Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN ÞEGAR ÖLL SUND LOKUÐUST FYRIR HITLER Ilitler æddi aftur og fram í jarð- húsi sínu, veifaði landabréfum og útskýrði allar þær flóknu liernaðar- aðgerðir, sem skyldu bjarga þeim öllum. Stundum öskaði hann fyrir- skipanir, eins og hann væri að stjórna vörn Berlinar. Hinn 28. april voru Rússar komn- ir inn að miðbiki borgarinnar, og ofboðsleg símskeyti fóru í allar áttir. „Eg bið þess að Berlin verði bjargað," símaði Hitler til Keitels. Allan dáginn var beðið eftir góðum fréttum. Hin rétta og nærtæka sönn- un var sú, að lierinn sem átti að bjarga var ekki til. En það var ekki nema ein skýring, sem tekin var gild í jarðhúsi Hitlers: Landráðin. Frá áróðursráðuneytinu barst Reutcr-skeyti um að Himmler væri að semja við Folke Bernadotte. Sjón- arvottum ber saman um, að það hafi verið hræðilegt uppnám, sem þessi fregn vakti, það getur eng- in vafi leikið á því, að Hitler skoð- þessar aðfarir Himmlers sem hrein iandráð og teldi þetta merki þess að nú væri fokið i öll skjól. Aðafara- nótt 29. apríl strikaði liann end- anlega yfir þánn möguleika að Himmler gæti orðið eftirmaður hans_ Hann skrifaði arfleiðsluskrá sína og svo voru þau Eva Braun gefin saman. Hjónavígslan fór fram að álið- inni nóttu. Göbbels hafði kvatt til Walter nokkurn Wagner, sem hafði starfað lijá honum í Berlin og var taiinn nothæfur til þess að fram- kvæma athöfnina. Göbbels og Bormann voru við- staddir sem svaramenn. Athöfnin var mjög stutt. Brúðhjónin lýstu yf- ir því, að þau voru af ómenguðum arískum kynstofni og hefðu enga arfgenga sjúkdóma. Þegar brúðurin átti að skrifa nafnið sitt skrifaði hún fyrst Eva Braun, en leiðrétti það svo í Eva Hitler, fædd Braun. Fyrir utan biðu nokkrir hershöfð- ingjar og ritarar. Brúðhjónin heils- uðu öllum með handabandi og drógu sig síðan ■ í lilé og settust að morg- unverði inni hjá sér. Skömmu síð- ar var Bormann, Göbbels, frú Göbb- els og tveimur riturum Hitlers boð- ið inn. Þau sátu þar saman í nokkra klukkutíma, drukku kampavín og röbbuðu. Samtalið snerist um gamla daga, meðal annars um brúðkaup Göbbels, en Hitler hafði verið svara- maður hans. Hitler talaði um sjálfs- morðsáformin. Hann sagði að naz- isminn væri kominn í strand og mundi aldrei risa upp aftur. Dauð- inn mundi verða sér bjargvættur, eins og nú stæði á, eftir að bestu vinir sínir hefðu svikið sig i tryggð- um og vegið aftan að sér. En það var drungi yfir þessu samkvæmi eftir að Hitler fór að tala um dauða sinn. Fólk kom og fór, því að mörgu var að liyggja. Hitler fór ásamt rit- ara sínum inn í næsta herbergi og þangað voru ýmsir kallaðir, einn og einn í senn, til ráðagerða. Hann var að lesa ritaranum fyrir arf- leiðsluskrá sína. Loksins var hjúskaparstaða Evu Braun ákveðin, eftir margra ára bið. Þegar þjónn einn, daginn eftir, á- vapaði hana - þrátt fyrir að það var bannað - „Náðuga fröken“, þorði Eva Braun loksins að svara: „Þér getið óhræddur kallað mig frú Hitler!“ Alla nóttina var Hitler að lesa ritaranum fyrir tvö skjöl: einka- arfleiðsluskrá sína og hina politísku afleiðsluskrá. 1 þessari síðustu aug- lýsingu fyrir nazismann, sem átti að verða boðskapur til komandi kynslóða, er ekkert nema innantóm slagorð. 