Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.09.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Henn sem talað er nm Sliimvell »kolapiUnriuu« EldsneytisráSherra Breta, Eman- uel Shinwell, sem í harSindunum í febrúar í vetur sem leið sætti svæsnari árásum en nokkur breskur ráðherra hefir oröið fyrir útaf kolaleysinu, vann sitt fyrsta kola- sþarnaðarstarf fyrir hið opinbera með því að sigta ösku í fangelsi í Skotlandi. Shinwell var nfi. tekinn „úr umferð“ í fimm mánuði fyrir æsingar í sambandi við 40—tíma verkfallið í Glasgow laust eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það hefir alltaf verið styr um Shinwcll hvar sem hann hefir farið og það eru engan ýkjur að segja, að liann hafi „boxað sig fram til ráðherrastöðunnar. Hann hefir skæðan túla, sem allir óttast. Mað- urin er nefnilega meinyrtur og stór- orður, og er ekki hræddur við að láta allt fjúka þó að það sé óþveg- ið. Hann mundi þykja dásamlegur ræðumaður i Hyde Park. Hann er af alþýðufólki kominn og hefir jafnan verið einlægur hat- ursmaður auðstéttanna. Forfeður lians hafa verið breskir þegnar í hundrað ár, en forfaðir hins núver- andi eldsneytisráðherra er kominn frá PóIIandi. Afi hans rak smáversl- un, fyrst i London og síðan í Glas- gow en gekk illa. Þegar Emanuel var 11 ára fór hann úr skólanum til að vinna fyrir sér sjálfur. Nítján ára kvæntist hann og um leið varð hann atvinnula.iis. - Stuttu eftir tókst honum að fá vinnu lijá skosku samvinnufélögunum. í l'ritimum hjálpaði hann verkamönnum við skipasmíðastöðvarnar, sem þá voru í verkfalli, og síðar varð liann að- stoðarritari í sjómannafélaginu í ■Glasgow. Og frá sjómannafélaginu komst liann í félagsskap kolanámu- manna. Hann var kosinn á þing 1922, vara ráðherra fyrir námurnar 1924 og fjármálaritari í hermálaráðuneytinu 1929. En þegar MacDonald gerði bandalag 1931 fór Shinwell ekki í samsteypustjórnina, því að hann tahli bræðing MacDonalds svik við verkamenn. Gerðist hann nú einn skæðasti andstæðingur MacDonalds og felldi hann í hans eigin kjördæmi 1935. Þegar Attlee myndaði stjórn jmtti Shinwell sjálfkjörinn til þess að verða námuráðherra og koma þjóðnýtingunni í kring og sjá um næga kolaframleiðslu. En það síð- astnefnda tókst honum ekki. Shinwell er talinn ofstækismaður en þykir þó umgengnisgóður. Þó að hann sé sjálfmenntaður þykir hann margfróður í betra lagi. Hann bragðar aldrei áfengi. Það stendur þannig á því, að í ungdæmi hans strengdu þeir þess heit, nokkrir fé- lagar að smakka ekki í staupinu fyrr en búið væri að leggja niður efri málstofuna. Allir hafa brotið nema Shinwell. Og það eru litil lík- indi til að liann fái snapsinn. Því að lávörðunum úr verkamanna- flokknum er alltaf að fjölga. Graham llell höf. talsímans Manni finnst það í fljótu bragði ótrúlegt að ekki skuli vera liðin nema 100 ár frá því að maðurinn, sem fann talsímann, fæddist. En svo er það nú samt. Alexander Graham Bell var aðeins nokkrum vikum yngri en Edison og fæddist i Edinburgh 3. mars 1847. Hann menntaðist fyrst við há- skólann þar í borg en hélt áfram námi við háskólann í London. Þar kynntist liann tveimur mönnum, sem höfðu mika þýðingu fyrir h.ann síðar, sir Charles Wheatstone (1802 —1875) liinuin fræga eðlisfræðingi, og Alexander John Ellis (1814— 1890), sem var frægur málfræðing- ur, stærðfræðingur og hljómlistar- maður, og er einkum kunnur fyrir rannsóknir sínar á liljómfræði. Af umgengni við þessa menn fékk hann áhuga áliuga á því að rita hljóð. Árið 1870 fór hann með föður sínum til Ameríku og 1872 varð hann málleysingjakennari i Boston. Tilraunir hans á þessum árum kom- ust svo langt að hann fékk einka- leyfi á áhaldi til þess að flytja hljóð með rafmagni. Þetta tæki var sýnt á Philadelphinu-sýningunni 1870 og vakti fádæma eftirtekt. Nú var lagð- ur 8 km. langur sími milli .Brant- ford og Mount Pleassant. Tilraunin með að flytja hljóð með þræði þessa vegalengd tókst svo vel að framtíð talsímans var örugg. Árið 1877 var fyrsta símalinan til almennings- nota