Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.09.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N AUSTURLONDUM Jieimsstyrjöldin varð til þess að koma rúti á Austur- landaþjóðirnar, eigi aðeins í Indlandi, sem lengi hafði hóið sjálfstæðisbaráttu, heldur ýmsar aðrar þjóðir og þá einkum Malaja. Gerðu Japanar sitt besta til að espa þái gegn hvílum mönnum. Hér segir danskur plant- ekrustjóri, E. H. Offenberg frá japanska hernáminu á Java og undirróðrinum austur þar. ÓLGA í Þegar japanski herinn flæddi yfir Malakkaskaga og hollensku nýlend- urnar í byrjun ársins 1942, átti ég heima á SuÖur-Sumatra og stjórn- aöi j)ar gúmmí- og kaffiekrum. Ilernaðarviönámiö, sem hægt var að veita Japönum var hverfandi, en til að tefja framrás óvinanna eins og unnt var, liöfðu liollensku yfir- völdin ákveðið að fara að dæmi Rússa og „svíða landið“ og eyði- leggja eins mikið og unnt var af gúmmíbirgðunum og véiar og hif- reiðar. Hinn 1G. febrúar 1942, fáeinum dögum eftir að Singapore féll og Japanar liófu innrásina á Sumatra við Palembang, framkvæmdi ég, samkvæmt skipun, þetta ógeðfellda verk, og fór síðan til Java ásamt ástralska hernum. Hryggir í huga og fullir af kvíða og óvissu sigldum við frá Sumatra. Að haki stigu dökkir reykjamekkir til himins, frá brennandi gúmmí- og olíubirgðum. Og frammi fyrir hefðarbústað sínum stóð landsstjór- inn, æðsti embættismaður Hollend- inga þar um slóðir og horfði yfir umhverfið, sem fyrir fáeinum klukkutimum hafði verið í blóma. Nú var það eins og víti elds og reyks og fólkið á f.lótta. Lands- stjóranum og nokkrum öðrum em- hættismönnum hafði verið sagt að verða kyrrir, það kostaði þá alla lífið, eftir pyntingar, sult og sjúk- dóma. Þegar við komurn til Batavia flutt- um við til starfsbróður míns og gamals kunningjá, sem stjórnaði stærstu te- og kínín-ekrunum, sem til eru á Pengalenganhálsi fyrir sunnan fjallaborgina Bandoeng á Java. Þar fengum við fréttina um uppgjöf Bandamanna 2. mars 1942, réttum þremur mánuðum eftir að Japanar réðust á Pearl Harbor. Nú fór að verða erfitt. Bank- arnir lokuðu undir eins, og þar sem allur útflutningur stöðvaðist var ekki hægt að ná í peninga til að borga vinnulaunin. Og jafnframt varð vitanlega erfitt að útvega mat bæði handa livítum konum og börn- um á ekrunum og innfædda fólk- inu. En okkur tókst þetta nú sarnt. í byrjun júní ók bifreið upp að stjórnarráðinu, og vopnaður Japani hljóp inn í luisið með lista í hendinni og spurði eftir vini min- um. Hann hafði vitanlega fengið skipun um að eyðieggja vinnustöð sina, alveg eins og ég. En á síð- asta augnabliki hafði komið gagn- skipun. En nafnið hans stóð á lista, sem Japanar liöfðu komist yfir, og allir sem eitthvað voru riðnir við skemmdarverk voru tald- ir hættulegir menn og handteknir. Nafn mitt stóð ekki á listanum, þvi að samvinna var engin milli jap- önsku heryfirvaldanna á Java og Sumatra, og þessvegna slapp ég, cn vinur minn, sem ekki hafði neitt misjafnt á samviskunni var settur í fangahúðir. Síðar frétti ég að allir þeir, sem höfðu tekið þátt í spellvirkjum á Sumatra höfðu ver- ið teknir og skotnir samstundis er Japanar koniust yfir þá. Nú linnti ekki handtökum allra Evrópumanna, fyrst karlmanna og síðan kvenna og barna. Loks vor- um við konan mín og ég orðin ein eftir með þeim innfæddu