Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 5

Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Ólympíumyndir Ógæfan elti hann. Danski milli- vegalenyda-hlauparinn Herluf Christensen, sem nokkrar vonir voru tengdar við vegna óvænts sigurs í 800 metra hlaupi móti Holst-Sörensen. datt í 800 m. hlaupinu d Ólympíuleikunum og fótbrotnaði. Var flogið með hann til Danmerkur, þar sem hann var lagður á sjúkrahús í Árósum. Mynd þessi er tekin af Christensen á siúkrabörum úti á Wembley-leikvangi. Hann fylgist af áhuga með keppn- inni. Noregur vinnur. Kappróðrar þykja alltaf skemmtilegir, og þá ekki síst í Englandi, þar sem kappróðrarkeppni milli Oxford og Cambridge þykir einn mesti íþróttaviðburður ársins. í kappróðri á 8 manna fari unnu Norðmenn. Sjást þeir hér í róðrinum. Næstir eru Portúgalar. Sigurvegarar í 200 m. hlaupi. Mynd þessi er tekin af sigur- vegurunum í 200 m. hlaupi við verðlaunaaf hendinguna. 1 miðju er Mel Patton, U.S.A., sem varð sigurvegari á 21, i sek., til vinstri Barney Ewell, U.S.A. Hann var nr. 2 á 21,1 sek. líka. Eivell varð einnig annar í 200 m. hlaupi. Til hægri er La fíeach frá Panama, sém varð þriðji á 21,2 sek. Hann varð einnig þriðji á 100 metrunum. Danir vinna gullmedalíu. Sigfrid Edström, formaður alþjóða- Úlympíunefndarinnar, sést hér afhenda dönsku ræðurunum frá Hróarskeldu, verðlaun fyrir sigurinn í kappróðri á litlum um bátum (tveir ræðarar og stýrimaður). Til vinstri: Gat sér mestan orðstír allra. „Hollendingurinn fljúgandi", Fanny fílankers-Koen vann 4 gullpeninga á Ölympíuleikunum og er það meira eti nokkur ann- ar þátttakandi gerði. Verði nokkrum keppanda skipað á slíkan bekk sem Owens 1936, er það Blankers-Koen. Vinn- ingsgreinar hennar voru 100 og 200 metra hlaup, 80 m. grinda- lúaup og bxlOO m. boðhlaup. Hér sést hún koma að marki í 200 m. hlaupinu. Sigurvegarinn í kúluvarpi. Eins og við var búist áttu Banda- ríkjamenn þrjá fyrstu menn- ina í kúluvarpi, og Evrópumenn irnir allir vörpuðu kúlunni miklu styttra. Sigurvegarinn, Willie Thompson náði gildu kasti 17,12 m. löngu og öðru ógildu um 18 m. löngu, Gilda kastið var gæsilegt nýtt Ölymp- íumet. fíaman hefði verið að sjá heimsmethafann, negrann Fonville keppa við hann á leik- uniim, þvi að þeir hafa löngum elt grátt silfur. Svaramaðurinn var skelfing dauf- ur í dálkinn og hugsa'ði ekki neitt um skyldur sínar, svo scm að skrifa nafnið sitt undir ministerialbókina eða þéssliáttar. Kunningi hans kom til hans og spurði: „Ertu búinn að kyssa brúðina?“ „Nei, ekki nýlega,“ svaraði hinn. Þökk fyrir Ólympíuleikana. / þakkarskyni fyrir 14. Ólym- píuleikana hefir formaður í- þróttasambands írans, Djahan- bani hershöfðingi, afhent J. S. Edström formanni alþjóða- Ól- ympíunefndarinnar, og fíurgli- ley lávarði, formanni skipulagn ingarnefndarinnar, málverk af írönskum póló-leikurum. — Myndin er í fílabeinsramma. — Mynd þessi er tekin við afhend- inguna. Djahanbani er til hægri og fíurghley lávarður til vinstri. Börnin eru að gera stil og kepp- ast við. Þau eiga að skrifa um „Framtíðaráform mín“. Stína litla skrifar með stóru letri: „Eg skal aldrei giftast. Eg ætla að vera ekkja alla mína ævi. Og ég ætla að vinna fyrir börnunum mínum sjálf, því að þá þarf ég ekki að vera hrædd við neinn karlmann á heimilinu." *****

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.