lögð i Ameríku og nú fór sím- inn að breiðast út yfir veröldina og bæirnir fengu sín símakerfi. Fyrsti talsiminn á íslandi var kominn fyrir aldamót. Graham Bell gerði mikhi fleiri uppgötvanir en talsímann, til dæm- is fótófóninn, sem Ijósmyndar hljóð i titrandi ljósgeisla. Hann skrifaði fjöldann allan af vísindaritgerðum og var meðlimur í aragrúa af vís- indafélögum i Ameríku og Evrópu. Hann dó 2. ág'úst 1922 á sumar- setri sínu skammt frá Baddeck i Nova Scotia. Attlee cr licimakær Þegar æðsti ráðunautur Breta- konungs Clement Richard Attlee kemur heim til sín eftir dagsins erfiði og sest inn í stofu á efstu hæð i Downing Street 10, fer hann að ráða krossgátur eða liann les upphátt fyrir fjölskylduna. Því að hann er fyrirmyndar heimilisfaðir. Það var skömmu fyrir silfurbrúð- kaup hans sem blaðamaSur frá United Press lieimsótti liann. Úr gluggunum sá yfir „Horse Guards Parade“ og í stofunni er mikið af blómum og myndir á veggjunum. Þar er Truman forseti í silfurrannna stór mynd af George VI. og á ut- varpstækinu er mynd af Attlee sjálf- um. íbúðin er ekki stór og’ verður að ganga upp þrjá stiga til að kom- ast þangað og siðan um langan gang. Hún er alveg aðskilin frá móttökusölunum á neðri hæðunum. Attlee tekur aldrei vinnu heim með sér. Þegar liann er heima hvíl- ir hann sig og reynir að liugsa ekki ncitt um „landsins gagn og nauð- synjar“. Og besta hvíldin er að lesa hátt i bók eða ráða krossgátur. Þau hjónin eiga fjögur börn. Janct er elst, 24. ára, og er aðstoðarstúlka við geðveikrahæli i London. Þá er Felicity, 21 árs. Hún er barnfóstra. Martin er til sjós og ætlar að verða skipstjóri og Alison er 16 ára og gengur á skóla í Salisbury. Áður en Attlee varð íorsætisráð- lierra átti hann lieima í litlu húsi i Stanmore, í útjaðri Lundúnaborg- ar. Hugsaði frú Attlee þá ein uni heimilið o.g sömuleiðis effir að maður hennar var orðinn forsætis- ráðherra í forföllum Churchills. En 26. júlí 1945 skipti um, er hún frétti að hún væri orðin for- sætisráðherrafrú eftir hinn mikla kosningasigur Verkamannaflokksins. „Þá um kvöldið ók ég manninum mínum til Buckingham Palace og honum var falið að mynda tiýja stjórn. Eg sat kyrr í bilnum þangað til einhver kom út til min og spurði hvort ég væri ekki frú Attlee og hvort ég vildi ekki koma innfyrir meðan ég biði.“ Nú hefir frúin i niörgu að snú- ast, miklar bréfaskriftir og þarf oft að vera viðstödd við hátíðleg tæki- færi og lialda veislur. En um helg- ar fara þau lijónin alltaf til „Che- quers“, sveitabústaðar forsætisráð- herrans. Frú Alllee liefir mjög gam- an af að koma á þingið þegar fyrir- spurnartimi er þar. Attlee er 63 ára gamall og hefir setið á þingi síðan 1922 fyrir Lime- house-kjördæmi. í stjórn MacDon- alds var hann vara-hermálaráðherra 1924, en síðan 1935 hefir hann verið formaður þingflokks verka- mannaflokksins. Hann er lögfræðing- ur frá Oxford-háskóla og gegndi um hrið málaflutningsstörfum áður en hann fór að gegna opinberum embættum. VESALINGARMR. Framhald af hls. 6. gjahls fyrir Cosette. En sá ókunni sýndi honum ýmsa kvittaða reikn- inga frá móður Cosette, þar sem greinilega sást, hve mjög Thénar- dier hafði féflett liana. Hann feng'i því ekki einni súu meira. Thénar- dier undi illa málalyktum, en varð þó að snúa heim við svo búið. Eins pg lesandann m.un hafa grunað var ókunni maðurinn eng- inn annar en Jean Valjean. Eftir björgunarafrekið hafði hann af á- settu ráði látið sig detta útbyröis, synt nokkurn spöl í kafi og kom- ist klakklaust i land, án ])ess að nokkur yrði lians var. í fyrstu fór liann huldu liöfði, en síðan minntist liánn Cosette litlu og lof- orði sinu við Fantine. Hann náði sér í peninga, keypti f<">t á átta ára telpu og hélt svo til Montfer- meil. Nú var hann á leið þaðan til Parísar með Cosette litlu. Þar liafði hann leigt sér litla íbúð. Hann kenndi nú Cosette litlu að lesa og skrifa og bætti lienni upp þau ár, sem vanrækt höfðu verið af Thénardier-hjónunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.