórinn verður rauður af blóði. Og þá verða Skrælingjarnir að nota keyrið á þá til þess að skilja þá. Pólhundarnir eru alltaf hungrað- ir eins og úlfar, og geta étið kynstr- in öll af keti, fiski og spiki. Það verður að dreifa matnum handa þeim í allar áttir, því að annars lendir hundunum saman í áflogum útaf honum. Ef hundarnir fá ekki nægilegt að eta láta þeir það bitna á þeim minnsta í hópnum og ráðast á hann, svo að ekillinn á erfitt með að skilja þá. En hundarnir eru afar harðfengir og þola verstu kulda þó að þeir komi aldrei í lnis. Lubbinn á þeim er afar þéttur, og þegar þeir liafa grafið sig ofan í snjóinn líður þeim vel.. — Húsbændiirnir fundu aÖ mið- degisverðinum — hérna er kokkur- inn, sem bjó liann til. — Eg hefi aðvarað hann. En nú hefir hann tekið í nefið áður en hann kafaði! Skrítlur — Nú hefi ég liringt þessari bjöllu síðasta stundarfjórðung. Vmferðaspegillinn. Trúboði hefir leitað uppi negra- höfðingja einn og reynir að kristna liann. En höfðinginn hristir haus- inn góðlátlega. — Hvað hefirðu eiginlega út á kristindóminn að setja? spyr trú- boðinn. — Það verður allt of dýrt fyrir mig að klæða þrjátíu og sjö konur og alla krakkana! — Hættu nú þessu nutte-putte- bnlli. Eg heiti Jóhannes! — Viljið þér ekki dufla ofuriitið við manninn minn. — Mig langar svo til að fá mér ngja loðkápu. D"*&l COLA (Spur) ÐKVKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.