Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN I. KOMU England. Mary Wolístonecraft liél kona, sem uppi var í Englandi á síðari huta 18. aldar. í hrifningu sinni yfir frönsku hyltingunni skrifaði liún hók um frelsi kvenna. Bókin vakti mikið lineyksli, jafnvel nieðal frjálslyndra njanna, og enginn vildi taka höfundinn alvarlega. Hún dó án þess að sjá nokkurn árangur af starfi sínu. En 1861 kom út rit, seni hafði úrslitaþýðingu fyrir Jolin Stuart Mill. Þessi enski heimspek- ingur komst á þing 1865. Hann har fram frumvarp um að konur fengju kosningarrétt og talaði ágætlega fyr- ir máli sínu. Ekki tókst honum samt að fá þingið á sitt band, en frumvarpið fékk þó 73 akvæði gegn 196 og vakti þetta athygli. Síðan liafa enskar konur orðið frægar fyrir harða sókn í jafnrétt- ismálunum. Þær hlutu nafnið ,,suf- fragettur", sem er leitt af enska orð- inu „suffrage“ •— kosningarréttur. Ensku konurnar áltu ágætar forvíg- iskonur, sem konur annarra þjóða tóku sér til fyrirmyndar. Millicent Garrett Fáwcett varð heimsfræg og þingmennirnir voru meira að segja kurteisir við hana meðan hún stjórn aði kvenréttindabaráttunní, á árun- um eftir 1880. En.þá kom frú Pank- hurst og dætúr hennar til sögunnar. Þær gerðu uppþot á götunum og áheyrendapöllum þingsins, svo hand tökur leiddi af og kvenfólki var neitað ijm aðgang að áheyfenda- pöllunum. Eitt árið sátu 300 „suf- fragettur“ i fangelsi. Þegar fram- bjóðendur héldu fundi kæfði kven- fólkið þá í spurningum, svo að um tijna urðu þeir a-ð hætta að lialda útifundi. Á hverju ári var kven- réttindamálið fyrir þinginu og allt- af var það fellt. Eftir 1912 hertu „suffrafg,etturnar“ enn sóknina og fóru nú að i.ðka grjótkast og kveikja i liúsum. Þó gættu þær þess að drepa ekki fólk, en hættu oft lifi sínu í þessu ati Sérstaklega var öfsinn mikill 1914 en þegar stríðið hófst sló öllu í dúnalogn. Takmark- aðan kosningarrétt fengu konurnar 1918: „þær .urðu að verða þrífugar til að fá réttinn, en karlmennirnir I RílSUl LÖ^ÍDUM ekki nema 21. Er> tíu árum síðar fengu ailar konur yfir 21 árs kosn- ingarrétt í Englandi. Fyrsta konan, sem kmst í ráðherraembætti i Eng- iandi var Ellen Wilkinson, sem var deildarlaus ráðlierra á stríðsárunum en varð menntamálaráðherra 1945. Hún dó snemina árs 1947. Noregur. Kvenréttindahreyfingin liófst yf- irleitt snemma á Norðurlöndum. í Npregi er talið að liún hafi vaknað 1855, er Camilla Collett gaf út bók sína „Amtmannsdæturnar“. Annar brautryðjandinn var Ásta Hansteen, senj var uppi samtíða Camillu Col-' lett. Árið 1839 var svo fyrir mælt í iðiiaðarmannalögunum „að las- burða konur yfir 40 ára, mættu reka iðnað. Og 1842 fengu „ógiftar konur, ekkjur og konur, sem ekki búa með manni sínum“ leyfi til að reka verslun. Frá 1854 urðú dætur jafn réttháar til arfs og synir, en fyrr liöfðu þær aðeins fengið hálf- an arf á móti bræðrum sínum. Árið 1869 urðu allar ógiftar konur mynd- ugar er þær urðu 21 árs. Og nokkru síðar fengu þær leyfi til að taka gagnfræðapróf og 1882 var þeim leyft að taka stúdentspróf. Fyrsti kvenstúdentinn í Noregi var Cecilie Thoresen Krogli. Árið eftir var kon- um leyft að stunda nám við há- skólann, og 1884 var „Norsk Iívinne- saksforening“ stofnuð og árið eftir stofnuðu 10 konur „Kvínnestem- meretsforeningen" og varð Gina Krog formaður hennar. Með hjúskapar- lögunum 1888 urðu g'iftar könur myndugar 21 r:s Tveimur árum síðar kóm koí .ngarréttur kvenna fyrst til uinræv.i i Stórþinginu og 1910 fengu allar konur kosningar- rétt til sveitastjórnar, hvort þær voru ríkar eða fátækar. Loks var almennur kosningarréttur lögleiddur 1913. Síðan 1916 hafa konur mátt eiga sæti í norsku stjórninni, en svo liðu nær 30 ár þangað Jil Nor- egur eignaðist fyrsta kvenráðlierr- ann. Það var Kirsten Hansten, sem varð ráðherra í samsteypustjórninni i júní 1945. ****** Til vinstri: PRESTUR 1 BARÁTTU. Prestarnir í gríska hernum eru vopnaðir og taka þátt í bardög- um við skceruliðana. Á myndinni sést pater Petros, riðandi múl- asna og vopnaður skammbyssu, á leið til vígstöðvanna við Gram- mos til að berjast við skærulið- ana. Til hægri: HJÁLP I VIÐLÖGUM. Kvenfólk það, sem starfar á skrifstofum og vinnustofum ensku rikisjárn- brautanna er látið