Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN o Hiroshima fylklu flugvélarnar liði og þær komu alltaf inn yf- ir landið skanjmt frá Hiroshima hvar svo sem þær ætluðu að gera árás. Það fór að ganga saga um borgina. Ameríkumenn ætluðu þessari borg eitthvað sérstakt — eitthvað liræðilegt. Herra B — en svo kölluðu Jap- anar alltaf flugvirkin — fórn alltaf yfir hæinn án þess að sleppa sprengju. Skammt frá voru bæirnir Iwakuni og Töku- yama í rústum. En veðurflug- vélin fór yfir Hiroshimá. Ekk- ert gerðist. — Bara flugvélar, sem flugu yfir — og framhjá. Þessi friður var óskiljanlegri en tali tók, það var of gott til að vera satt, að Hiroshima ætti að sleppa við spreilgjuá- rásirnar. Og það var verra en allt annað að bíða í kvíða. Fólk- ið var að ganga af göflunum. Þegar atómsprengjan féll. Þegar leið að miðnætti 5. ágúst sagði útvarpið að 200 B29-flngvélar væru á leið til Suður-Honshu, og ráðlagði fólk inu i Iliroshima að l'lytja sig til „tryggari staða“, sem þvi Iiafði vei'ið vísað á. Presturinn Kioshi Tanimoto var fyrir löngu hyrjaður að flytja allt sem flutt varð úr kirkju sinni og í hús, sem Koi silkigerðarmaður átti og var 3 kílómelra frá miðbiki borgarinnar. Han réð sjálfur við allt það sem minni háttar var, stóla, sálmabækur, hiblíur og altarisklæði en varð að fá hjálp lil að flytja orgel kirkj- unnar og píanó. Vinur Iians, sem Matsuo liét, hafði lijálpað honum til að koma píanóinu út úr borginni og' til endur- gjalds hafði síra Tanimoto lof- að að hjálpa honum að flytja ýmsa muni, sem dóttir hans átti. Þessvegna fór hann snemma á fætur morguninn 6. ágúst. Hann var litill vexti en fljót- færinn og létt um að tala, hlæja og gráta. Búkurinn er lítill en virðist vera hlaðinn orlcu. Jafn- framt virðist hann vera varkár og forsjáll. Ilann var ofur þréyttur, svona snemma morg'- uns. Flutningasti'itið og marg- ar langar vökunætur höfðu gert hann lúinn, en samt hélt liann áleiðis heim til Matsuo fyrir klukkan sex um morguninn. Það var skápur, fullur af fatn- aði og allskonar eldhúsgögn, sem llytja átti, og nú héldn mennirnir tveir af stað. Skömmu siðar var hættumerkið gefið, hvinur sem stóð heila mínúlu. En, hann var vanur þessu, því að hann liafði heyrt það á hverj um morgni þegar veðurathug- unarvélin fór yfir bæínn. Menn- irnir tveir drógu stóru kerruna gegnum bæinn, yfir árnar tvær og áfram upp bratta götuna ijl Koi. Þegar þeir voru komnir upp í þröngan dal, þar sem samfelldu byggingunum lauk, kom merki um að liættan væri liðin hjá. Japönsku radar-símþjónarn- ir höfðu ekki orðið varir við nema 3 flugvélar, og töldu að það væru njósnarflugvélar. Það var erfitt i hrekkunni upp að húsinu silkigerðarmannsins, en loks komust þeir up^j á blett- inn hak við húsið. Þetta hús var af venjulegri gerð: tréflek- ar á grind og þungt þak úr brenndum tígulsteinsflugum. Þetta var fagur og kyrr sumar- dagsmorgunn og svalt og þægi- legt í garðinum kringum húsið. Tanimoto rámaði óljóst í að ljósrákin liefði farið frá austri til vesturs, frá hænum og upp til ásanna. Þetta var eins og sólargeisli. Hann heyrði enga bresti en fannst allt í einu snarp an þrýsting og svo rigndi tré- flýsum og spýtubrotum yfir hann. Honum fannst fvrst eins og teygt væri úr honum öllum. Þegar hann leit upp aftur sá hann ekkert nema rústir, og datt fvrst í liug, að sprengja hefði hitt sjálfl húsið. Hann hljóp út á götuna eins og óður væri. Sá hann nú að steinsteypu garðurinn kringum húsið var oltinn um koll — ekki út, held- ur í áttina til hússins. Nokkrir hermenn voru að koma út úr loftvarnarbyrgi. Blóðið lagaði úr liöfði, brjósi og baki. Þtir þögðu, voru eins og lamaðir. Rykský breiddi úr sér yfir hæn- um, og dagurin varð dimmari og dimmari undir því. Hann var þrjá kílómetra frá miðdepli sprengingarinnar. Frú Nakamura hjó hinumeg- in í borginni, um 1500 metra frá miðbikinu. Hún sá ljós — livít- ara en nokkurt ljós sem hún hafði séð áðu'r. Svo tókst lnin hátt á loft of fannst hún fljúga af svefngólfinu og inn í næsta herbergi. Tréflisarnar sölluð- ust vfir hana og það rigndi yfir liana tígulsteinabrotum úr þakinu. Dr. Masakazu Fujii var nið- ur sokkinn í að lesa Osaka- hlaðið „Asalii“, þvi að konan Iians var i Osaka og þessvegna var lionum forvitni á að vita livað gerðist þar. Hann sneri bakinu að miðhiki sprengingar- innar og þessvegna sýndist honum ljósið gult. Hann kippt- ist ákaflega til og reyndi aðu standa upp. En þá valt lækn r ingastofan á bak við hann út í ána með ógurlegum hávaða. Sjálfur slengdist hann á hramm ana og svo á hliðina. Hann klemmdist milli tveggja staura og . missti meðvitundina. Ungfrú Toshiki Sasaki lam- aðist af hræðslu og sat lengi kyrr á stólnum án þess að hræra leg eða lið. Allt hrundi. Þakið hruridi og fólkið hrapaði af efri hæðinni niður þangað sem hún var. Húsþökin yfir lvöfðum þeirra gliðnuðu sundur. Bókaskáparnir með veggjunum steyptust fram á gólf. Hún grófst undir bókunnm og svo leið vfir liana. 