Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FREDERIK MARSCH: ELDFLUGAN Amerísk iögreglusaga „Þér ættuð að fara fram í baðherbergi og þvo augun úr heitu vatni,“ sagði Helen en ekki var nein vorkunnsemi í röddinni. „Þá gætuð þér forðað yður á meðan,“ sagði liann óðamála. Hann gekk að skrif- borðinu og dró út skúffu. Augnabliki síð- ar glampaði á Browning-skammbyssu hjá borðlampanum. „Eg liefi geymt þessa hérna í mörg ár, til þess að nota hana á síðasta augnabliki,“ sagði hann, og það var æðisgengin örvænt- ing í fasi hans, svo að lirollur fór um hana. „Þetta er forvitni og óvarkárni yðar að kenna,“ sagði hann svo. ,Upp frá þessari stundu eru örlög okkar beggja ólijákvæmi- lega tvinnuð saman. Þar sem ég fer farið þér líka ......“ „Þér eruð brjálaður,“ sagði Helen hljóð- lega. „Ekki vitund,“ svaraði Cornell. „En hins- vegar eruð þér það, úr þvi að þér slettið yður fram í málefni, sem alls ekki koma yður við. Þér hefðuð átt að sneyða hjá þessu ......“ „Það eru álög á blaðamönnum og njósn- urum, að komast að því, sem aðrir reyna að leyna,“ sagði Helen blátt áfram. „Er það?“ Cornell fnæsti fyrirlitlega. „Þá eruð þér víst viðbúin því að taka af- leiðingunum ?“ „Vitanlega,“ hvislaði Helen. Hún skildi hann ekki fyllilega, en þessi maður hafði auðsjáanega tekið ferlega ákvörðun. „Komið þér með mér fram í baðklefann .... Eg skal lofa yður að baða á mér aug- un, úr því að yður finnst það svona nauð- svnlegt.“ „Sjálfsagt,“ sagði Helen og stóð upp. Þegar hún liafði þvegið á honum augun sagði Cornell, liótandi: „Eg tek dótið mitt saman undir eins. Þér verðið að kaupa eftir hendinni það sem þér þurfið í ferðalaginu.“ „Hvað eigið þér við,“ spurði Helen og hnyklaði hrúnirnar. „Engin ólíkindalæti,“ sagði skinnavöru- kaupmaðurinn og hló. „Yður fer það ekki vel og auk þess er engin þörf á því. Þér höfðuð reiknað út að ég liefði fallið fyrir freistingunni og látið kveikja i versluninni minni. Nú skiljið þér víst að þér hafið eyði- lagt allt fyrir mér? Mér er nauðugur einn kostur að flýja.“ Ilelen þagði. Alvaran og hinn ólgandi kvíði í rödd hans var svo áberandi að þar var ekkert um að villast. Cornell þröngv- aði henni til að fara með sér inn í svefn- herbergið, og þar fór hann að fleygja skyrtum og náttfötum ofan í tösku úr svínsleðri. Svo læsti hann henni og sótti frakkann sinn. Það var auðséð á honum að honum var mjög órótt. „Dettur yður í hug að þér sleppið héðan fyrirhafnarlaust?“ sagði Helen kaldrana- lega. Cornell leit íbygginn á skammbyssuna. „Húsið er líklega umkringt,“ hélt frétta- stúlkan áfram. „Við komum liingað ásamt Lock Meredith, sem er njósnari fyrir vá- tryggingafélagið „Home & Business“ og fleiri tryggingarfélög. Eg held að Lock hafi þegar gert lögreglunni aðvart.“ „Þetta segið þér aðeins til að hræða mig.“ Cornell brosti kaldranalega. Einka- njósnarar gera lögreglunni aldrei aðvart fyrr en þeir eru þrælvissir um að þeir liafi komist yfir bráðina. Meredith liefir i mesta lagi fáeina menn til varnar á götunni. Og þeir fá nóg að hugsa þegar Terry gerir útrásina. Þá notum við tækifærið á meðan.“ „Við .... gerið svo vel að vera ekki að blanda mér í þetta!“ „Jú, sannarlega. Haldið þér að ég láti yður sleppa, til þess að geta kjaftað frá? .... Við verðum samferða, eins og ég sagði.“ „Eg hefði ekki átt að vera að kaupa þennan kjól,“ sagði Helen og gretti sig. Hún var ekki enn orðin vonlaus um að geta komið fvrir hann vitinu. Cornell skoðaði liann liátt og lágt. „Það er ekki kjóllinn einn,“ tautaði liann. „Þér eruð í rauninni stúlka af því tagi, sem ég hefi alltaf hugsað mér að lenda i ævintýri með og flýja með .... Kyssið þér mig!“ „Nei, liægan, liægan!