Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Qupperneq 4

Fálkinn - 07.03.1947, Qupperneq 4
4 FALKINN „SVARTI DREKINN “ FER í FELUR IHræmdasta glæpa- og njósnaraklíka Japana, sem m. a. hefir 15 ráðherramorð á samviskunni, var vitanlega gerð óvirk er Japanar gáfust upp fyrir Bandaríkjamönnum í fyrrasumar. — En það er vafasamt hvort nokkurntíma tekst að uppræta þetta illræmdasta leynisamband Japana — „Svarta drekann“. Þegar Japanar náSu hafnarvirk- inu Port Arthur af Rússum árið 1905 var það fyrst og fremst njósna- starsemi japanska hersins að þakka hve berskjaldaðir Rússar reyndust fyrir atlögum Japana. Þegar atlaga Japana hófst voru öll kastljós virkj- anna eyðilögð i einu vetfangi af fall- byssum japönsku skipanna, sem þarna voru á ferð undir stjórn Togo aðmíráls, og í þeim fimm atlögum, sem síðar voru gerðar að borginni frá sjó, lenti aðcins eitt japanskt skip á tundurdufli úr duflagirðing- unum — og þetta eina tundurdufl hafði slitnað upp. Enda gátu Rússar sagt frá því eftir stríðið að í það minnsta tí- undi hver af „kínversku kúliunum", sem voru í vinnu hjá Rússum í Port Arthur, hefði verið japanskur njósnari, og einnig sannaðist það síðar að fimmtándi hver maður í hinum svonefndu siberísku riffil- deildum í setuliðinu í Tomsk var í leyniþjónustu Japana. í þessu sama stríði bar það við i Danmörku, að japanskur njósnari hafðist við á Skagen i margar vikur til að njósna um hvenær rússneski flotinn úr Eystrasalti færi þar framhjá, áleið- is til Austurlanda. En þeim flota sökktu Japanar í orustunni við Tsushima, eftir að hann hafði far- ið kringum hálfan hnöttinn.... Við Port Arthur varð sérgáfa Jap- ana í njósnum fyrst Iíðum liós. Japanski herinn, japönsku hershöfð- ingjarnir, sem ráðgerðu að leggja undir sig heiminn, og japönsku stjórnmálamennirnir, sem gerðu á- ætlanir um drottinvald Japana i Asíu, áttu að byggja á þeim grund- velli, sem Japanar höfðu lagt áður en þeir fóru í styrjöldina við Rússa 1904. Njósnirnar sem í flestum lönd- um eru taldar ill nauðsyn og leyni- liður í landvarnarstarfseminni, eru taldar þjóðardyggð í Japan og hafa verið reknar sem einskonar blending ur af listum og vísindum. Þetta er galdurinn við alla leiftursigra Japana i Kyrrahafi í byrjun sið- uðstu styjaldar, og baktjald allra þeirra „atvika", sem jafnan gerð- ust á landamærunum (blóðsúthell- pg skemmdarverka) þegar' Japanar þurftu á slíku að halda til þess að fá átyllu til að fara með ófriði gegn Kínverjum. Áætlanirnar eða markmið hinna japönsku njósna var jafnan ákveð- ið af japönskum leynifélögum, sem voru sambland æstra þjóðernissinna og auðvirðilegra glæpamanna og gerðu launmorð að viðurkenndri bardagaaðferð í stjórnmálum og dauðann að eftirsóknarverðu mark- miði meðlima sinna. Undirbúning- ur árásarinnar á Port Arthur og uppþotanna, sem gáfu Japönum til- enif til árásanna á Kínverja, svo og árásin á Pearl Harbor — aUt þetta var hugsað og undirbúið af meðlimum hinna svokölluðu þjóð- ræknislegu leynifélaga, en fremst þeirra og frægast var „Svarti drek- inn“. Nú er þvi að vísu haldið fram að „Svarti drekinn“ hafi ekki ver- ið annað en góðgerðafélag, og sé ekki hægt að leysa það upp eins og Mac Arthur krafðist, því að það hefði vcrið uppleyst fyrir löngu! En Mac Artliur og setuliðsstjórn- inni i Japan er ekki láandi þó að þau reyni að ganga milli bols og' hcfuðs á leynifélögunum. Því að það er kunnugt að þaðan er hinni nýju vargaldarstefnu varúlfanna stjórnað — það er kunnugt að á bak við brosandi, buktandi og alúð- legt andlit Japanaas er verið að byggja upp leynilegt þjóðfélag, sem