Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEB MYNDUM Ritatjðri: Skúli Skúlason Framkr.stjóri: Srarar Hjaltestcd Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar ískriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/if SKRADDARAÞANKAR Það er tortryggnin, sem mestu spillir í sambúð manna og þjóða. Og hún er afkvæmi svika og óorð- heldni. Tortryggniti heíir aldrei verið meiri en. nú, enda hafa nefnd- ar ódyggðir aldrei blómgast jafn vel og á liðnum árum. Hitler gerði samninga við önnur ríki, að þvi er virtist fyrst og fremst til þess að fá tækifæri til að svíkja þá. Hann hafði griðasamning bæði við Pólland og' Rússland þegar hann réðst á þessar þjóðir. Bothmann Hollvveg kallaði gamninginn um hlut- leysi pappírssnepil. Og Bismarck sagði: „Samningar eru ágætir, svo lengi sem til eru flón, sem vilja halda þá.“ Það er engin von til að vel gangi að koma á friði í veröldinni með enduróminn af þessu í eyrunum. Enginn þorir að trúa einlægni hinna. Stórveldin lieimta öryggi hvert gagnvart öðru, þau heimta vígstöðvar og þau heimta heil lönd, sem áhrifasvið. Þau etja fram peð- um fyrir sig og’ láta þau rífast í orði kveðnu eins og leikhúsbrúður, en kippa sjálf í þræðina og ráða hreyfingunum. Ráðstefna er lialdin eftir ráðstefnu og vikum og mánuð- um saman rifast fulltrúar þjóðanna og lítill virðist árangurinn, því að það eru svo mörg Triestemál í heim- inum, að venjulegri mannssál geng- ur illa að skilja, að það vinnist tími til að afgreiða þau öll. Með vopn hinnar algeru eyð- leggingar yfir höfði sér rifast ráð- andi þjóðir lieimsins - stundum um keisarans skegg. Enginn þeirra vill styrjöld, en allar eru liræddar við styrjöld, þó að sá, sem nefndur var „eini óvinur og friðarspillir mann- kynsins“ sé að velli lagður. Nú skammast samherjarnir fyrrverandi og skemmta skrattanum með þvi og þeim, sem enn trúa á ofbeldisstefnu Hitlers og á það, að lýðræðið geti aldrei orðið þess megnugt að stjórna neinni veröld fram á leið. Og það sem þessu veldur fyrst og fremst er ekki ágirnd til landa eða meiri völd, heldur er það tor- tryggnin. Hræðslan við ágengni hinna. íslenzka prentarafélag 50 ára. Núverandi stjórn II. í. P. Sitjandi frá vinstri: Árni Gnðlaugsson, ritari, Stefán Ög- nuuulsson, formaður, Meyvant Ó. Hallgrimsson, gjaldkeri. Standandi: Pétnr Stefánsson, v ineðstjórnandi og Gestur Pálsson, meðstjór nandi. 4. april 1897 gerðu 12 íslenskir prentarar með sér félagssamtölc og stofnuðu Hið islenska prentara- félag. Stofnendur voru þessir: Aðal- björn Stefánsson, Benedikt Pálsson, Bergþór Bergþórsson, Davíð Heil- mann, Einar Kristinn Auðunsson, Friðfinnur Guðjónsson, Guðjón Ein- arson, Hafliði Bjarnason, Jón Árna- son, Stefán Magnússon, Þórður Sig- urðsson og Þorvarður Þorvarðarson, sem var forgöngumaður um stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Af þessum hópi eru nú aðeins tveir Jón Árnason. á lífi, þeir Friðfinnur Guðjónsson og Jön Árnason. Með Þorvarði sátu í fyrstu stjórninni þeir Frið- finnur og Þórður Sigurðsson. Saga Hins íslenska prentarafélags eða H. í. P., sem eru fyrstu samtök faglærðra verkamanna hér á landi, er gagnmerk og ekki síst vegna þess, að félagið hefir ætíð staðið vörð um heill félagsmanna og rið- ið á vaðið um ýms menningar- og þjóðþrifamál, sem skapað hafa ör- yggi og betri afkomu hinna vinn- andi stétta. Einna merkast á því sviði má telja hina mörgu sjóði, sem félagið liefir stofnað til. Má þar nefna Sjúkrasamlag H. í. P., sem stofnað var 18. ágúst 1897 fyr- ir forgöngu Þorvarðar Þorvarðar- sonar, og var það fyrsta sjúkra- samlagið liér á landi. Starfaði það til mikilia liagsbóta fyrir félags- menn um 40 ára skeið, eða þangað til lögin um alþýðutryggingar gengu i gildi 1. jan. 1937. Siðan hefir sjúkrasjóður H. í. P. starfað sem styrktarsjóður og aðailega goldið dagpeninga i veikindum og svo dán- arbætur. Annar merkur sjóður er Atvinmi- leysisstyrktarsjóður H. í. P. Hann var stofnaður árið 1909 og hefir reynst félagsmönnum mjög styrk stoð. Svo var stofnaður Ellistyrktar- sjóður H. í. P. árið 1929, og síð- ustu árin hafa 5—7 prentarar verið á föstum ellilaunum. Árið 1904 bundust 20 prentarar samtökum um stofnun prentsmiðj- unnar Gutenberg, sem tók til starfa í ársbyrjun 1905. Hið islenska prentarafélag varð fyrst allra stéttarfélaga til að fá viðurkenndan á borði samningsrétt sinn gagnvart atvinnurekendum. Það var með samningi er félag'ið gerði árið 1906. Ekki skal farið út i breyt- ingar, sem oftsinnis hafa fengist á vinnutíma og sumarleyfistima. Árið 1920 fengu félagsmenn framgengt kröfu sinni um 8 stunda vinnudag. Árið 1910 hóf stéttarblaðið Prent- arinn göngu sína, og liefir það komið út flest árin frá stofnun þess að undanskildu árabilinu 1917 -’26. í upphafi var ætlunin að H. í. P. næði til allra prentara á landinu, en þvi marki varð ekki náð að fullu, fyrr en árið 1920. Prentarar minntust 500 ára afmælis prentlistarinnar með pílagrímsför að Hólum í Hjaltadal árið 1940, en þar hafði fyrsta prentsmiðjan liér á landi verið. Gáfu þeir Hólakirkju veglegt eintak af Guðbrandarbiblíu, sem ætíð mun verða talin kjör- gripur í islenskri prentlist. í ársbyrjun 1941 festi H. í. P. kaup á húseigninni nr. 21 við Hverfisgötu og um haustið sama ár keypti það jörðina Miðdal í Laugardal. Hefir félagið hug á að reisa sumarskála þar, og þegar hafa 14 sumarbústaðir félagsmanna risið upp þar eystra. Nú vinna að prentiðn 126 setjar- ar, 44 prentarar, 65 nemendur og 37 aðstoðarkonur i prentsmiðjum. Friðfinnur Guðjónsson. Elín G. Árnadóttir, Brekkustíg l'ib verður 70 ára 11. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.