Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 15

Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Epidior Quirino, hinn nýi for- seti Filippseyja. Hann tók við af Manuel Roxas, er hann dó skyndilega. Quirino var áður varaforseti. ic Óskadrykkur þjóðarinnar. HEIÐHJÓLASMÍDI BRETA. Bretar selja allra þjóða mest af reiðhjólum, að því er síðustu versl- unarskýrslur lierma. f janúar síð- astliðnum seldu þeir úr landi 146.- 000 reiðhjól fyrir nær 30 milljón krónur. Þrír fjórðu af framleiðsl- unni er selt úr landi, svo að ekki er hægt að fullnægja eftirspurninni lieima fyrir. Vegna vöritunar á stáli nota hjólasmiðirnir léttmálmsblend- ing, svo að þyngd þessara reið- hjóla er nær heJmingi minni en venjulegra reiðhjóla úr stáli. Hol- lendingar kaupa mest af ensku reiðhjólunum. «SOAJ\ BLOIVOKLL Frxg filmstjarna ,Mýkra og jafnara hörund “ IJversu fallegt scm hörund yðar er, þá þxuj það .samt stöðuga umhyggju Lux handsápunnar. — Þessvegnu nota 9 fitmstjörnur af 10 þessa sápu til að halda hörundinu sléttu, björtv og Ijómandi. LUX HANDSÁPA Notuð a/ 9 fitmstiórn■ um aj hverjum 10 rs 679-9513 Happdrætti Háskóla íslands Dregið verður í 9. flokki 10. september. 602 vinningar — samtals 203.600 krónur. Hæsti vinningur 25.000 krónur. Endurnýið strax í dag. Rafvélaverkstæði Halfdórs Ölafssonar Njálsgötu 112 — Sími 4775 Framkvæmir: Aliar viðgeröirá rafmagns- vélum og fækjum. Rafmagnslagnir í verksm. og hús. Charles Sawyer, fyrrum sendi- herra U.S.A. í Belgíu. Hann hef- ir nú verið gerður að verslun- armálaráðherra. BÆRILEGAR TEKJUR. Ginger Rogers er hæst á tekju- listanum i Hollywood fyrir árið 1945—1946 og hefir komist upp fyrir Betty Grable og það hefir Greer Garson líka gert. Tíu tekju- luestu persónurnar í Hollywood eru: Gharles Skouras forstjóri Fox 568, 143 dollarar, Charles Strub vara- forstjóri veðhlaupabrautarinnar í Los Angeles 541,412 dollarar. Louis Mayer forstjóri Metro-Goldwyn-May- er 502,571 dollarar, Thomas Watson forstjóri „Alþjóðlegrar skrifstofu- vélar“ 425,548 doliarar, F. E. Fowl- er forstjóri Paramount 355,426 doll- arar, Charles Wilson forstjóri Gen- eral Motors 303,990 dollarar, Ging- ers Rogers 282,899 dollarar, Walter Wagner, Universal, 282,899 dollarar og G. R. Finlc forstjóri „Great Lakes Steel Corporation“ 275,000 dollarar. — Deanna Durbin hefir 232,875 dollara í kaup, Errol Flynn 214,000, Hedy Lamarr 130,406 og óperu- söngvarinn Lauritz Melchior 121,- 700 dollara. SÍÐASTI HERMAÐURINN. Fyrst núna nýlega lauk styrj- öldinni hjá Shibangaki Iíazuo. Bandaríkjaflotinn liefir tilkynnt að hann hafi verið tekinn liöndum á einni af Palau-eyjum, sem er milli Filippseyja og Nýju-Guineu. Hann vissi ekki fyrr en þá að stríðið var úti. FRUMLEGUR KAFBÁTUR. ítalski hugvitsmaðurinn Pietro Vassena ætlar að smíða kafbát, sem getur kafað lieilan kílómetra niður í djúpið. Hann er ekki nema 8 metra langur, með tveimur hreyfl- um og þarf ekki nema tveggja manna áhöfn. Hefir Vassena skírt bátinn „C—3“ eftir klefanum sem hann sat fang'elsaður í þangað til ítalir gáfust upp. Hann ætlar að rannsaka Comovatn með jæssum bát og hefir boðið belgiska prófessorn- um Piccard að koma með sér. „C— 3“ er fjórði kafbáturinn, sem hann hefir smíðað. Öllum hinum hefir ver ið stolið frá honum. Þjóðverjar stálu þeim fyrsta, fasistar öðrum og Þjóðverjar eða bandamenn þeim þriðja, meðan hann sat í fangelsinu. DÆMDUR SAKLAUS. Illinois-ríki hefir beðið hæstarétt að gefa út skipun um að fanginn Tony Marino skuli látinn laus. Hann var dæmdur i ævilangt fang- elsi fyrir morð fyrir 23 árum, jiá 18 ára gamall. Ríkið játaði, að „rangt hefði verið farið að“ í með- ferð dómstólsins en rétturinn i Rockford, sem hafði málið fyrst til meðferðar, liefir þrívegis neitað að taka málið upp að nýju. FANGAR OG FEGRUN. Fangarnir í kvennafangelsinu í Birmingham liafa fengið leyfi til að kaupa farða og andlitsduft og vararoða fyrir vasapeningana sína. En 99% af þeim kjósa heldur að nota ])á til að kaupa sér vindlinga fyrir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.