Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Kathleen O’Bey: Framhaldssaga 13. — Augu blinda mannsins — Jafnvel þó að það væri lögreglan þá hefir maður einhver ráð . . Komið þér nú! Aftur heyrðist glymjandi hringing. Karter gekk áleiðis til dyranna, og' hélt enn handleggnum um axlir Lilly, og út í ganginn að aðaldyrunum. — Það er Mulberg læknir, var svarað að utan. Lilly varp ósjálfrátt öndinni og um leið sá liún að undrunarsvipur kom á andlit Ivarters, en svo benti hann lienni að opna dyrnar. Hún gerði það og á næsta augnabliki kom Mulberg læknir inn. — Þér verðið að afsaka að ég geri yður ónæði, sagði hann kurteislega og heilsaði svo Lilly með handabandi og síðan Kart- er. Rigningarskömmin kom flatt upp á mig — ég liefi verið í sjúkravitjunum og von- aði að komast heim áður en óveðrið skylli á fyxár alvöru. En ég komst elcki lengra en að hliðinu hérna. Eg stóð um liríð undir stóru gömlu trjánum yðar, og að vísu var þar nokkurt skjól, en samt gei’ði rigningin mig gegndrepa. Hann hló glaðlega. — Það er ekkert gaman að koma svona, án þess að hafa gert boð á undan sér, en ég sá að það var ljós hérna inni, og þá datt mér i liug, að þér munduð kannske vilja veita mér húsaskjól þangað til vei’sta rigningin væri gengin lijá. — Auðvitað, dr. Mulberg, þér eruð bjart- anle,ga velkominn. Blessaðir farið þér úr frakkanum. Læknirinn liristi liöfuðið. — Nei, þakka yður fyrir, ómögulega. Eg ætlaði bara að fá leyfi til að standa hérna i ganginum ofurlitla stund, skúrin hlýtur að vera búin bráðum, og ég vei-ð að flýta mér beim, — ég vei’ð að sinna sjúklingunum mínum, og þeir bíða mín. Nei, þakka yður kærlega fyrir, ef ég má fá að standa hérna þá er allt gott, og liérna get ég séð þegar styttir upp.... — Ekki lil að nefna, farið þér úr hlauta frakkanum og komið þér inn. Við getum líka séð til veðui’sins þaðan .... Nú skal •ég hjálpa yður. Karter rétti fram hendurnar lil að hjálpa honum úr, en hitti ekki á lækninn. Hann fór úr frakkanum sjálfur. — Jæja, það er vandi velboðnu að neita, sagði hann. En ég má ekki staldi’a lengi. Ungírú Tarl kemur með glas af víni handa okkur, sagði Karter. Manni veitir ekki af einhverju til að hlýja sér á inn- vortis í svona veðri. Það er nú alveg óþarfi, sagði Mulberg læknir þakklátur. En ég segi ekki nei við því. Þau fóru inn í stofuna, öll þrjú. Lilly kom með vín og glös, og innan skamms sátu þau öll kringum lítinn tevagn, sem góðgerðirnar stóðu á. Það var læknirinn, sem hélt samtalinu uppi. Ilann talaði um veður og vind og allt annað, sem þau höfðu gaman af, og var alveg sérstaklega skemmtilegur. En allt í einu var eins og alvaran kæmi yfir hann. — Er nokkuð að frétta? spurði liann og sneri sér hálfvegis að Lilly, ungfrú Tarl hef- ir eflaust ekkert að segja mér frá, annars liefði ég eflaust fengið að vita það, ]xví að við erum samverkamenn og eigum að ljósta upp málinu mikla. En þér, herra Karter? —Eg segi ekkert í fréttum, svaraði liann — ekki annað en við, — Samo og ég •— liöfum síðan síðast komist að því hver mað- urinn er, sem sýndi mér banatilræðið — og hefir gert nokkur innbrot liér í húsið. Það er svertingi, sem geklc undir nafninu Leóparðinn þegar hann var í demants- námunum. Samo hefir séð hann sjálfur . . Læknirinn horfði forviða á liann. — Þetla kalla ég nii fréttir, sagði hann ákafur. — Hafið þér tilkynnt löðreglunni það, Karter histi höfuðið. — Ekki ennþá — það var ekki fyrr en núna í kvöld, sem okkur varð þetta ljóst, en ég hefi einsetl niér að gera lögreglunni aðvart undir eins í fyrramálið, þegar ég kem inn í borgina. — Ætlið þér þangað aftur? Karter kinkaði kolli. Já, eins og þér máske vitið eða hafið skilið, þá geymi ég