Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 6
c FÁLKINN NOSTRADAMUS - SPÁMAÐURINN MIKLI Alla langar til að vita fyrir óorðna hluti. Spádómsgáf- an þykir eftirsóknarverð gáfa og þar hafa margir ver- ið kallaðir en fáir útvaldir. Það er nóg til af fals- spámönnum. En hitt kemur líka fyrir að menn koma fram, sem sjá hlutina svo vel fyrir, að þeir vekja heims- athygli. Frægastur þeirra allra er Nostradamus, sem hér verður sagt nokkuð frá. Um hann hafa verið rit- aðar langar bækur. M. a. hefir danskur dulspekingur skrifað um hann bólc, sem fræg hefir orðið um víða veröld. I. Maðurinn. Nostradamus fæddist 14. desrni- ber 1503 i smábænum St. Remy ná- Jægt Tarascon. Faðir hans var fógeti og afi hans hafði verið liflæknir René konungs í Provence. í móður- ættina ótti hann lika til lækna að telja. Föðurættin var af Gyðinga- kyni, og sjálfur áleit Nostradamus að liann hefði erft spádómsgáfuna frá forfeðrum sínum, spámönnum Gyðinga. Nostradamus var bráðþroska barn og fremri skólabræðrum sínum í skólanum i Avignon. Hann kenndi þeilh að jörðin væri hnöttur, að stjörnuhröpin kæmu af brennisteins- gufum i loftinu og að skýin dældu ekki vatni í sjóinn heldur tækju við uppguíun frá jörðinni, og margt annað rétt og rangt. í Avignon lagði iiann stund á liumanistisk vísindi, einkum mælskufræði og heimspeki, en til hennar tahlist stjörnufræði. Að loknu nómi fór hann ó hinn fræga háskóla i Montpellier til að læra iæknisfræði, en þó gaus upp pest í Suður-Frakklandi svo að hann fór úr háskólanum, 22 ára gamall og ferðaðist um landið og nam læknis- fræði i verkinu. Svo fór liann aftur til Montpellier, tók doktorstign 26 ára og var skipaður prófessor. En hann unni óbundnu hfi að lagðist aftur í ílakk. í Agen staðfesti hann ráð sitt og eignaðist tvö börn, en konan og þau dóu, og fór hann þá að ferðast í þriðja sinn. Hann var á sifelldu flakki um Frakkland og ítal- iu í 12 ár en settist svo að i smá- bænum Salon og giftist þar efn- aðri konu. í þessu hjónabandi eign- aðist hann G börn. HUSIÐ sem Nostradamus átti heima stendur enn. Af loftinu ligg- ur stigi úr maðksmognu timbri upp á einskonar yfirbyggiugu. Þar hafði Nostradamus búið um sig eins og í opnu tjaldi, þakið lá á fjórum hornstólpum en útsýni undir þak- brúninni í allar áttir. Þessi skyggn- isturn, sem ekki er meira en 3 fer- metrar að gólffleti, stendur enn ó- hreyfður. Þarna urðu spádómar Nostradam- usar til. Þar sat hann um nætur og reiknaði út stjörnuspádóma sina af gangi liimintunglanna, altekinn af einskonar innri sýn, sem hann hefir lýs'i i bréfi til sonar sins. Á daginn vann hann að læknisstörfum sinum. Árið 1552 gaf iiann út spádóma sína. Þeir vöktu feikna athygli og Nostradamus varð í einni svipan landskunnur maður. Úr öllum átt- um flykktist fólk til lians til» að spyrja han ráða og fó liann til að gera „horoskop" fyrir sig! Frægð hans barst hirðinni til eyrna og Ifenri II. og Catarina af Medici kvöddu liann á sinn fund. Meðan hann dvaldist í París spóði liann því að tvö Ijón mundu lenda í einvigi og augað verða stungið úr öðru og það drepast. Konungurinn taldi að þetta gæti ekki átt við sig, þvi að óhugsandi væri að konungur lenti í einvígi. En í burtreiðum 1559 drap skoski