Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN BAÐKER, VASKAR, málmhlulir, gólf, trémunir —1 ViM-hreinsunin heldur þeitn skinandi eins og nýjum. \ V HREINSAR FLJÓTT OG ÖRUGGT X'V 444-925 Jólabækurnar farnar að koma Það leikur ekki ó tveim tungum að séra Skúli Gíslason prestur að .Breiðabólstað er sá íslenskur sagna- ritari, sem skráð Iiefir sögur þær er geymst hafa með þjóðinni af mestri snilld. Það er því vonum seinna að Dr. Sigurður Nordal prófessor ræðst í það að gefa út sögur séra Skúla eftir eigin hand- riti hans, sem eins og kunnugt er liggur liér á Landshókasafninu. Dr. Nordal hefir valið þessú verki séra Skúla nafnið „Sagnakver“ og mun nafnið vera mjög í anda séra Skúla, sem ekki vildi gera ofmikið úr sínu starfi, sem sagnritari, en annars er hér um stórmyndarfega Hirosima. Framhald af bls. 5. prestur lagði rýju yfir augun á einum mannaumingjanum, til þess að hann skyldi ekki iialda að hann væri genginn af vitinu. Svo fór liann til að ná sér í eitthvað að horða. í kálgarði einum fann liann gras- ker, sem hafði stiknað við sprenginguna. Það var ágætur matur. Svo fór hann að koma fólki yfir ána. Það gat ekki staðið upp sjálfkrafa. Hann tók í hendurnar á einni konunni, en þá straukst liúðin af i stór- um flyksum, eins og lianski. Hann lyfti þeim á hak sér. Fólk ið var rakt á baki og brjósti, alsett brunasárum, sem voru gul fyrst í stað en urðu síðan rauð og hólgin og full af grefti. Skammt frá lágu um 20 lier- menn. Það var eins og mar- tr'öð að sjá þá! Andlitin hrunn- in, augnatóttirnar tómar, því að augun liöfðu hráðnað og runnið niður kinnarnar. Munn- urinn var eitt gapandi sár. Ung kona sat og var að rimpa saman rifu á sloppnum sínum. — En hvað ])ú verður fín! sagði hann. Hún hló. Líkunum var safnað saman á stóran hlett fyrir utan sjúkra- húsin. Svo voru þau lögð á við- arkesti og kveikt undir. Askan var sett í umslög með nafni hins látna á, og umslögunum raðað eftir stafrófsröð á skrifsofunni. Líf og dauði. Dr. M. Fujii hafði nóg að gera eftir sprenginguna. Eftir her- námið tók hann oft á móti mönnum úr setuliðinu. Hann jós í þá besla viskíinu sinu og æfði sig í að tala ensku. — Veikin eftir atómsprengjuna skiptist í þrjú stig, sagði hann, og út- skýrði það eftir föngum. Stund- um dóu menn, sem ekkert sá og glæsilega hók að ræða með mik- ið á annað hundrað bestu sagna, sem þjóðin á. Sagnakver séra Skúla liefir það fram yfir öll önnur þjóð- sagnasöfn að þar er. engin saga leiðinleg. Sá sem tekur sér hókina í hönd getur ekki hætt og vill af engri sögu missa. Framan við hók- ina er löng og merkileg ritgerð eftir Sigurð Nordal um séra Skúla, lífs hans, list og starf. — Halldór Pétursson hefir eins og kunnugt er unnið að því síðan árið 1945, að gera myndir fyrir Nordal i hókina og er árangurinn aðdáanlegur, hver myndin annarri merkilegri, sérstæð- ari og fallegri, og er prentun frá- bærlega góð. Bókaútgáfan Helgafell gefur sagnakverið út og mun það eiga að verða aðaljólabók forlagsins í ár og er það vel til fallið. Er hik- laust óhætt að segja að erfitt muni að finna skemmtilegri bók til gjal'n. E. ./. á, eftir áhrifin frá heta- og gammageislunum. Annað stig kom i ljós 10—15 dögum eftir sprenginguna. Þá datt hárið af sjúklingunum, þeir fengu nið- urgang og stundum 41 stigs liita. Eftir 30 daga komu trufl- anir á blóðrásina. Það blæddi úr tannholdinu og hvítu blóð- kornunum fækkaði. En á 3. stigi fjölgaði þeiin fram úr hófi. Og fólk varð ófrjótt. Hinsvegar hafði sprengingin engin áhrif á jurtagróðurinn. Grasið greri fljótt upp í rúst- unum, í rennusteinunum og með fram ánum. Og bráðum urðu öskuhaugarnir alsettir arfa. Það var þvi líkast að sprengjan iiefði verkað örvandi á gróð- urinn. óvenjuleg varúðarráðstöfun. Fyrri hluta dags 9. ágúst var seinni sprengjunni varpað yfir Nagasaki. Sú horg stendur á Kyushu, sem er syðst hinna japönsku höfuðeyja. — Það tjó- ir ekki annað en að viðurkenna hið ferlega orkumagn þessar- ar sprengju, sagði Domei-frétta- stofan hin 12. ágúst. Hinn 14. ágúst framdi japanski hermála- ráðherran sjálfsmorð „til þess að afplána þá sök, sem hann hafði drýgt með því að geta ekki rækt skyldur sínar sem ráðherra hans hátignar". Hinn 15. ágúst heyrðist rödd Hiro- hito keisara í fyrsta sinn í japanska útvarpinu. Röddin var þreytuleg og litlaus: — Eftir að hafa