Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNRSVV bE/KNbURNMt Hestar Indíánahöfðingjans Indíánahöfðingi þurfti að eiga marga hesta, ekki færri en 14—15, og hann liafði sjálfur tamið þá alla. Tveir þeirra voru stríðshestar og þeim reið liöfðinginn alltaf sjálfur í orrustum. Þeir voru vel tamdir og hræddust ekki skot og þeir höfðu lært að fleygja sér til jarðar og látast vera dauðir, þegar þeim var skipað. Þó að jieir væru nokkur hundruð metra i burtu komu jieir hlaupandi cf höfðinginn benti þeim með hendinni. Þeir liöfðu líka ver- ið vandir á að sparka í óvinina. Slíkur hestur hafði sparkað hvítan mann til bana ef hann hefði orðið á vegi hans. Aðrir voru tamdir til að veiða og enn aðrir þjálfaðir til lang- ferða. Þið skuluð ekki halda að liöfð- inginn liafi notað keyrið til að kenna liestunum þetta allt. Nei, hann talaði við hestana. Þegar Ind- íáninn studdi á hægri bóg hestsins beygði hann til hægri, þegar hann liallaði sér fram í hnakknum lierti hesturinn á sér, og Jiegar reiðmaður inn hallaði sér aftur á bak nam hesturinn staðar. Spirandi furnkSngull Það er alltaf gaman að hafa eitt- hvað grænt i glugganum að vetrar- lagi og tilraunir með furuköngulinn, sem ég' ætla að segja ykkur frá, get- ur verið skemmtileg. Hellið vatni í skál og setjið mosaskánir i, og látið Jiær drekka í sig vatnið. í mosann setjið þið vel Jiroskaðan furuköngul, sem hefir opnað sig vel. Sáið svo mold yfir liann og látið nokkur grasfræ detta í mold- ina. Ef köngullinn er sæmilega rak- ur í mosanum og hlýtt í stofunni, spíra grasfræin fljótt og köngull- inn verður grænn eftir nokkra daga. í ÚLFAKREPPU 9. Hundarnir röktu spor úlfanna, og bráðum sá Villi lcifarnar af hermelínuskinnunum, er hann lýsti fyrir sér með vasaljósinu. Það voru ekki eftir af þeim nema hárflygs- urnar. Hann snerd við að sleðanum og nú var ferðinni haldið áfram með þungum hug, og um nriðdeg- isleytið tóku lieir sér áningarstað undir stórum furutrjám. Þeir voru dauðjireyttir er Jieir lögðust fyrir, og sofnuðu eins og steinar, — og ef til vill hefðu þeir aldrei vaknað aftur ef hundurinn Star hefði ekki farið að gelta í ákafa og hamast á svefnpokunum þeirra. Það var kom- ið kvöld og ýlfrið í úlfunum heyrð- ist skammt undan. 10. Bræðurnir spruttu upp. Þeir gátu heyrt á ýlfri úlfanna að Jieir voru að leita sér að bráð, og þeir litn strax til hundanna. Þeir sáu hvergi Nancy. „Veslings Nancy, hún var ágætur hundur, mér dett- ur ekki í hug að lóna hér og láta úlfana éta hana upp til agna,“ sagði Tóti, og nú fóru þeir báðir inn í skóginn með riflana sína og brenn- andi viðarkubb og kölluðu á Nancy. Allt í einu heyrði Villi, sem var kominn spölkorn frá Tóta, að Jiað skrjáfaði í laufinu rétt hjá honum, nú skikli liann að hann var kominn fast að úlfahóp. ***** Stangarstökksmetið. Skrítlur — Heyrðu, þaö er svo skrambi gaman aff gera hana hrædda, hún er nefnilega koloratur-söngkona. 11. Hann hrópaði og veifaði viðar- kyndli sínum og sá nú að tveir úlfar komu út úr kjarrinu og hurfu i skugg'a undir stórri furu rétt hjá honum. Hinir úlfarnir stóðu kyrrir inni í kjarrinu og urruðu Jiegar Jieir sáu llann. Villi var engin rag- geit, en Jietta fannst honum samt fullmikið af liví góða. Hann hjóst við að Jieir mundu ráðast á sig á hverju augnabliki, og hrópaði i ó- sköpum á Tóta. Svarið kom strax en honum fannst Jiað koma úr mildum fjarska. — Jæja, hlauplu þá — i fjúr- anum. 12. Villi heið eftir Tóta og sneri bakinu upp að furunni — og hann beið líka eftir að úlfarnir gerðu árás. Þá heyrðist hvellur í skóg- inum, úlfarnir hurfu og Tóti kom til bróður síns. „Þetta mátti ekki seinna vera,“ sagði Villi, „en það er eitt, sem ég er liissa á. Fyrstu tveir úlfarnir liurfu svo grunsam- lega í skuggann af trénu ])arna.“ „Ertu viss um að J)að hafi vcrið úlfar?“ spurði Tóti og lýsti með vasaljósinu á sporin við trén. Framh. næst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.