greifinn Gabriel de Mont- gomery Henri II Hann rak kesju sína i augað á honum. Sonur Henri’s II., Charles IX. heiðraði Nostradamus með þvi að lieimsækja liann í Salon og skipa hann líflækni sinn og róðgjafa. Hann var þá kominn yfir sextugt og þjáð- ist af gigt og vatnssýki. Tveiin ár- um seinna dó hann — 2. júli 1566. SAGAN segir að Nostradamus liafi vitað dauða sinn fyrir upp á dag og klukkustund. í lok júní skrif- aði hann á latínu í ahnanakið sitt: „Hér er dauði minn nærri.“ Og daginn áður en hann dó sagði hann við Chavigny, lærisvein sinn: „Þú hittir mig ekki lifandi þegar sólin keniur upp. í visu einni segir hann nánar frá dauða sínum og að liann muni finnast „nærri rúminu og bekknum.“ Þegar Chavigny kom inn til lians skömmu eftir sólarupprás fann hann hann sitjandi dauðan á bekk við rúmið Um útför sína skrifaði Nostra- damus meðal annars: „Óhreinir fæt- ur skulu ekki saurga ösku mína. Vei þeim, sem truflar bein mín.“ Þessi sp'ádómur rættist. í stjórn- arbyltingunni miklu var gröf hans opuðu og einn af bytingarmönnun- um tók höfuðskel hans með sér og drakk vín úr henni. Þegar hann kom út að kapellunni datt hann nið- ur dauður — kúla hafði liitt hann í liöfuðið. Á legstein Nostradamusar er þetta letrað: „Leifar Michel Nostradamus voru fluttar i þessa gröf eftir 1789. Meö nær ódauðlegum penna hans voru viðburðir víðsvegar um heim skráðir fyrir áhrif frá stjörnunum. Hann lifði i 62 áir, 6 mánuði og 17 daga og dó í Salon árið 1566. öfundist þér eftirlif- andi ekki yfir grafró hans. Anna Pontia óskar eiginmanni sinum hinnar sönnu sælu.“ Nostradamus var ríkur maður þegar liann dó. Hann lét eftir sig 6000 gulldali, sem þótti mikið fé i þá daga. Chavigny lýsir lionum þannig: Tæplega meðalmaður á hæð, þrek- lega vaxinn og skjótur i lireyfing- um. Ennið liátt og sviphreint, nefið reglulegt, dökkt hár og skegg, frán augu, sem að jafnaði voru mild og vingjarnleg, en gátu leiftrað þegar liann reiddist. Hann var dulur í skapi og fáskiptinn, en mælskur vel þegar tilefni gafst. Hann var vin- gjarnlegur við alla, datt margt í hug og gat verið meinfyndinn, sér- staklega ef hann heyrði talað með fyrirlitningu um stjörnuspekina. Ilann hélt boðorð kaþólsku kirkj- unnar, liafði viðbjóð ó löstum og var ör á fé til fátækra. ÞESSI lýsing gefur sennilega mjög svo nókvæma mynd af Nostradam- usi eins og liann kom fyrir sjónir dags daglega. En undir þessu yfir- borði fólst önnur persóna. Þegar hann sat í þakskýli sinu á nóttinni, þar sem engir aðrir fengu að stíga fæti sínum, var hann hvorki hinn frægi læknir og tignaður stjörnu- fræðingur né virtur fjölskyldufaðir, Iieldur maður sem fann undursam- lega dularkrafta lirærast í sál sinni. Löngu áður en hann fór að kalla sig spámann hefir liann séð ókomn- um viðburðum bregða fyrir eins og lciftrum. Ilann hefir stundað svarta- galdur og goðmögnun hjá rithöfund- um fornaldarinnar, og auk þess ausið af lindum, sem nú eru ekki framar tii, og erfitt er að gera sér grein fyrir hvers eðlis voru. Syni sínum skrifar hann svo: „.... ýms rit um alkemíua. galdra og þess- háttar, sem hafa verið hulin öld- um saman, hafa verið í minni eigu. En af því ég óttast hvað komið gæti fyrir hefi ég gefið þau Vulkanusi (brennt þau) er ég liafði lesið þau .... Eg hefi breytt þeim í ösku, til þess að þú skyldir ekki í fram- tíðinni leiðast út í glötun við að kanna ummyndun máhnanna og hinn dularfulla skjálfta.