“ Helen hrint'i hon- um frá sér. Sem snöggvast hafði hún gert sér von um að ná skammbyssunni frá bon- um, en liann sá við því. „Það er ekkert ævintýralegt við þessháttar flótta," sagði liún. Þér verðið að laumast stað lir stað eins og hundelt rotta, fela yður á lélegum gistihúsum og vera með sífelldan hjart- slátt livenær sem þér heyrið gengið i stiga.“ „Það er betra þegar við erum tvö um það,“ sagði Cornell. „Þér haldið það .... Er ekki ráðlegra að hætta við þetta áform,“ sagði hún. „Ef þér segið til þess hver það var, sem kveikti í hjá yður, er sennilegt að yfirvöldin reyni að hjálpa yður eftir bestu getu.“ „Þakka yður fyrir, ég þekki þennan tón. Maður skyldi ætla að þér væruð lögreglu- stjóri.“ „Hver hjálpaði yður?“ spurði Helen aft- ur. Cornell hafði opnað gluggann sem hann stóð við , og hallaði sér út. „Hringið þér á bifreið,“ sagði hann „El- dorado 8-9989.“ Helen tók símann. Hann liafði nánar gætur á að hún veldi rétta númerið. „Hann kemur eftir augnablik,“ sagði hún. „Jæja, hver var það?“ „Hvað er eiginlega um að vera?“ sagði hann. „Er þetta þriðja stigs yfirheyrsla, eða er það sunnudagsskóli? Á ég að standa yður reikningsskil á því, sem ég liefi hafst áð?“ „Hver veit?“ sagði Helen dreymandi. Kaupmaðurinn hvæsti. Eftir dálitla stund heyrðu þau bifreiðina nema staðar fyrir utan. Cornell tók liandtöskuna. Hann liuldi skannnbyssuna með teppi, sem liann lagði á handlegg sér. „Farið þér á undan!“ sagði hann önug'- ur. Hann hjálpaði henni ekki í kápuna. Þegar þau komu út úr lyftunni á neðstu hæð stöðvaði hann hana. „Þér gangið á undan út úr dyruum,“ skijiaði hann. „Og beint inn í bifreiðina. Ef þér reynið einhver undanbrögð þá skýt ég yður.“ „Ætli það ......“ sagði Helen efins. Cornell hristi handlegginn með ferða- teppinu. „Þér getið bölvað yður upp á það — ég svífst einskis núna.“ „Peninga?“ spurði Helen. „Eg skil ekki hvað þér eigið við. Eg hefi næga peninga. Svona, komist þér nú á- íram!“ „Eg er að tala um peningana, skaðabæt- urnar. Þér hafið fengið vátryggingarupp- upphæðina greidda í dag. Þér hafið nátt- úrulega ekki beðið um nema 7000 dollara, annars hefðuð þér vakið grun.“ „Eg liefi tékkheftið mitt,“ sagði Cornell reiður. „Eg get tekið út peninga á ávisun á mórgun í öðruin bæ, áður en bankinn lokar reikningum mínum.“ „Þér virðist hafa haft hugsun á öllu- á þessum stutta tíma,“ muldraði Helen. Ilún opnaði dyrnar og gekk út á mannlausa gangstéttina. Hvergi gat hún séð Lock Meredilh, en hún vissi að liann hlaut að vera einhversstaðar nálægur, og tæplega einn. Bifreiðin sté)ð nokkra metra frá dyrun- um og hreyfillinn gekk.' Bílstjórinn sat við stýrið. Þegar hann kom auga á liana rétti liann höndina aftur fvrir sig og seild- ist til handfarigsins á bílhurðinni til þess að opna hana. Hún var ekki fyrr komin inn í bifreiðina en liún sá til Ben Cornell. Hann leit flóttalega kringum sig og hljóp fram gangstéttina. „Grand Central,“ sagði hann við bílstjór- ann og skellti hurðinni eftir sér. Vagninn tók viðbragð og rann af stað. Það lék sig- urbros um varir loðskinnakaupmannsins. Hann hafði gát á götunni gegnum aftur- rúðuna. En hún var auð og mannlaus eins og áður, Helen þagði. Hún skildi ekkert í að ekki skildi neitt hafa komið fvrir. Það hafði verið svo umtalað, að Lock Mereditli skyldi bíða. Þegar þau óku fram lijá Rockefeller Institute sveigði bifreið út úr Austur—72 stræti. Cornell ókj'rrðist er hann sá að bif- reiðin elti hann. Honum varð hægra er hann kom á braut- arstöðinni og sá að hin hifreiðin hélt á- fram niður Park Avenue. Frá stöðinni fóru næturlestir svo að segja i allar áttir. Cornell valdi norðurlestina, — hún átti að fara eftir stundarfjórðung. Hann lceypti farmiða til Albany — svefn- vagn. Helen sá það og sagði: „Eg ætla að sitja í klefanum í nótt.“ „Hvaða bull,“ sagði Cornell. „Verið þér ekki svona afundin.“ „Hvernig ætti ég að vera annað? .... Eg er ekkert upp á yður komin.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.