Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 2

Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN ^ Óskadrykkur þjóðarinnar ^ HÆTTULEG SVEFNGANGA. EinkcMinilegt slys varð í Álaborg nýlega. Ungur mað'ur gekk í svefni; hann haföi dreymt að þjófur stæli af sér fötunum og fór upp úr rúin- inu að elta hann og ná í fötin. Braut hann rúðu til að komast út og vaknaði ekki fyrr en liann lá niðri á götunni, blóðugur og lemstr- aður. Meiðsli lians voru svo alvar- leg að hann varð að leggjast á sjúkrahús. lV(V(V(V/W Fegurðarleyndarmál þessarar kvikmyndastjörnu Hin töfrandi Merle Oberon segir: „Það er fljótlegt að auka fegurð hör- undsins ef notuð er Lux sápa.“ — Þér getið einnig tekið þátt i fegurðar- leyndardómi hinna fegurstu stjarna. Aðeins að þvo sér með Lux hand- sápu úr volgu vatni og skola með köldu. •— Þessi einfalda aðferð mun gefa andliti yðar nýja töfrandi fegurð. LUX HANDSÁPA HIN ILMANDI HVÍTA SÁPA KVIKMYNDASTJARNANNA. X-LTS 680-939-50 A LEVER PRODUCT Nýtt byg:g:ing:arefiii Jónas Bjarnason, trésmiður frá Vállhólum, Miðnesi, varð 50 ára li þ. m. Á siðasta ári hefir verið tekið i notkun hér á landi nýtt byggingar- efni, sem er einangrað bárujárn, er nefnist Robertson Protected Metal. Verður járn þetta notað til þess að klæða utan með hina nýju síldar- verksmiðju í Örfirisey. R.P.M. járn er þannig gert að innst er stálplata, sem fyrst er sett i heitt tjörubað og síðan er asbest- tjörupappi látinn umljúka alla plöt- una og innsiglaður á endum og hliðum. Loks er þriðja húðin sett á, sem er vatnsheld asbest-tjöru- húð. Stálplatan er þvi algerlega inni lokuð og ryðmyndun getur ekki átt sér stað auk þess sem járnið er þannig varið gegn skaðlegum á- hrifum sjávarseltu. Sá stóri kostur er m. a. við þetta járn að aldrei þarf að mála það og viðhaldskostnaður er því enginn. Framleiðsla á R.P.M. járni var fyrst hafin i Bandaríkjunum 1906 síðan í Kanada frá 1918 og í Bret- landi frá 1923. R.P.M. er tiltölulega nýtt byggingarefni hér á landi, var fyrst notað hér á s.l. ári, en er nú komið i allmargar byggingar. í Reykjavík er það m. a. á Hafnar- hvoli, Nýja Bíó, Borgartúni 7, Neta- gerðinni Höfðavík, Ingólfsstræti 5 o. fl. Utan Reykjavíkur er það t. d. á verksmiðjuhúsi S.R. á Raufar- höfn og mjölskemmu h.f. Lýsi & Mjöl í Hafnarfirði. Áskrifendur íslendingasagna Nú eru síðustu forvöð að fá Islendingasögurnar á áskriftaverðinu kr. 423.50. Eftir mánaðamótin fást þær aðeins á bóklilöðuverði kr. 520.00. Áskrifendur: Vitjið strax bókanna á afgreiðslu útgáfunnar eða látið senda þær heim til yðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.