ýmislegt fémætt hérna í liúsinu, hluti, sem svertingjanum leikur hugur á að komasl yfir, og nú hefi ég hugs- að mér að koma þeim i bánkahólf undir eins á moi’gun. Lilly horfi forviða á hann. Hann hafði ekki minnst einu orði á þessa ákvörðun sína áðux-, hann hlaut að hafa tekið hana fyrir nokkrum mínútum. En vitanlega var j)að hyggilegasta, sem hann gat gert,— og þá var ef til vill ekki framar um hættu að ræða. — Það hefðuð þér átt að gera fyrir löngu, sagði Mulberg læknir alvai’legur. Eg hefi vitanlega haft það á tilfinningunni, að það væri eitthvað þessu likt, sem lægi til grund- vallar fyrir því, sem gerst hefir, og ég verð að segja, að það er mikil óvarkárni að geyma fjársjóði lieima hjá sér. — Eiginlega liafði ég hálfvegis lofað hin- um látna fjárhaldsmanni mínum að geyxna þennan fjársjóð heima hjá mér, sagði Sveinn Karter hægt. Hann hafði að vísu ekki mikla trú á lieiðai’leik annarra, en samt tel ég mig breyta í hans anda, þegar ég keni þessu verðmæti fyrir á stað, sem er gersamlega öruggur. — Auðvitað, það er deginum Ijósai-a, — og svo bætist það við, að þegar glæpamenn fara að sitja um líf ákveðina manna á annað borð, til þess að komast yfir ])essi verðmæti, þá er það sjálfsögð skylda af sig eins og maður best getur, sagði Mulberg læknir. Jæja, nú er víst að stytta upp, mér lieyrist rigna minna núna. I sama bili kom bviða og regnið buldi á glugganum, eins og til að mótmæla orð- um læknisins. — Nei, ekki er það víst vel gott ennþá, sagði Karter og hló lágt. — Liggur yður svona mikið á? — Já, víst ligg'ur mér á, — eins og ég sagði þá bíða sjúklingarnir á sjúkraliús- inu, og mér er það hugfólgið að vera hjá þeim á réttum tíma. Hann leit órólega á klukkuna — og gægð- ist um leið út að glugganum, sem rign- ingin hamaðist rneira á en nokkurntíma áður. — Heyrðuð þér útvarpsfréttirnar í kvöld? spurði Karter upp úr þurru. Mulberg læknir varð undir eins alvar- legur. — Þér eigið við um morðið á HoIIters veslingnum, jú, ég heyi’ði það, svaraði hann. Það var liræðilegt, þetta var svo einstak- lega viðfeldinn og hægur maður, og hann liafði verið hjá bróður sínum í mörg lierr- ans ár .... Hann tók málhvíld um sinn, eins og tilhugsunin um hinn látna hefði haft djúp áhrif á hann; svo hélt liann á- fram og talaði liægt: — En hver hefir eigin- lega getað séð sér hag í að drepa hann? Eg skil það ekki — skil ekkert i því, og finnst það svo fjarri öllum sanxxi að mað- ur eins og hann skyldi verða fyrir þessu .... Eg' talaði við bróðir minn í síma, rétt áður en ég heyrði fréttina og hann sagði það sama: Fullkomlega óskiljanlegt ..... Og svo þetta bréf, sem fannst í vasa hans. Honum varð litið til Lilly. — Já, afsakið að ég segi það, sagði hann með semingi, en honum bróður mín- um og mér varð ósjálfrátt að hugsa til yðar, ungfrú Tarl. — Það eru fleiri en ungfrú Tarl, sem heita Lilly að foniafni, sagði Karter, eins og hann vildi eyða þessu. Yitanlega, vitanlega, sagði læknirinn. — Þetta var bara hugsanasamband .... Bróður minum og mér er báðum fyllilega Ijóst, að ungfrú Tarl er ekkert riðin við þetta mál. Það var auðfundið að samtalið var kom- ið inn á braut, sem þeim öllum var jafn ógeðfeld. — Þetta er ekki annað en breinasti þvætt- ingur, sagði læknirinn reiður. — Já, ég er reiður sjálfum mér, fyrir það að geta látið annað eins og þetta mér um munn fara. . . . Það er bara þetta, að við ófullkomnir menn setjum alltaf ósjálfrátt það sem við þekkj- um í samband við það sem við heyrum, — já, þannig fer flestum okkar, Hollters getur hafa þekkt hundruð kvenna með þessu nafni....... Svo hló hann. — En þó skrítið sé — Hollters var sá

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.