Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 11.04.1947, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N SUNDHÖLLIN 10 ÁRA 23. marz fyrir 10 árum var Sund- höll Reykjavilkur vígð. Var hún gcysimikið mannvirki á þeim tím- um, og ennþá er hún eitt þeirra stórliýsa, sem setja svip á bœinn, þótt hún þarfnist mikilla endurbóta. Pétur Halldórsson borgarstjóri flutti vígsluræðuna í viðurvist um 400 boðsgestir, og Þuriður Erlings- dóttir Pálssonar, yfirlögregluþjóns, þá sjö ára gömul, vigði laugina með því að synda yfir Iiana. Á þessu 10 ára skciði sundhall- arinnar hefir .margt g'erst, og vin- sældir sundsins hafa stöðugt vaxið. Bæði liefir fólkinu skilist það æ betur, hvílík heilsubót getur verið að sundiðkunum, og einnig hefir sundíþróttinni fleygt áfram, eins og öðrum íþróttagreinum, og þá cðli- lega einna mest vaxið fylgi meðal æskufólks. Fálkinn sneri sér til Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, sund- hallarforstjóra, í tilefni afmælisins, og spurðist fyrir um ýmislegt varð- andi sundhöllina. Þorgeir lagði megináherslu á það, hversu mikill áliugi ríkti meðal fólks á sundinu og skilning þess á mætti sundsins til líkamsræktar og heilsubóta. Sundhöllina hafa sótt 2.194,172 manns á þessum 10 árum, og er það um 000 manns að meðaltali á dag, ef allir dagar ársins eru reiknaðir. Einn úr liópi sundhallar- gesta hefir sótt sundhöllina á hverj- um degi í þessi ár. Það er Sverre Fougner Johanson, bókbindari. Eitt er það sem sérstaklega er vcrt að geta, og það er hin mikla aðsókn lamaðra manna að sund- höllinni. Þetta fólk leitar heilsubót- ar og skemmtunar í sundhöllinni, og er því nauðsynlegt, að sem allra hest sé búið í haginn fyrir það Slökkviliðsmenn liafa að mestu ann- ast flutninga þessa fólks inn í sund- höll, og hafa þeir unnið þar mikið starf og gott. Líka liefir það verið rómað, hve starfsfólk sundhallar- innar hefir sýnt mikla lipurð og umhygg'ju fyrir þessu fólki i hví- vetna. Er gott til þess að vita, að lipurmenni veljast til slíkra starfa sem þessara, og svo mun vera hér, cnda liefir starfsfólkið hlotið viður- kenningu fyrir vel unnin störf. Ekki verður minnst á sundhöllina nema nokkrum orðum sé drepið á framfarir í sundíþróttinni hér á landi. Sundmönnum okkar hefir l'leygt áfram í íþróttinni, og þegar hafa íslendingar eignast nokkra sund menn, scni standast samanburð við bestu súndmenn nágrannaþjóðanna. Sem tímanna tákn á þessu sviði, þá hafa nú á 10. ári sundhallarinn- ar komið hingað góðir sundmenn frá Danmörku og' Svíþjóð og þreytt kapp við bestu sundmenn liérlendis. Sundmennina íslensku langar til að reyna sig frekar við erlenda sundmenn, og munu þeir hafa hug á að taka þátt í Evrópuméistaramótinu scm haldið verður í Frakklandi, ef þeim gefst kostur á. En þótt góður árangur á sund- mótum sé keppikefli fyrir islensku þjóðina í sjálfu sér, þá er og verð- ur hitt altaf aðalatriðið, að lands- mönnum skiljist, að líta beri á sund- ið sem hollvænlega íþrótt til heilsu- bóta og líkamsræktar, auk þess sem sundkunnátta er nauðsynleg til björg unar frá drukknun. Það er þvi vafalaust vilji allra landsmanna, að hlúð verði að sund- íþróttinni með þvi að byggja sund- laugar eins og efni standa framast til, og því æskilegt, að fyrirliuguðum endurbótum á Sundhöll Reykjavík- tir verði hraðað sem mest. - Forstöðumenn sundhallarinnar hafa verið þessir: Ólafur Þorvarð- arson, Erlingur Pálsson, Sigríður Sigurjónsdóttir og Þorgeir Svein- bjarnarson. Einkaumboðsmenn fyrir ísland: O. IIclg:aisou *V Melsteil h. f. Reykjavík Sími 1644 Þetta eru hinar viðurkenndu óg margeftirspurðu ACME þvottavindnr Fyrir stríð var ACME besta og fullkomnasta þvotta- vindan er til landsins fluttist. Nú er hún betri og fullkomnari en nokkru sinni áður. ACME ÞVOTTAVINDAN ER JAFNFRAMT TAURULLA Fæst í öllum búsáhaldaverslunum. Einkaumboð og heildsölubirgðir: Cniiðiii. Guðmumlsson A €o. ♦ ♦

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.