Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 var svissneski landkönnuðurinn Burkhardt á þessum slóðum. Hann hafði orðið þess áskynja af Beduínun^, að þar væri „dauð ur bær“ inni á milli fjalla. Hann gafst ekki upp að komast inn úr þröngu gjánni og fann Petra. Síðan flýtti hann sér til Egypta- lands og sendi þaðan skýrslu sína um þennan fornleifafund, sem gerði liann lieimsfrægan. En bærinn fékk að sofa í friði áfram. Næstu öld tókst land- könnuðum og fornfræðingum að komast þangað stöku sinn- um, en það var erfitt vegna ó- vildar Araba. I þúsundir ára liefir morgun- sólin leikið um marglitu kynja- fjöllin kringum bæinn og tungl- skinið skriðið um oddhvessa tindana og lýst upp musterin. Hvenær komu fyrstu mennirnir þarna? Og liver átti frumkvæð- ið að þessum fögru byggingum. Það veit enginn. Fornfræð- ingarnir álíta að bærinn hafi verið lil löngu fyrir daga Abra- hams og að liann hafi verið orð- inn gamall þegar Móses fór frá Egyptalandi með lið sitt. Edóm- ítar neituðu ísraelsmönnum um landvist þegar Móscs sendi menn á fund konungsins í Edom. — Lagt í fjarska hillir undir stórt fjall með einhverju livitií á topp- inum. Það stingur í stúf við umhverfið vegna þess að það er svo blátt. Þetta er Hors-fjall (Djabal Hor). Og það hvíta er hvelfing, leifar af musteri, sem Arabar reistu yfir gröf Arons æðstaprests, bróður Mósesar. Petra vaknaði ekki til lífsins aftur fyrr en í fyrri heimsstyrj- öldinni þegar Lawrence ofursli og mönnum hans lenti saman við Tyrki í Wadi Moussa undir Horsfjalli og í Petradalnum. Transjórdania er hálendi með stórum fjöUum og eyðimörkum. Landið er ekki stórt — aðeins 40.000 ferkílómetrar. Og þar er lítið fleira fólk en í Osló. Fjöll- in eru brött upp frá Jói’dandaln- um Dauðahafinu og Wadi Araba alla leið til Akaba. Ibúarnir eru flestir Bedúinar, sem lifa með sama liætti og þeir gerðu fyrir þúsund árum, eins og bræður þeirra ú Saudi-Arabíu. Fyrir fornfræðinga er landið gull- náma. Þarna eru stór svæði með sandorpnum rústum, sem ekki hefir verið hreyft við í mörg liundruð ár. Það er ekki fyrr en eftir fyrri heimstyrjöldina að nafnið Transjórdanía var tek- ið upp. Eyðimerkurstríðið, sem háð var á þessum slóðum und- ir stjórn El-Aurans (Lawrence), Feisal prins (síðar konunugur í Irak) og amir Abdallah, var ríkt af ævintýrum, harðrétti og hetjudáðum. Þegar maður ekur i bifreið eftir eyðimerkurslóðunum skyldi maður halda að þarna væri ekk- ert líf, ekki svo mikið sem Bedúínatjald. En eyðimörkin er ekki eins dauð og liún sýnist. Bendúínar tjalda nfl. aldrei ná- lægt veginum eða þannig að tjaldið sjáist frá veginum. Veturinn 1938 ók ég í sér- staklega gerðum bíl frá Akaba upp á Transjórdaníu-básléttuna. Við fórum frá Akaba snemma morguns og það var komið að nóni þegar fjallaskörðin opn- uðust. Það var orðið miklu kald- ara en niðri i dalnum og snjó- fannir lágu hér og þar. Og allt í einu opnaðist hásléttan. Óra- löng sandflæmi með klettum úr sandsteini hér og þar. Við röktum hjólspor, sem sáust við og við í sandinum. Þau voru eftir herbifreið, sem liafði far- ið þarna um fyrir hálfum mán- uði. Þegar sólin fór að nálgast fjallgarðinn í vestri og skugg- arnir voru orðnir langir ókum við útaf hjólsporunum inn í dalverpi, til þess að tjalda þar fyrir nóttina. Við tjölduðum í skjóli og létum opið snúa gegn austri. Kveiktum bál af eini- sprekum og settum pönnuna og kaffiketilinn yfir, Þarna var svo hljótt og frið- samlegt. Það hefði eins vel get- að verið á tunglinu. Hvergi neitt kvikt að sá og ekkert hljóð að beyra nema frá katlinum og snarkinu í sprekunum. — Það dimmdi fljótt og stjörnurnar fóru að blika. En allt í einu kom þyrping fram milli klettanna, menn með rýtinga og riffla. Við spruttum upp og snerum okkur að