læra hjálp í viðlögum til þess að geta aðstoðað ef slys ber að höndum. Nýlega var efnt til samkeppni í London milli ýmsra starfsflokka viðsvegar úr Englandi. — Á myndinni sést flokkurinn frá Plymouth hjúkra manni, sem „á að hafau orðið undir bifreið. Um jurtir og tré Jurta- og trjárætur geta drukkið í sig ótrúlega mikið af vatni. Þann- ig „drekkur“ venjulegt eplatré um 400 títra af vatni úr jörðinni á heitum sumardegi, og venjulegt kornstrá eyðir 210 litrum af vatni yfir sumarið. Hæstu tré í heimi eru í Ástralíu. Evkalyptustrén þar verða 140 metra há. Hin alkunnu mammútatré í Cálifornia verða 60—120 metra há. En þó að ótrúlegí sé verða sumar jurtir miklu hærri. Sumar klifur- jurtir verða 275 metrar á lengd, þó að leggulrinn sé ekki nema um 2 þumlungar í þvermál, þar sem hann er gildostur. Sumar þarategundir við strönd Suður-Ameríku verða 185 metra langar. Brennihárin, sem sumar jurtir hafa — eins og t. d. brenninetlur — eru varnartæki gegn dýrum, sem éta jurtir. Ein hættulegasta brenni- jurtin í heimi er tré eitt, mjög fallegt, sem vex í Ástralíu. Brenni- hárin á þessu tré eru svo mögnuð að þau geta drepið hesta, sem snerta þau. í jurtaríkinu má finna elstu líf- verurnar á jörðinni. Elstu mam- mútatrén í California eru talin 3300 ára gömul. En þetta er ]>ó smáræði i samanburði við drekatrén á Can- arieyjum. Eitt af þessum trjám er skemmdist i ofviðri 1827 og eyðilagð ist að fullu 1851, var að dómi sér- fræðinga átta til tíu þúsund ára gainalt. Mosinn er eðal lífseigustu jurta á jörðinni. En hann vex afar liægt — suinar tegundir ekki nema tvo þumlunga á lieilli öld •— og deyr að neðanverðu jafnframt því, s.em hann vex að ofan. Það hefir verið reynt að ákveða aldur og vaxtar- hraða ýmissa mosategunda, sem vaxa i mómýrum og eru sumar þeirra taldar um 200.000 ára gamlar. Vaxt- arhraðinn fer eftir Joftslaginu og öðr- um aðstæðum. í Danmörku var tíu feta þykkt mosalag 250 ár að ,mynd- ast, en í sumum mómýrum i Sviss liefir vöxturinn orðið 3—4 fet á tuttugu árum. Til eru jurtir, sem geta lifað í vatni þó að það sé svo heitt að það nálgist suðumark. í Þýskalandi eru 90 stiga heitar laugar, sein frumstæðar vatnsjurtir þrífast ágæt- lega í. Kú-tréð, sem cr í skógunum í Ámazonas er eitl merkilegasta tré í lieimi. Það verður afar stórt og ber gómsæta ávexti. Og það má tappa af því einskonar mjólk, seni er rík af næringarefnum og geym- ist vel. Og svo má líka vinna úr því lím. Mjólkin þykir eins bragð- góð og kúamjólk og er ágæt í te eða kaffi. En sé hún látin standa lengi hleypur hún og verður að lími. Úr berkinum er soðinn rauð- ur litur. Og sjálfur viðurinn er góð- ur til smíða og fúnar ekki í vatni. Lengdin á rótum jurta er vénju- lega miklu meiri en fólk heldur.. Rætur sumra maístegunda eru um 275 metra langar og ræturnar á stórri gúrku geta orðið tveir kiló- metrar. En þetta er smræði í samanburði við rúginn. Rótarhár- in á einni rúgplöntu geta orðið 10 kílómetrar. Stærsta blómið í heimi lieitir rafflesia og er' snikjublóm, sem vex í skógunum á Sumatra og Borneo. Blómið er um einn metri i þver- mál, vegur nærri þvi 7 kg., Iiefir afarvonda lýkt og á jurtinni er hvorki stöngull eða blöð. Venju- léga vex þessi blómhlussa á rötum fíkjutrjáa. Blómhnapparnir, sem eru svipaðir hvíkálsthöfðum, eru um mánuð að opnast. en blómið sjálft lifir aðeins tvo daga. Hvítir menn fundu ekki þetta blóm fyrr cn árið 1818. Næststærsta blóm veraldar, amorphophallus titanum, er líka á Sumatra. Það er likast risavaxinni lilju og vex ótrúlega liratt, um sex þumlunga á dag. Stöngulinn verð- ur yfir tveggja metra langur. Það er óþefur af þessu blómi, eins og raff- lesíunni. Stærsta vatnsjurt veraldar er Vict- oria Regia, risavaxin vatnslilja frá Amazonas. Blöðin, sem geta orðið 2.75 metrar i þermál, og borið uppi sjö ára gamalt barn, eru stærstu jurtablöð heimsins. Blómin öru einkar fögur og um hálfur metri í þvermál. En þau lifa aðeins einn dag. Tré og jurtir innilialda sum liver sterk eitur, sem mennirnir hafa notað sér lengi, bæði til að veiða og í stríði. Svertingjar í Afríkú þekkja þetta vel. .Búskmennirnir nota safa liljutegundar til að eitra örvar sínar. * * * * *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.