100.000 dauðir. Tanimoto iJi’estur furðaði sig á rykskýinu sem var svo þétt að dimmt varð á götunni. Hann furðaði sig mjög á því að skól- inn, sem var þarna skammt frá var mjög skaddaður, og á því að 50—60 manns stóðu þarna og' hiðu eftir læknishjálp. Þóttisl liann nú vita að margar sprengj- ur liefðu fallið á borgina. Hann komst upjj á hól og horfði nú yfir Hiroshima. Þétt, geigvæn- leg eiturþoka hreiddist vfir borgina. Allsstaðar lagði reyk í loft upp og liann furðaði sig á hvernig slik eyðilegging liefði gelað dunið yfir úr hljóðlausu lofti. Mörg hús í grenndinni stóðu í hjörtu báli. En nú fóru að falla gríðarstórir regndrop- ar, og hélt hann fyrst að þeir væru úr slöngum slökkviliðs- mannanna. En þetta var þétluð gufa, sem féll frá reyksúlunni, sem nú liafði teygt sig marga kílómetra i loft upp yfir Hir- oshima. Niðri í borginni greip eldur- inn um sig með ægilegum hraða. Aðeins litið af þeim eldi kom heinleiðis frá sprengjunni. Flestir brunarnir komu af því að eldfimir hlutir féllu niður á eldstæði og rafleiðslur. Yfir 100.000 manns liöfðu týnt lifi við sprenginguna. Hafgra'ðing- um taldist svo til að 25% þeirra hefðu látist af brunasárum, 20% af radium-geislam og 50% af öðrum skemmdum. Af ÍKI.000 þúsund húsum voru 62,- 000 eyðilögð og 600 að auki svo skemmd að ekki voru tiltök að gera við þau. Allt liöfðu þetta verið venjuleg sterk liús, sem þoldu að minnsta kosti 130 kg. þrýsting á hvern fermetra. En þrýstingurinn af sprengjunni var frá 16 til 25 tonn á fer- metra. — Steinsteypugólf á hiú einni var horfið, marmarastein- ar í kirkjuþaki feyktust íil og á járnhrautarstöðinni í Hirc- . shima lágu 22 járnbrautarvagn- ar á liliðinni. Málmur, sem þarf 900 stiga hita til að bráðna, hafði bráðnað og runnið 350 metra frá sprengjustaðnum. -— Símastaurar, sem þurfa 240 stig til þess að verða að viðarkol- um, höfðu orðið að kolum 100 metra frá sprengjustaðnum. Tígulsteinar sem þurfa 1300 st. til að bráðna, höfðu leyst sig upp í 550 metra fjarlægð. Og af athugunum, sem gerðar voru mátti komast að raun um, að þar sem sprengjan féll hlaut að hafa verið 6000 stiga liiti. Af 150 læknum í bænum voru 65 dauðir og flestir hinir særð- ir. Af 1730 hjúkrunarkonum voru 1655 dauðar eða svo særð- ar að þær voru óstarfhæfar. Fellibylurinn. Tanimoto flýtti sér inn i borg ina beint á móti fólksstraumn- um, sem var að flýja þaðan. Allir voru særðir á einhvern hátt. Sumir köstuðu upp, flest- ir voru í rýjum eða allsnaktir. Brunasárin höfðu myndað alls- konar mynstnr á líkamann, eft- ir böndum eða axlaböndum, sem fólk liafði liaft undir skyrt- unni. Á mörgum konum mátti sjá myndanir af rósum á kó- monóunum þeirra. Allir voru niðurlútir eða liorfðu beint fram, eins og Jjeir gengju í svefni. Leiftrið frá sprengjunni „ljós myndaði“ menn sem fyrir því urðu á liluti, sem voru hak við þá. Þannig hafði málari einn myndast á vegginn á bankan- um, sem hann stóð lijá þegar sprengirigin varð. Á múrnum sást greinileg mynd af hoiium, þar sem hann er að dýfa pensl- inum í farðadósina. Þegar Tanamolo kom að As- ano-garðinum var fullt af fólki þar og alltaf komu fleiri og fleiri. Allir voru þyrstir og með ógleði, og' héldu að Ameríku- menn hefðu lielt eiturgasi yfir borgina. En ástæðan til þess mun líldega hafa verið sú, að oson myndaðist þegar sprengj- an klofnaði. Nú í'ór að rigna á- kaft aftur en það var ekki eðli- leg rigning. Einhver hrópaði: „Nú hella þeir yfir okkur hens- íni. Þeir ætla að kveikja i okk- ur!“ En þetta voru regndropar. Stormurinn fór sívaxandi og nú kom allt í einu hvii’filvindur, sem líklega liefir orsakast af súgnum frá öllum eldunum í borginni. Risavaxin tré ultU um og minni tré rifnuðu upp með rótum. En hærra i lofti var allskonar rusl á ferð og flugi, hárujárnsplötur, veggjapappi, hurðir og gólfmottur. Tanimoto Framhald á bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.