þeim. Innan skamms vorum við um- kringdir af mönnum, sem störðu á bifreiðina, tjaldið og okkur. Einn þeirra var með patrónu- belti um öxlina. Hann kom að bálinu og sagði: — Yah sala’am — hvaðan komið þið? — Alcaba. — Hvert ætlið þið? — Guweira. — Tayib — takooma? Hann benti á bílinn. — Já. Vitanlega fengu þeir sígarett- ur og innan skamms sátum við tuttugu talsins kringum eldinn og kaffibollarnir gengu á milli. Þetta voru Bedúinai* af naiwat- ættinni og höfðu tjöld sín 500 metra uppi í fjallinu. Þeir sögð- ust vera í herferð gegn howeitat- bedúínum, sem höfðu setur norðar, og um land þeirra urð- um við að fara. Foringi þessa kynstofns hét Aufa Tayi en var nú dauður, frægur maður og vinur Lawrence. Það var liann sem mölvaði gervitennurnar sín ar þegar hann heyrði að þær væru tyrknesk smíði. Og i fyrsta skipti sem liann lcom upp í flug- vél vildi liann endilega fara til tunglsins, til að sjá hvort Bedú- ínar ættu þar heima. Eg virti þessa sextán syni eyðimerkurinnar fyrir mér, livern eftir annan. Allir voru þeir skarpleitir, mælskir og virðulegir. Og enginn skyldi liafa trúað að þeir væru á mannaveiðum, þarna sem þeir sátu og töluðu um hjartaveiðar og úlfalda og um konurnar og krakkana, sem biðu þeirra i tjaldbúðunum í Wadi Rumm. — Eftir klukkutima stóðu þeir upp. Hurfu svo hljóðlaust inn í myrkrið og eyðimörkin varð jafn hljóðleg og áður. Nálega allir kynstofnar i Transjox-daniu eiga i vigaferlum. Þau liggja stundum niðri um lirið en blossa svo upp aftur. Þetta var eitt af vandamálum Lawrence í styi’jöldinni, því að liann hafði svo marga kyn- flokka i lier sínum. Einn naiwat-bedúíninn sagði eftirfarandi sögu þetta kvöld: Ungur howeitat-bedúíni kom til Guweira. Þar kom liann auga á gamlan Araba, sem sat á bekk og var að drekka kaffi með fleirum. Án þess að segja orð sveif Bedúíninn að honum og sló hann með járnbút, svo að hann datt niður dauður. Bedúín- inn var liandtekinn samstundis og gaf þá skýringu við yfir- heyrsluna, að frændi bans liefði vei’ið drepinn af naiwat-bedú- ina upp í fjöllum og þessvegna taldi hann skyldu sína að di’epa fyi’sta naiwat-bedúinann, sem liann liitti. Maðurinn, sem var drepinn, mun varla hafa liaft hugmynd um morðið, enda hafði það verið framið sama daginn. Sheikarnir, sem fjölluðu urn málið, kornust að þeirri nið- ui’stöðu að ungi maðurinn hefði verið i sínum fulla rétti, en á- töldu að það hefði verið gamall maður, sem fyrir liefndinni vai’ð. En mörg víg spunnust út af þessu. Hin óski’áðu blóðhefndarlög, sem eru miklu eldri en Móses- arlögin, ná nefnilega til heildar- innar en ekki til einstaklingsins. I eyðimöi’kinni er það „stofn- inn“, sem ber ábyi’gð á mis- gerðunum, en ekki sá, sem mis- gei’ðina fremur. Það gildir einu hverjum af stofnsins mönnum hefndin kenxur niður á. Missi naiwat lxandlegginn í bardaga <við howeitat, skal einhver howeitat missa lxandlegginn í staðinn. En líka er annað til, sem nefn ist „blóðpeningar“ og eru þeir ákveðnir af „orfi“ (arabiskum rétti). Þar dæmir æðsli slxeik- inn og tveir aði’ir, senx tihxefnd- ir eru af aðilum. Til þess að af- stýra því að blóðhefndir haldi áfram er ákærði dæmdur til að greiða fjölskyldu þess, senx fyr- ir óréttinum varð, þannig: Manndráp 4000 kr„ skotinn fót 1500 kr„ auga 2400 kr. og stol- in eiginkona 4000 kr. Þetta er boi’gað með úlfölduixi. Niðurlag í nœsta blaði. * JAPANAR hafa beðið MacArthur her- stjóra að hlutast til um að 3 milljón japanskir borgarar, sem nú eru í Mandsjúriu, Kóreu, Sakkalin og Kur- ileyjum, fái liið bróðasta að kom- ast heirn til sín. Þetta er hernáms- lið, sem Japanar liafa sent pangað undanfarin ár. Segja þeir að þessir menn lifi ömurlegu lífi og sé mis- þyrmt á alla lund. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.