inni á ræktunarstöðinni uppi í fjöllum, og reyndum að halda öllu í horfinu eftir |)ví sem við gátum. í orði kveðnu var það látið heita svo, að við værum borgarar hlutlausrar þjóðar. í byrjun ársins 1943 var montinn Japanakubhur settur til eftirlits á ræktunarstöðina. Hann átti að vera til liúsa og horða hjá okkur. Hann fékk sjálfkrafa öll æðstu völd á staðnum, og af því að ég vildi ekki vinna með honum sagði ég lausu starfi mínu. En þetta var tekið illa upp, og mér var hótað að hin alræmda „kempei“ Gestapo Japana, skyldi jafna um gúlann á mér. Loks tókst mér að orða uppsagnarbeiöui mína svo, að hún var veitt orða- laust, og frá apríl 1943 og til ó- friðaroka bjuggum við í Bandoeng, en þar höfðu margir Norðurlanda- húar sest að. I'yrir stríðið var nýlendum Hol- lendinga einkar vel stjórnað. Þær i fjárhags og félagsmálum. Hinir stóðu ofar öllum Asíulöndum hæði innfæddu höfðu fullt frelsi i öll- um greinum, nema þeir máttu ekki hvetja til byltinga, það var refsi- vert. Hin ævintýralega sókn Japana framan af stríðinu gaf þeim gott tækifæri til að nota sigurinn út i æsar. Þeir þekktu skaplyndi Asíu- búa og vissu að Indónesar dáðu máttinn og fyrirlitu veikleikann, eins og allir aðrir Asíubúar. Þess- vegna féll áróður Japana í góða jörð. Fyrsta hernámsárið, 1942, voru allar stjórnmálaumræður bannaðar meðal liinna innfæddu, en réttu ári eftir hernámið, eða 9. mars 1943, var stofnað félag, sem sameina skyldi alla stjórnmálaflokka í eina heild. Japanar höfðu lagt drögin að þessum félag'sskap og áskildu sér sjálfum allar valdastöðurnar í fé- laginu, svo að í raun og veru varð J)etta aðeins útbreiðslufélag fyrir áróður líeirra. Hinn eiginlegi tilgangur vár sá, að gera alla þjóðina að hernaðar- sinnum, og Japanar fundu bráð- lega nóg af innfæddum mönnum sem voru fúsir til að reka erindi þeirra. Allt frá fyrstu hernámsdögunum hafði Indonesum gefist kostur á að láta innrita sig sem heiho, eða ráðna hermenn í japanska hernum. En fyrst nú fór að kveða að þessu. Og nú streymdu að -umsóknirnar frá liinum friðsömu innfæddu mönn um á Java, um að láta innrita sig í sjálfboðaliðaher, sem berjast ætti fyrir sjálfstæði Asíu undir heróp- inu „Asía fyrir Ásiubúa". í raun réttri þýddi þetta ekki annað en „Asía fyrir Japana“, en það skyldu Indonesarnir ekki. Japanar tóku þessum áskorunum með klókindum. Þeir J)óttust ekki vilja láta að óskum sjálfboðaliðanna undir eins, og biðu fram til liausts- ins 1943. Þó fóru ])eir að þjálfa liðsforingja og hermenn undir sinni stjórn og stofna hinar svonefndu Sukarela og Peta-sveitir. Siðar hrett- ust æskulýðsdeildir og lögreglu- sveitir við, og jafnvel söfnuðir Mu- hameðssinna voru neyddir lil að stofna sérstakan her, Hizbuliah, sem þýðir „her hins almáttuga". Japanar vígbjuggu einnig allar lögreglusveitirnar, svo að Japan varð í orðsins fyllstu merkingu vopnað land. Lögreglan var ákaflega snúninga- liðug við Japana og lagði sig í framkróka um að þóknast þeim, Nýjung í flugtækni Englendingar hafa nú smíðað fyrsta þrýstiloftsflug'bátinn í heiminum. Hlaut hann nafnið „The Saunders-Roe A I“. Reynsluflugið fór fram við eyjuna Wight við suðurströnd Eng- lands, en árangurinn er ennþá leyndarmál. — Eins og sjá má á myndinni er flugbáturinn án hreyfla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.