Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Gamli stcálinn að Jaðri fullbyffgður. fimm árin, var aðeins byrjun- in, einskonar inngangur, að því sem koma skvldi. Takmark Jjeirra sem stjórn- uðu Jaðri og framkvæmdum þar var veglegt sumarheimili þar sem félagar Góðtemplara- reglunnar og aörir, sem kysu rólegt og friðsælt umhverfi, gætu dvalið sér til hressingar og livíldar. Árið 1944 var svo hafist handa um hyggingu hluta þessa væntanlega heimilis. Stærð þessa liúss var 27x7 metr. tvær hæðir og ris og var það komið undir þak á haustdægrum. Að byggingu þessari var svo unnið allan veturinn, og um vorið 1945 var þar hafin nokkur starfsemi eins og fyrirhugað var. En fyrst á árinu 194fi hófst hún þó fyrir alvöru. Það má segja að þau séu ein- kenni nytsamra framkvæmda að þær leggi grundvöll að og skapi þörf nýrra framkvæmda en svo fór það hér. Þeim sem stjórnuðu að Jaðri varð það brátt ljóst að með byggingu þessa mvndarlega dvalarheim- ilis var ekki að fullu leyst sú þörf er fyrir liendi var á þess- um stað. Aðsókn barna var það ör og mikil, að lieimilinu var of þröngur stakkur skorinn, ejnkum þó með lillili til veit- inga handa aðkomugestum og stærri félagshópum m. a. góð- templara og annarra, sem brátt lögðu leið sína þarna um. Með því að byggja þarna stóran veitingasal er taka myndi um 200 gesti ýæri úr þessu Ieyst. Og i þetta var í'áðist. Ilinii fyrsta mai i vor var fyrsta skóflu- stungan tekin fvrir þessari ný- byggingu, eftir að leyfi fjár- Útiskemmtun að Jaðri. hagsráðs til hennar var fvrir hendi, nákvæmlega 112 dögum síðar var salur sem rúmar 200 manns i sæti tekinn lil starfa. Þessi viðbótarbygging, sem er um 220 fermetrar að flatarmáli er áföst við aðalhúsið og inn- angengt úr því. í þessari bygg- ingu er, auk salarins, stórt and- dvri, fatageymsla, tvö rúmgóð snyrtilierbergi. búr, framreiðslu herhergi og uppþvottaherbergi, en eldliúsið er í viðbyggingu sein reist var árið 1947. Auk þess sem hin síðari fimni ár bafa verið reistar þarna byggingar úr járnbentri stein- stevpu sem að flatarmáli eru rúmir 050 fermetrar, hefir jafn- framt verið unnið að ræktun og gróðursetningu plantna eft- ir þvi sem tími hefir unnist til. Það leikur ekki á tveim tung- um að til allra þessara fram- kvæmda á Jaðri hefir þurft mikið fé, bæði til byggingarinn- ar og ræktunarinnar. Megin fjárhagsstoð Jaðars og framkvæmdanna þar hefir ver- ið fé það sem komið hefir inn fyrir happdrætti templara á undanförnum árum, en af því fé, sem happdrættið liefir gefið af sér, sem er um 600 þúsund kvæmdir sem þar hafa átt sér stað síðastliðinn áratug. En á þessum tima hafa verið unnin rúmlega 5000 dagsverk í sjálf- boðavinnu. Uppliafsmaður þessa starfs innan Góðteiiiplarareglunnar var Sigurður Guðmundsson, ljósmyndari, en liann er mikill áhugamaður um alla ræktun og hinn smekkvisasti á þá hluti. Hann fann þennan stað og benti á hann og vann málinu í upp- hafi fylgi innan Þingstúku Reykjavíkur, en undir liana heyrir starfsemin að Jaðri. Sig- urður hefir verið formaður Jaðars frá upphafi og með lion- um í stjórn frá byrjun, liafa verið þeir Kristján Guðmunds- son og Kristinn Vilhjálmsson, en aðrir i stjórninni eru Hjört- ur Hansson, sem verið hefir gjaldkeri Jaðars frá fyrstu tið, Andrés Wendel, Ágúst Fr, Guð- mundsson og Kristján Sigur- jónsson. Kristinn Vilhjálmssön krónur, hefir Jaðar fengið rúm- an helming, en liitt liefir runn- ið til annarrar starfsemi Regl- unnar m. a. sjómannaheimil- anna á Siglufirði og i Vest- mannaeyjum og barnaheimil- isins í Kumbaravogi og víðar. Ekki ber því að neita að þetta er allmikil upphæð, sem til Jaðars hefir runnið, en liún myndi þó liafa dregið skammt ef ekki rynnu fleiri stoðir und- ir framkvæmdirnar þar. 1 því sambandi skal það tekið fram að við allar bvggingar þar og önnur störf liefir allt verið ynnt aí höndum i sjálfboða- vinnu, sem ekki befir þurft fag- jnenn til. Er óhætt að fullyrða það, að ef ekki hefði notið við sjálfboðavinnu áhugamanna og fórnfýsi hefðu ekki risið upp að Jaðri slíkar stórbyggingar, sem raun ber vitni um, eða aðrar ]iær stórfelldu fram- Það sem nú liefir verið sagt, er aðeins lýsing í stórum drátt- um á starfi, sem hefir einkennst af bjartsýni og fórnfýsi frá upphafí. Framkvæmdirnar að Jaðri, starfsemi sjómannaheimilisins á Siglufirði og væntanlegt sjó- mannaheimili í Vestmannaeyj- um og margt annað, afsanna greinilega þá staðlausu stafi þeirra, sem halda því fram að templarar sæki aðeins eitt mál með ofurkappl og ofstæki, bind indismálinu en sjá ekkert annað. Víst er það rétt, að Regla Góðtemplara, vinnur fvrst og fremst gegn hinu mikla höli, áfengistískunni, en hefir jafn- framt brennandi áhuga á öllum naunhæfum menningarmálum. Næstkomandi sunnudag, hinn 5. sept., verður 10 ára starfsemi Landnáms templara að Jaðri minnst með útiskemmtun þar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.