Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN DREXELL DRAKE: 15 »HAUKURINN« er það vafalast rétt hjá yður að þau eru af föður yðar. En þér liafið kannske gam- an af að vita, að hann var ekki í þessum fötum á þriðjudagskvöldið. Áður en imgfrú Sneed hafði náð sér eftir geðshræringuna, sem liún komst i er hún heyrði þessi orð, liafði Haukurinn lokað úti- dyrunum á eftir sér. XIX. Útför bófans. Það var á föstudagskvöld sem Joe Kolnik átti að sima til Ballards til að fá að heyra iivenær liann mætti opna Hálfmánann aftur. Þegar hann fór úr Davys Grill á mið- vikudagsmorgun hafði hann afráðið að halda sig heima í nokkra daga. Bófafor- ingi er ekki innan um undirmenn sína að staðaldri. Og sérstaklega þegar dimm ský skyggja fyrir sólina, sem lýsa skal honum, er honum fyrir hestu að liafa sig sem hæg- astan. Því að ekkert er betur fallið til að veikja áhrifavald foringjans yfir liyski sínu, en að láta sjást að liann sé hræddur við yfirvöldin. Það átti að jarða Joe Kolnik á föstudags- morguninn. Joe Kolnik hafði tvímælalaust verið áhrifa- maður í undirheimum New York. Geipilegar fjárupphæðir fóru um hehdur hans, bæði til þeirra, sem þjónuðu honum, og til hinna sem sáu um að liann fengi að reka „versl- un“ sina óáreittur. En þó var það ekki fyrr en við útför hans, sem New York fékk að sjá hve mikill mað- ur þetta hafði verið. Útför Joe Kolniks verð- ur ætíð einskonar minnismerki í glæpa- sögu New Yorkborgar. Hún varð frekjuleg og augljós hólmgönguáskorun undirheim- anna til laga og réttar. New York-blöðin sögðu frá því á föstu- dagsmorguninn, hver viðbúnaður hefði verið gerður undir jarðarförina. En þó höfðu blöðin varið meira rúmi undir aðrar undir- heimsfrétt. Það var bréf Hauksins, sem blöðin höfðu fengið kvöldið áður frá City New Bureau, og sem hljóðaði svo: „Líklega verða lögregluyfirvöldin að fresta jarðarför hins óþekkta iiks, sem fannst við Scliwerdtmanns-bæinn. „Haukurinn“. Flest hlöðin liöfðu gert sér mikinn mat úr þessari tilkynningu, eins og flestum þeim tilkynningum, sem komið höfðu frá Haukn- um upp á síðkastið. Og þau létu fylgja henni athugasemdir, sem ekki voru bein- línis sem þægilegastar fyrir lögregluna. Það var minnst á liið sívaxandi ofbeldi bófanna, og hvernig lögreglan virtist standa ráð- þrota uppi gegn ránum þeirra og mann- drápum. Haukurinn og hyski hans var nýj- asti frjóanginn á þessum meiði illgresisins, % sem breiddist nú um alla New York og virt- ist ætla að kæfa allt, sem héti lög og réttur. Hve lengi átti þjóðfélagið að sætta sig við þessar ógnir? , Haukurinn sat í ibúð sinni í Copley-Ven- dome ásamt Sarge, og þeir voru að ræða um áhrif blaðanna og þýðingu þeirra. — Eg vona að ég nái aðaltilgangi mínum með þessu, sagði Haukurinn. — Þér meinið tilkynninguna. Haldið þér að lögreglan fresti jarðarförinni? sagði Sarge. — Eg lield það. En mér er fyrir niestu að geta svælt Ballard, vin okkar út úr gren- inu sínu. — Svo að þér getið hramsað hann? — Eg lield að hann hljóti að finna á sér að við erum farnir að nálgast hann. Hon- um er vafalaust ljóst hvert stefnir. Þessi læti í morgunblöðunum og svo fréttirnar, sem hann sennilega hefir fengið frá Haley um það, sem gerðist í gær, hafa væntanlega gefið honum nægilegt umhugsunarefni. Ef Ballard er jafn séður og við liöfum haldið, hlýtur liann að hafa tekið eftir, að það er ákveðið samhengi í því, sem gerst hefur síðustu daga. Hann fór að þramma fram og aftur um gólfið. — Eg vildi óska að það væru ekki aðrir viðriðnir þetta mál en Ballard og hyski hans, sagði hann svo. — Þér virðist ekki hafa mikið traust á ungfrú Sneed, skilst mér. Bara að ég liefði getað lialdið