Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Rústirnai' í Hiroshima eftir atómsprengjuárásina. Fyrsta mínúta atóm - aldarinnar Blaðamaðurinn John Herschey var herfréttaritari í Kvrra- hafi 1942. Árið eftir var hann í Afríku og fór msð liði Bandamenn til Sikileyjar. í stríðslokin var hann aftur í Kyrrahafi og eftir árásina á Hiroshima fór hann þangað og tókst að kynnast fólki, sem lifði af. Hefir hann ritað bók, sem nefnist „Hiroshima“ og er efni eftirfarandi greinar sótt þangað. — Shu Jesusu, awaremi ta- mai! Shu Jesusu awaremi taftlai — sagði kvenrödd upphátt hvað eftir annað. — Herra Jesú miskunna ])ú oss. Yoshida, sem var loftvarna- stjóri í sínu umdæmi, var fast- ur undir bjálka. Svo koniu log- arnir sleikjandi hans megin við götuna. IJann varð óður al' hræðslu og óx afl svo að hann gat losað sig og tók á rás niður sundin í Nobori-cho. Hann varð eins og öldungur í hreyfingum og innan tveggja mánaða var hann orðinn hvítur fyrir hær- um. Síra Wilhelm Kleinsorge var að lesa bæn eftir prédikun þeg- ar loftvarnarmerkið kom , og liann sleit guðsþjónustunni og fór í hermannabúninginn, sem hann notaði þegar loftárás var yfirvofandi. Þegar hann kom út á götuna sá hanii ekki nema venjulegu veðurathuganaflug- vélina, og fór því inn í morg- unmatinn sem beið lians, — kaffibætir og svart þræla- brauð. Merkin um „hæltan hjá!“ heyrðist um áttaleytið og Kleinsorge fór upp í herbergið sitt á efri hæð og fór úr öllu nema nærfötunum. Hann lagð- ist á rúmið og fór að lesa „Stimmen der Zeit“. Hvinurinn var liræðilegur. Honum kom í hug eitthvað, senf' hann hafði lesið sem drengur. Eitthvað um stóran loftstein, sem rakst á jörðina. Svo missti liann meðvitundina nokkrar sekúndur, eða ltannske það hafi verið nokkrar mínútur. Þegar hann fékk meðvitund- ina aftur var hann úti í garð- inum. Hann var í nærfötunum einum og það blæddi úr skrám- um, sem liann hafði fengið á vinslri síðu. ÖII liúsin.í kring voru i rústum. Kvenrödd liróp- aði einhversstaðar skammt frá honum: — Shu Jesusu awaremi tamai! Shu Jesusu awaremi tamai! — Herra Jesús misk- unna þú oss! 1 Hiroshima eftir áfallið. Sprengjum hafði rignt yfir Japan daga og nætur vikum saman fyrir (5. ágúst 1945. Hinn 25 júli var tilkynnt að 19 af stærstu borgunum i Japan væru að mestu leyti eyðilagðar eftir skothríð og sprengjuregn frá flugvélum og herskipum Banda- manna. Ilinn 26. júli hélt árás- in áfram með því að yfir 100 amerikanskar stórsprengjuvél- ar (super fortresses) létu rigna sprengjum yfir Tóldó. Samtím- is þessu réðust 1200 flugvélar frá móðurskipunum á japönsk herskip og önnur óvinaskip við Iíohe. Hinn 30 júlí var gerð tröllaukin árás á hæðina Hama- matsu, sem breyttist á skammri stund i brennandi rústahrúgu. Hinn 1. ágúst réðust flugvélar á Walce-eyju. 800 „super for- lresses“ vörpuðu 6000 smálest- um af sprengjum og íkveikju- sprengjum yfir borgirnar Hachq si, Toyama, Nagaokamita og Kakaski að morgni liins 2. ágúst. Á fyrstu 7 mánuðum árs- ins 1945 var 100.000 smálestum af sprengjum varpað yfir Jap- an, að því er Mac Arthur hers- höfðingi slcýrði frá 4. ágúst. 200 vélar vörpuðu sprengjum yfir Tokío og bæi í Kyushu 5. ágúst. Ameríkönsku flugvélarnar náðu lil Japana hvar sem þeir voru og borgirnar voru eyddar liver eftir aðra. En Hiroshima var alltaf hlíft. Landið í kring varð að rúst, en yfir húsþökunum í Hiroshima sást aldrei nema veð- urflugvélin eða sprengjuflug- vélar, sem voru á leið til eða frá öðru marlci. Oft voru gefin loft- varnarmerki. Bænum var skipt í hverfi með byrgjum og vatni var safnað í stóra gevma, ef svo færi að vatnsleiðslan bilaði. En ekkerl skeði. Það voru að- eins tvær borgir sem flugvirkin B29 höfðu ekki heimsótt Iiiroshima var önnur og Kyoto Iiin. Aðvörunarmerki höfðu ver- ið gefin í Hiroshima að lieita mátti á hverri nótti i margar viku, en vélarnar flugu alltaf yfir. Við Biwavatn skammt frá

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.