1 fyrri heimsstyrjöld var Hitler hermaður, og þegar sú styrj- öld mistókst, sakaði liann stjórn- málamennina um að hafa svikið her- mennina. Þá gat hann ekki hrósað liershöfðingjunum nógsamlega. - í næsta striði var hann stjórnmála- maður. Þegar það stríð mistókst sakaði hann hermennina um að hafa svikið stjórnmálamennina og alla um að liafa svikið sig. Siðdegis lét Hitler depa Blondi, uppáhaldshundinn sinn. Síðan rétti hann stúlkunum tveimur, sem voru ritarar hans, eiturtöflur. Hann kvað sér þykja leitt, að hann hefði ekki annað betra að gefa þeim að skiln- aði. Svo bætti hann því við að hann óskaði þess að liershöfðingj- arnir hefðu verið sér jafn trúir og þessar tvær stúlkur. Þegar leið á næstu nótt var kall- að á fólkið úr hinu jarðhúsinu, liðs- foringja og kvenfólk, alls um 20 manns, sem enn voru þarna. Hann tók í liöndina á öllum konunum en sagði ekki neitt. Þegar þetta fólk fór frá honum blandaðist engum hugur um hvað i vændum væri. En nú gerðist dálítið óvænt. í skálanum, sem liermennirnir átu í, var verið að dansa. Fregnin um það, sem koma skyldi barst þangað upp, en enginn lét það spilla skemmtun- inni fyrir sér. Þá kom orðsending úr jarðhúsi foringjans, um að fólkið hefði ekki svona hátt, en samt var haldið áfram að dansa. Skradd- ari einn, sem var lokaður inni í stjórnarráðshöllinni ásamt fleirum, varð forviða þegar Rattenhuber sveitarforingi, yfirmaður lögreglunn- ar og hershöfðingi í S.S. gaf hon- uni olnbogaskot og ávarpaði^hann eins og kunningja. Á eftir fékk skraddarinn skýringuna á þessum kumpánaskap: Hitler liafði kvatt og ætlaði að fara að fyrirfara sér. Um miðjan dag hinn 30. apríl höfðu Rússar náð undir sig öllum Tiergarten. Hitler varð ekkert upp- vægur þegar hann fékk þessa frétt. Hann át morgunverð sinn. Eva var ekki viðstödd og Hitler sat með riturum sínum tveimur. Hann var rólegur og minntist ekkert á áform sín. Eigi að síður var hann þá að skipa fyrir um, að 200 lítrar af bensini skyldu fluttir upp í hall- argarðinn. Fjórir menn báru bensin- brúsana upp' og settu þá í varúðar- útganginn frá jarðhúsinu, en þá kom lögregluvörðurinn og bað ijm skýr- ingu á þessu. Þeir svöruðu að ben- sínið ætti að fara til loftræstingar- tækjanna. Lögegluþjónninn bað þá um að fara ekki með vitleysu, þvi að ræsingartækin gengu fyrir oliu. En þjónn Hitlers bað hann vera ró- Iegan. Skömmu síðar voru allir lög- regluverðir látnir fara burt. Nú hafði Hitler lokið við að borða. Gestir lians voru látnir fara út, og hann var einn um stund. Svo kom hann út úr herbergi sínu og Eva Braun á eftir lionum, og enn fóru kveðjur fram. Bormann og Göbbels voru viðstaddir. Hitler og Eva Braun tóku í höndina á öllum og fóru svo til lierbergja sinna. Svo heyrðist eitt skot. Hitler lá á legu- bekknum, sem var votur af blóði. Hann hafði skotið sig í munninn. Eva Braun lá dauð á legubekknum. Skammbyssa lá við liliðina á henni, en hún hafði ekki notað hana. Hún hafði tekið eitur. Klukkan var 15.30. Skömmu síðar kom Artliur Ax- mann, foringi Hitlers-æskunnar. - Hann talaði víð Göbbels, sem svo fór út en Axmann stóð eitt augna- blik yfir líkunum. Linge, þjónn Hitl- ers, og annar S.S.-maður vöfðu lík Hitlers í dúk, svo að ekki sást blóð- ugt og brotið höfuðið, og tveir aðrir S.S.-liðsforingjar báru líkið upp i garðinn. Bormann bar lílc Evu Braun. Hún hafði fengið hæg- ara andlát og það þurfti engan dúk utan um liana. Líkin voru lögð lilið við hlið í garðinum og hellt yfir þau bensíni. Skotbríðin frá Rússum undirstrikaði óhugnað þessarar athafnar og lík- fylgdin varð að flýja i skjól. S.S.- foringi kveikti í bensíninu. Líkfylgd- in lieilsaði með Hitlers-kveðju og dró sig svo í hlé. Tveir lögregluþjónar, sem ekki liöfðu heyrt skipunina um að þeir ættu að fara burt, horfðu á atburðinn. Annar þeirra, sem hét Mannsfeld, segir að sprengjugigur hafi verið þarna rétt hjá, og að lík- in hefðu verið tekin burt. Hann ef- ast ekki um að líkin hefðu verið grafin þar. Annað vita menn ekki um leifar Hitlers og Evu. ***** Höfum og útuegum beint hina viðurkendu PRENTLITI 0G SVERTU Einkaumboö á tslandi fyrir Fabrik for Trykfarver . Aktieselskab . Köbenhavn yi í Hvmarshúsinu Sími 1228

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.