við þá skoð- un, sem ég gerði mér um hana í fyrstu. En ég vaVð fyrir vonbrigðum af henni. Þetta, livernig Iiún svaraði spurningum mínum, sýndi full greinilega, að liún var að leita sér að smugu til þess að forða sér út um. — En það getur verið að hún hafi sínar sérstöku ástæður til þess að leyna yður því að Haley var í húsinu þegar þér komuð. — Það er ekki aðeins það, Sarge. Hvað segið þér um bréfið. Já, það er satt. Eg hefi gleymt að sýna yður það. Hann rétti Sarge bréfið, sem hann hafði fundið á skrifborði Sneeds senators. Það var skrifað með settri rólegri hendi og hljóðaði svo: Kæri Ham: — Mér fannst ég mega til að skrifa þér. En það getur verið að ég eyði- leggi bréfið. Ef ekki, þá fær þú það í póst- inum. Af fremur ógeðfelldri ástæðu verð ég að vera seint á fótum í kvöld. Eg á að liitta starfmann glæpalögreglunnar, sem á að fara með mig á stað, sem ekki er sem best þokk- aður. Ef eitthvað niðrandi skyldi koma fyrir mig vil ég láta vitnast, að það sem ég gerði gerði ég aðeins vegna dóttur minnar. Þú munt skilja þetta með hliðsjón af því, sem ég hefi sagt þér frá. Eg tel mig vissan um að þú notir þessa játningu mína ekki nema með fyllstu aðgætni. Þinn Bob Sneed. — Eg er viss um, liúsbóndi, að ef þclta hréf hefði snúist um einhvern annan en þessa Sneed-stúlku, munduð þér láta vafann verða til þess að rélta hennar hlut. Eg get ekki slcilið annað en að þetta bréf geti þýtt allt annað en þér haldið. — Það getur vel verið, Sarge. En þetta litla skilriki hefir að minsta kosti gefið mér svar við spurningu, sem þér lögðuð sjálfur fyrir mig nýlega. Þér voruð að furða yður á livað það hefði verið, sem hefði komið senatornum til þess að ybbast við Ballard, var ekki svo? — Jú, svaraði Sarge og leit á klukkuna. — En nú verð ég að fara ef ég á að fá að sjá eitthvað af jarðarförinni lians Ivolniks okkar. — Haldið þér að Ballard verði þar? — Áreiðanlega. Allt sem lögregla heilir verður þar saman komið, til þess að dást að hófunum og allri þeirra dýrð. Þessi atliugasemd svaraði alveg til þess, sem raun varð á. En til þess að lesandinn fái hugmynd um þessa sýningu, er rétt að vitna í frásagnir nokkurra blaðanna í New York. Eitt hlaðið skrifaði: Þetta varð sannarlega ekki nein venjuleg útför. Eins og svartur höggormur, með 250 bifreiðar í fararbroddi, þar af heil tylft, sem hlaðin var krönsum og blómum, liðaðist 500 metra löng líkfylgd gegnum göturnar. f öðru blaði stóð þetta: — Útförin varð einskonar auglýsing frá undirheimunum um, að þeir Iiafi sín eigin lög. Hún sýndi frámunalega fyrirlitningu fyrir lögum og reglu, og þó var lögreglan mannmörg þarna. Á einum kranshorðanum stóð þetta: „Við skulum hremma þá, Joe!“ Það var hótun um, að hefndin skyldi koma niður á morðingjum Joe Kolniks. Bófarnir kunna að heiðra foringja sína, að þvi er virtist. Einu blaðinu sagðist svo frá: fklæddur kjólfötum og hvítu líni lá bófa- foringinn í allan gærdag til sýnis í nikkel- kistu, sem kostað liafði 15000 dollara. Menn lians liöfðu sent blóm fyrir mörg þúsund dollara i litlu kapelluna í Bronx. Og ennfremur: Meðfram líkfylgdinni kom heil sveit lög- reglumanna. á mótorlijólum, og fjöldi bif- reiða með leynilögreglumenn fóru meðfram fylkingunni. „Louis de Gyp“ var mættur með 40 af Harlembófum sínum til þess að votta starfsbróður sínum virðingu í síðasta sinn. Blómasali frá Brooklyn liafði sent liressilega lieiðursgjöf á líkkistuna. Það var hvítur svæfill með blóðrauðum hring, og í miðjum hringnum var rýtingur. Meðan útförin stóð voru um 15.000 manns kringum kapelluna. Þar voru margar sorgarklæddar, grátandi konur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.