aðeins bíður tækifæris til að hrifsa völdin aftur. Hefndarliugurinn, þjóðsag'an um að japanski herinn hafi alls ekki verið sigraður, sannfæringin um að Japan eigi enn háleitu hlutverki að gegna í Asíu eða jafnvel í allri veröldinni - allt þetta þrifst best í japönsku leynifélögunum, sem nú hafa skriðið í felur, og innan leyni- legu herlögreglunnar, Kempei, sem kvað hafa farið langt fram úr Gest- apo að því er snertir allt skipulag og lirottaskap. Opinberlega hefir Kempei verið leyst upp, en breyt- ingin er ekki önnur en sú að með- limir þcssarar klípu, sem áður gengu óeinkennisklæddir eru nú komnir í einkennisbúninga lögregluþjóna og hafa eftirlit með umferðinni i Tokío og aðstoða setulið .Banda- ríkjanna við að halda uppi reglu og aga. En njósna-og gagnnjósna- starfsemi Kempei - sem lika er sú fullkomnasta i heimi - heldur áfrain í leyni. Það er þessi félagsskapur, sem hinir frjálslyndu stjórnmála- menn Japana, er nú reyna að beina þjóðinni inn á nýjar braulir, óttast meir en nokkuð annað. Þvi að það- an mega þeir eiga von á launmorð- um og spellvirkjum. Maðurinn sem stjórnar Kempei er litill og brosandi Japani, 62 ára, hefir sérþekkingu á Ming-postulini og dáist að Nietzsche, en fyrst og fremst hefir hann meðfædda njósn- argáfu: Kcnzo Doihara hershöfðingi, sem réttilega hefi verið kallaður „Lawrence Mandsjúríu". í fyrra- haust skipaði Mac Arthur að hand- taka Doihara, en liann hefir þrá- faldlega verið sagður dauður en jafnan liefir honum skotið upp aftur og hefir því að minnsta kosti níu líf eins og kötturinn. Sem jap- anskur herforingi telur liann laun- morð og eiturmorð sjálfsögð lijálp- artæki í nútíma hernaði. Doihara fékk menntun sína á japanska her- liáskólanum Shikan Gako, og var sendur til Mandsjúríu í „sérstökum erindagerðum" 1918. Þar dvaldi liann i 14 ár, fór um landið þvert og endilangt, lærði allar mállýskur og kynnti sér landshætti mð sér- stölcu tilliti til liernaðar. Árangur þeirrar farar varð sá, að Japanar réðust á Mandsjúriu og og breyttu hcnni í japanska ný- lendu með leppkeisaranum Pu-Yi, sem stjórnaði í orði kveðnu. Eftir að Mansjúkuo-þætti lauk var Doi- hara skiphður yfirmaður allra jap- önsku njósnanna og fór nú að ferð- ast um Kina, en ekki hafði hann meðferðis annað en handtösku eina úttrocna af kínerskum yen-um, sem hann notaði til að múta uppreisnar- hershöfðingjum og keypti sér upp- lýsingar fyrir, uin liernaðarmálefni kínversku stjórnarinnar. Til aðstoð- ar honum í þessu starfi var kven- snift ein, Yoshimko Kawashima, týnda dóttir Suh fursta. Hún var dulbúin sem karlmaður og liafði líka á hendi stjórn 370 japanskra njósnara, sem störfuðu i Suður-Kína >in 1937-’39. Doihara komst oft í hann krapp- an en komst alltaf undan. Einu sinni umkringdi hópur æðisgenginna Kín- verja hús það, sem liann var stadd- ur i við samninga við landráða- hershöfðingjann Hsu. Doihara tókst að smygla hershöfðingjanum út úr húsinu i gamalli kistu, en pjálfur klæddist hann þjónsbúningi og fór út, hvarf inn í lióp földans, sem lirópaði hástöfum: „Drepum Doi- hara“. Þegar leið á síðari heims- styrjöldina féll Doiliara i ónáð lijá stjórninni og dvaldist í Tokíó, en áhrif hans á japönsku leynijijónust- una voru hin sömu og áður. Og stjórnin varð að taka tillit til hans, vegna þess að hann liafði stol'nað l'.inn alræmda Kvantung-her og naut stuðnings hans. Á árunum fyrir siðari styrjöld- ina var samhangandi kerfi jap- anskra njósnara sett á stofn í Asíu og Ameríku. Leynilegar útvarps- sendistöðvar fundust hvað eftir ann- að í» hausum Búddalikneskjanna i musterunum í nýlendum