hugsað ítar- lega um þá rás, sem lieimsvið- hurðirnar hafa tekið, og um liinar raunverulegu ástæður í Keisararíki voru, liöfum vér á- kveðið að ráða fram úr núver- andi vandkvæðum með óvenju- legri varúðarráðstöfun .... Uppgjöf Janpana og heims- friðurinn var staðreynd. Aðdragandi að fundi Gramlands. Frh. af bls. 11. með tengdum milli Hallbjarnar og Snæbjarnar? Hví reyndi Snæbjörn ekki að hæta um með ungu lijón- unum, og leiða frænku sinni fyrir sjónir, livað best væri henni og öll- um, eins og komið var. öðrum frem- ur virðist hann hafa átt að geta haft álírif á skoðanir hennar í þvi. Hví var hann ekki heima í Tungu dag- inn sem hún átti að kveðja bernsku- heimili sitt, til að hjálpa henni á hak ríða með henni á leið og óska henni velfarnaðar? En áfbrýðissemin svarf að Hall- hirni, og samviskan ef til vill líka. Máske vissi hann í upphafi það mik- ið um liagi Ilallgerðar, að hann mátti sjálfum sér um kenna, að hann hefði reist sér hurðarás um öxl. Han hafði gengið í gildru, ginntur af sjálfum sér eða öðrum, en senni- legasl hvortveggja. Hann var stór- svikinn á konunni, sem liann liafði gengið að eiga, en þau svik vörð- uðu ekki við lög. Megnaði hann ekki að ná ástum konu sinar og fá hana til að fara lieim með sér í fardögum, var hann búinn að missa virðingu sína og orðinn að spé og spotti. Úr því öngþveiti, sem hann var kominn í, lágu aðeins tvær leið- ir: vanvirðan eða dauðinn, dauði þeirra heggja. Sjálfsagt hefir Ilallbjörn verið búinn að velta þessum möguleikum og fleirum fyrir sér, áður en hrott- farardagurinn kom. Það sem gerðist þá, hefir eflaust verið búið að fljúga i hugann áður þótt ráðin liafi fráleitt verið yfirlögð. Allir vita mætavel hvað að er, og svo orsakir þess, og allir, nema ef til vill Hallbjörn, þykjast vita hvað verða muni, og vilja vera sem fjarstir þeim atburðum. Daginn, er ungu hjónin eiga að fara, er ekki undirbúið eða haldið neitt skilnað- arhóf, og enga hestaskál á þá að drekka. Bærinn í Deildartungu er svo að kalla mannlaus þennan dag. Snæbjörn hefir laumast burtu til móður sinnar á Kjalvararstöðum. Tungu-Oddur, höfðinginn og faðir Hallgerðar, hefir flúið af bænum og reynir að drekkja sálarstríði sínu í volgu baði í Reykholtslaug. Þeim Hallgerði og Hallbirni er ætlað að laumast burtu frá svo til mannlaus- um bænum! Og svo virðist, sem enginn geri ráð fyrir því, að Hall- gerður fáist til að fara með bónda sínum. „Þá er Hallbjörn hafði lagl á hesta þeirra, gekk hann til dyngju, og sat Hallgérður á palli og kembdi sér. Hárið féll um hana alla og nið- ur á gólfið; Hún hefir kvenna best verið hærð á íslandi með Hallgerði langbrók. Hallbjiirn bað hana upp standa og fara; hún sat og þagði; þá tók liann til hennar og lyftist hún ekki; þrisvar fór svo; Hallbjörn nam staðar fyrir henni og kvað: Ölkarma lætr arman eik, firrum það, leika, Lofn fyrir lesnis stafni línbörvar mik sínum. Bíða mun ek af brúði (böl görir mik fölvan; snertir mjer harmur í hjarta hrót) aldrigi botir“. Eftir það snarar hann hárið um hönd sér og vildi kippa henni af pallinum, en hún sat og veikst eigi. Eftir það brá hann sverði og hjó af henni höfuðið, gekk ]iá út og reið i brott. Þeir voru þrír saman og liöfðu tvö klyfjahross. Fátt var nja'nna lieima, og var þegar sent að segja Oddi. Snæbjörn var á Kjal- vararstöðum, og sendi Öddur lion- um mann; bað hann sjá fyrir reið- inni, en hvergi kveðst hann fara mundu.“ Málið er því þannig vaxið, að Tungu-Oddi er um megn að bæta gráu ofan á svart mcð því að vega Hallbjörn til hefnda fyrir liflát dótt- ur sinnar! Hann telur Snæbjörn maldegan til að annast hefndirnar, en segist sjálfur hvergi nærri bcim koma. Snæbjörn reið eftir þeim við Xii mann, og er þeir Hallbjörn sáu eftirreiðina, báðu förunautar hans hann undan ríða, cn hann vildi ]iað eigi. Þeir Snæbjörn koma eftir þeim við hæðir þær, er nú heita Hall- bjarnarvörður; þeir Hallbjörn fóru á hæðina og vörðust þaðan.. Þar féllu III menn af Snæbirni og báð- ir förunautar Hallbjarnar; Snæbjörn hjó þá fót af Hallbirni í ristarlið; þá hnekði hann á hina syðri hæð- ina og vá þar tvo menn af Snæbirni, og þar féll Hallbjörn; þvi eru þrjár vörður á þeirri hæðinni en V á liinni.“ Sýnir ]>essi vörn gegn ofur- efli liðs, hvílíkur manndómsmaður Hallbjorn var. ./. D.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.