Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 2
2
FÁLKINN
Landnám
templara
að Jaðri
10 ára
Nýbuggingin sumarið 1948.
I landi liins forna liöfuðbóls
Elliðavatns, um 15 rasta vega-
lengd frá Reykjavík, er Jaðar,
óskabarn reykvískra templara,
staðurinn, sem yngri og ebbi
félagar Góðtemplarareglunnar
tengja miklar og margvislegar
framtíðarvonir við.
Land þetta er í jaðri viðáttu-
Sigurðtir Gtiðnuindsson, formaður
i stjórn Jaðars frá upphafi.
mikillai braunbreiðu, sem er
hluti bins væntanlega og marg-
umtalaða þjóðgarðs Reykvík-
inga, Heiðmarkar, og dregur
af því nafn sitt. Land þtetta er
um 20 ba. að stærð, og skipt-
ast á í því rnóar, melar, grasi-
vaxnar lendur og liraun. I
hrauninu eru gróðursælar og
skýlar laulir og bollar, og þar
þrifst vel hinn margvíslegasti
blóma- og trjágróður.
í síðasta mánuði voru 10 ár
liðin síðan Góðtemplarareglan
í Reykjavík fékk land þetta til
umráða —- nam það. Hinn 14.
ágúst 1938 er talinn stofndagur
landnáms templara að Jaðri.
Á þessum tíu árum, sem lið-
in eru síðan þarna var hafist
handa, befir verið unnið geysi-
mikið verk. Melar ruddir og
ræktaðir, stór jarðföll fyllt og
sléttuð og í flatlendi og móa
bafa verið gróðursettar trjá-
plöntur svo þúsundum skiptir.
Uppblástur verið lieftur og leir-
flesjur plægðar og herfaðar og
í þær sáð og þeim breitt í græn-
ar grundir.
Þegar eftir að land þetta
bafði verið friðað fyrir ágangi
búfjár og skannnsýnna manna,
sem töldu sér stundarhag að
því að böggva upp skógarlirísl-
ur þær sem þarna uxu, bafa
leifar bins forna birkiskógar
sem þarna befir lijarað um
aldaraðir við bin ömurlegustu
kjör, tekið miklum og góðum
stakkaskiptum. Sem dæmi um
skammsýni manna og skilnings-
leysi í sambandi við skógarleyf-
ar landsins má geta þess að
liaustið áður en land þetta kom
í lilut temlpara, var fegursta
bríslan um þessar slóðir liöggv-
in upp, en hún var tvístofna
og um fimm þumlungar í þver-
mál og huldi króna liennar
djúpan liraunbolla sem var
röskir fjórir metrar í þvermál
og annað eins á dýpt. Birkikjarr
það sem þarna vex villt hefir
á þessum árum verið grisjað
með þeim árangri að það lief-
ir liækkað furðu fljótt. En i
gjótur og dældir, þar sem eng-
inn birkigróður var fyrir liafa
verið gróðursettar trjáplöntur
þúsundum saman. En alls hafa
um 20 þúsund plöntur verið
settar niður í landið á þeim 10
árum sem liðin eru síðan
þarna var liafist lianda um frið-
un og skóggræðslu.
Þeim sem þarna unnu að og
stjórnuðu var það fljótlega ljóst
að koma þyrfti upp nokkrum
liúsakosti, þvi var það að liaf-
ist var banda um byggingu
skgla 7x6 m2 að stærð, síðar
var byggð við hann rúmgóð for-
slofa, ennfremur sérstök stein-
steypt ábaidagevmsla. Eitt var
það sem erfitt var að fá þarna
en það var neysluvatn. Ekki
var um annað að gera en grafa
og sprengja brunn niður í
liraunið i von um að um síðir
myndi þar upp spretta vatn,
eins og líka varð, en rúmar
tvær mannhæðir varð að grafa
og sprengja áður en til vatns-
ins næðist. Er brunnur þessi
bið mesta mannvirki, þó bann
láti ekki mikið yfir sér við
fyrstu sýn. Sem sagt á fyrstu
fimm árum starfsins að Jaðri,
liafði þar verið komið upp all-
myndarlegum skála, sem gat
býst uin 40—50 manns og á-
haldageymslu, landið girt með
um 1300 metra langri girðingu,
vegur um 800 metrar lagður
lieim að landinu, sléttað um
600 fermetrar með vallendis-
þökum og um 3 ba. af sáðsléttu,
skurðir og iiolræsi gerð og
gróðursettar um 15000 plöntur,
og grafinn djúpur og varanleg-
ur brunnur, sem nægja mun
um langa framtíð.
En því sem bér liefir verið
lýst í stuttu máli, og gefur
nokkra bugmynd um fram-
kvæmdirnar að Jaðri fyrstu