Hollend- inga við Asutur-Indland; í Ameríku komst það upp að einstaklega sak- leysislegir tekaupmenn og þvotta- liúsaeigendur voru ofurstar úr jap- anska hernum; amerikönsku gagn- njósnastofnuninni tókst að sanna, að öll þau herskip, sem fóru um Panamaskurðinn árin 1936—40, voru ljósmynduð að minnsta kosti tiu sinnum af japönskum njósnurum. Vitanlega var það erfitt fyrir Jap- ana að „hverfa i fjöldann“ i Rúss- landi eða Ameríku, en jiar notuðu þeir mikið Hvit-Rússa. í Kína var sérstakur kreddutrúarflokkur, sem hét Chanq Mao Tao, einnig kallaður „Þeir síðhærðu“, sem helgaði sig njósnum fyrir Japana víðsvegar um Asiu. í fylkingarbrjósti innrásarliers- ins japanska, sem sendur var í ný- lendur Hollendinga voru 4000 jap- anskir fiskimenn, sem voru á sveimi í hafinu við Indókína. Á hverjum bát var foringi úr liði Suetsugus aðmiráls. „Svarti drekinn“ var stofnaður til þess að koma landvinningastefnu Japana í framkvæmd. Hann var orð- inn voldugur aðili í stjórnmálum Japana fyrir 1890. „Svarti drekinn“ er kínverska nafnið á Amúr, landa- mæraánni milli Mandsjúríu og Síb- eríu, en þar heppnuðust valdadraum ar Japana best. Stefnuskrá félags- skaparins var birt 1890 og voru þessi tvö höfuðatriði í henni: 1) að Japan skyldi hiklaust segja Kín- verjum strið á hendur til þess að taka af þeim Iíóreu og Mandsjúríu áður en Rússar náðu fótfestu þar, og 2) að Japan losaði sig við alla allijóðasamninga, sem ekki bæru það með sér að Jaj?£n væri stór- veldi. Þetfa hefir verið leiðarljós „Svarta drekans“ síðan. Var reynt að ná takmarkinu með mútum, hótunum og launmorðum. Árið 1921 var Ilara forsætisráðherra myrtur vegna þess að hann undirritaði flotasamning- inn i AVashington; 1931 var Hama- guclii forsætisráðherra drepinn af því að hann undirritaði flotasamn- inginn i London. Inouye fyrrv. fjár- málaráðherra var stútað 1932 (hann hafði andmælt auknum fjárvciting- um til hers og flota); síðar var Dan barón, forstjóri verslunarfyrir- tækisins Mitsui skotinn til bana á götu, og sömu leið fór Inukai for- sætisráðherra, er hann var orðinn 77 ára og fleiri og fleiri. Á árunum 1919 -’36 voru 5 af 15 forsætisráðherrum Japana myrt- ir af flugumönnum „Svarta drek- ans“ en þrír komust nauðulega undan. 1936 réðst þessi dáindis félagsskapur í stærsta morðfyrirtælc- ið, sem liann efndi til, er hann kom af stað „uppreisn ungra liðsfor- ingja“. Var þeirri uppreisn beint gegn „gömlu stjórnmálamönnunum“, sem þá réðu Japan, og meðalaldur jieirra, sem settir höfðu verið á morðlistann, var 80 ár. Meðlim- ir „Svarta drekans“ héldu af stað í morðferðirnar i 50 manna hópum, og þrír aðmirálar og fimm stjórn- máamenn týndu lífi. Forsætisráð- herrann, Okada aðmíráll, komst lífs af fyrir þá tilviljun að morðingjarnir villtust á honum og mági lians, sem þeir drápu. Lét hann sem morðingj- arnir hefðu hitt rétta manninn en komst síðan út úr höllinni i lík- kistu mágs síns. Þó varð liann að segia af sér, jiví að hann liafði ekki aðeins gabbað morðingjana lieldur líka keisarann, sem hafði sent blóm á kistu hans. Þannig er Japan. Uppreisnin mistókst og nú hafði „Svarti drekinn" liætti sér lengra en góðu hófi gegndi. Fimmtán með- limir bófaklíkunnar voru teknir af lifi, en það var síður en svo að nokkuð drægi úr starfseminni fyrir það, því að nóg kom af nýjum mönnum i. staðinn. Og nú fékk morðsveitin nóg að gera, því að stríðið við Ameríku fór að nálgast. „Svarti drekinn“ liafði nokkrum sinnum reynt að knýja fram deilur við Bandaríkin en mistekist. Önnur tilraun var vægast sagt fáránleg.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.