Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 10
■ 10 F Á L KIN N Prölessorinn' lelknr sér. b. Prófessor í stærðfræði var einu sinni í samkvæmi og var beðinn um að gera eitthvað til skemmtunar. Hann bað þá viðstadda um að nefna stærstu töluna, sem hægt væri að skrifa með þremur tölustöfum. Allir nefndu 999, en prófessorinn sagði að 9ö 9 - níu í niunda veldi og það aftur í níunda veldi, væri miklu stærri. Það urðu hinir að viður- kenna, enda mundu 369 miljón töl- ur verða i útkomunni. Of ef talið er að hverjir 5 tölustafir taki yfir 5 cm. í línu, þá yrði talan 2214 kílómetra löng, sagði prófessorinn. En þá urðu nú allir hissa. Svo lagði prófessorinn aðra þraut fyrir fóikið. Hann sagði. Getið þið skrifað töluna 100 með því að nota alla tölustafina frá 0 til 9, en hvern staf ekki nema einu sinni?“ Allir reyndu, en loksins varð prófessor- inn að ráða þrautina sjálfur. Hann skrifaði töluna svona: 50% +499%o = 100 Og svo bætti hann við íbygginn: „En það er til önnur leið, og hún er svona: 90 + 8% + la%'4 = 100 aKifesleJlt^c Tveir menn hittust daginn eftir og voru báðir framlágir. „Hvernig fanstu sjálfan þig í morgun?“ spurði annar. „Það gekk vandræðalaust," sagði hinn. „Eg leit undir borðið, og þar var ég.“ Bananar fást hvergi. — Þetta er siðasti hatturinn, sem við höfum i búðinni. Nú skal ég sýna frúnni hvernig mér finnst þér eigið að bera hann. ***** í lok áttundu lotu sagði hnefa- leikakappinn við einvígisvott sinn, að hann gæti ekki barist lengur. Hinn maldaði í móinn. „Eg get varla séð andstæðinginn lengur,“ sagði kappinn. „Þú getur þá reynt að hitta hann eftir minni,“ svaraði hinn. — Nýja vinnukonan á listamanns heimilinu. —■ Eg hefi fundið mann til að leysa yður af hólmi, Petersen. — Jú, sérðu hann Pétur heimtaði að fá að hafa leikföngin með sér. 5. Nú vaknaði Jens Anton af undr- un sinni og hljóp á eftir honum. Það var tunglsljós og albjart í garðinum. En hinn óboðna gest var hvergi að sjá. Hann var fyrir löngu horfinn bak við fjöllin, og Jens Anton hætti að elta hann til þess að athuga hvað hefði komið fyrir Svein. Blóð- ið rann úr nösum Sveins, en hann rcis sjálfur á fætur, og fyrsta spurn- ing hans var: „Hver var það? Mér virtist þú þekkja hann. LEYNDARDÓMUR ÁLFSBÆJAR 6. Jens Anton sagði að það hefði verið maður, sem hefði unnið á bú- garðinum fyrir einu ári. Þar sem augsýnilega enginn hlutur hafði horfið úr stofunni, spurði Sveinn auðvitað: „Já, en hvað vildi hann?“ Jcns Anton svaraði ekki, en beindi vasaljósinu að þeim stað á veggn- um, þar sem stóra málverkið hafði hangið, og þá rak Sveinn upp stór augu. 7. Á gamla eikarþilinu voru nokkr- ar tölur ristar með hníf, og það voru áreiðanlega þær, sem Andrés hafði verið að skrifa upp, þegar hann var truflaður. Jens Anton sagði nú að sú saga gengi um héraðið, að einn af fyrri eigendum búgarðsins hefði á ófriðartímum grafið fjár- sjóði sina niður einhversstaðar við bæinn, og að þessar tölur gætu vís- að á þá. 8. „Hafið þið þá reynt, að finna út, hvað '■tendur þar?“ spurði Sveinn undrandi. „Nei, við höfum alls engan tima til slíks, og þar að auki er þetta bölvuð vitleysa!“ - Drengirnir reistu nú hið eyðilagða málverk upp við vegginn, lokuðu gluggunum vandlega og héldu upp á loft til svefns. Eftir nokkrar mín- útur var Jens Anton farinn að hrjóta, svo að undir tók í stráþak- inu, en Sveinn lá andvaka og hugs- aði. Og þegar hann loksins sofnaði, var heili hans fullur af tölum. »

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.