Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1947, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.09.1947, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 ísbiörninn í dýragarðinum i London var víst einn um að fagna frostunum og fannkom- unni í vetur Fílar fá lömunarveiki. / ensk- um„sirkus‘‘ fengu -'r fílar löm- unarveiki fyrir nokkru. Ran- arnir urðu máttlausir svo að fílarnir urðu að láta mata sig. Nú hafa þeir samt fengið mátt- inn aftur, eftir að farið var að nota stuttbylgjur til að lækna. þá. Napóleon á verði. — Mynd þessi er frá Versailles og sýnir styttu Napoleons „standa vörð“ yfir ýmsum dýrgripum, sem flytja varð burtu við forsetaskiptin síðustu. Englendingar hafa fengið tölu- vert af matarsendingum frá Ástalíu. Mynd fiessi er tekin á hafnarbakka í enskri borg og er af áströlskum fulltrúa og hafnarmönnum, sem eru að ræða um flutning á Í5,000 gjafa kössum með kjöti, búðingum sultu og ávöxtum. Frumstæður landbúnaður. — Myndin til vinstri er frá vin í Norður-Afríku, og sýnir hún frumstæðar plægingaraðferðir. Úlfaldar draga plógana, sem eru úr tré og líta út eins og plógar fyrir 2000 árum. Hin myndin er frá Nílardalnum. Þar eru 2 uppskerur á ári og er vatni úr Níl þá veitt yfir bakkana til þess að vökva jarðveginum fyrir uppskerutímann. Ber mikla nauðsyn til þess, því varla kemur dropi úr lofti allan ársins hring. En ennþá er að mestu notast við handafl til framleiðslunnar. Rita Hay í Frakklandi. Amer- iska leikkonan Rita Hay fór til Parísar fyrir skömmu. Gat hún varla þverfótað fyrir rit- handasöfnurum. sern víða eru orðnir þjóðfélagsplága■ Hér sést borðalagður náungi biðja leik- konuna um að skrifa nafnið sitt. Hsfir bjargað mörgum. Á stríðs- árunum fluttu hinar stórn sprengjuflugvélar með sér sam- anbrotna björgunarbáta, sem ióku 15 manns. Þeir voru 30 feta langir og höfðu 8 hestafla vél. Ganghraði var 8,5 mílur. Þeir voru Jrannig ýerðir, að liægt var að láta þá falla nið- ur í fallhlíf. Hér sést slíkur bátur undir seglum. Einn sða tvsir? Þessi ameríski hermaður virðist hafa selt si-g í undarlegar skotstellingar. En við skulum ekki vera svo viss um fimi hans. Fæturnir, sem við sjáum, eru nefnilec/a alls ekki af manninum, sem er að skjóta. Það eru tveir menn, sem eru að gera „kúnstir“ sín- ar, en ekki einn. „Zítar“ fyrir silkiklút. 1 Þýska- landi gegna peningar ekki stóru hlutverki. Vöruskipta gætir því meira. Á myndinni sést maður skipta á „zítarnum“ sínum og silkiklút, sem hann ætlar að gefa konunni sinni. Nýtísku leikvangur. / Mexico City, höfuðborg Mexico, hefir verið byggður leikvangur fyrir nautaat stærri og fegurri en þekkist annarsstaðar. Ljósaút - búnaður er sérstaklega vandaó- ur, og hægt er að sýna um kvöld jafnt sem dag, Ijósadýrð- in er svo mikil.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.