“ Nostradamus var ekki í neinum vafa um spádómsgáfu sína. Hann segir fortakslaust að ummæli hans séu spódómar, og að hann gæti til- tekið tímann sem þeir koma fram á, ef það hefði ekki ýms óþægindi i för með sér. STJÖRNUSPEKIN er grundvöll- urinn undir ölium spádómum Nostra damusar en hún var samheild allra vísinda á miðöldum. Án þess að kynnast stjörnuspákerfi miðaldanna er ómögulegt að skilja starf Nostra- damusar. Hann leit á stjörnuspekina bæði sem vísindi og list. Nokkur hluti af starfi hans á nóttinni var sá að gera stjörnufræði- lega útreikninga á afstöð.u plánet- anna og reikna liin sérstöku tíma- skeið stjörnuspekínnar. Þegar búið var að reikna út timaskeiðin og af- stöðurnar fyrir ]iað tímabil, sem um var að ræða, varð svo að bera þá útreikninga saman við framtíðar- viðburði, sem hann liafði orðið vís- ari um. Samkvæmt heimsmynd miðaldanna var veröldinni skipt i þrjár „hæð- ir“. Á efstu hæðinni situr guð og englar hans i Empyteum. Á mið- hæðinni er hinn sjáanlegi lieimur og himnar hans, en á neðstu hæð ríkir djöfulinn og árar hans. Ljósið og orkan streymir yfir jörðina ofan frá. SfærUrnar, hinir alkunnu níu himnar, bera upp mismunandi teg- undir himintungla, stjörnumerkja, dýrsmerkja og reikistjarna, og þeg- ar hin himneska orka fer gegnum þessa himna brotnar hún eins og Ijós í gleri, en safnast aftur með breytilegu móti eftir eðli og afstöðu himintunglanna. Allt sem gerist á jörðu verður fyrir áhrif liinnar himnesku orku og er þessvegna liáð samspili þessara krafta, sem ákvarð- ast af innbyrðis afstöðu himnanna. Þessvegna eru atburðirnir ó jörð- inni háðir atburðunum á himnum. Sá sem vill rannsaka atburði jarð- arinnar verður að þekkja afstöðu himnanna á ákveðnu augnabliki og draga ályktanir sinar af þeirri af- stöðu. Til þess að ákvarða afstöð- urnar þarf reikninga, en afstöðurn- ar breytast alltaf og endurtakast aldrei, svo að líka þarf reglur um túlkun þeirra. Og á því sviði ríður hugsæi stjörnuspekingsins bagga- mun. Þar verður stjörnuspekin list. Ritum þeim, sem Nostradamus lét eftir sig, má skipta í tvo flokka. I þeim eldri eru margar lækninga- bækur með ýmsuin ráðum um lík- amsrækt, sérstaklega um fegrunar- list. Þar kennir margra skrítinna og skemmtilegra grasa. En það er hinn flokkurinn, sem liefir gert Nostradamus frægan og gefið honum viðurnefnið „Þjóðar- spámaður Frakklands". Þær bækur urðu til á efri órum hans. Það eru tíu svonefnd „centuria“, en í þeim er samtals 942 ferskeytlur (qua- trains). Þegar maður tekur sér spádóms- bækur Nostradamusar í hönd í fyrsta skipti er hætt við að maður verði fyrir vonbrigðum og ergelsi út af öllum þeim fjölda orða og nafna, sem í fljótú bragði virðast vera óskiljanlegur hrærigrautur. En brátt fer maður að komast að mein- ingunni. Allir sem lesið liafa rit Nöstradamusar með gaumgæfni liafa orðið að viðurkenna möguleikann á þvi, að hann hafi haft hæfileika til að sjá fram í tíniann. Fyrsta „centuria" liefst •með ofur- litilli mynd af Nostradamusi þegar hann situr við rannsóknir sínar: Að næturþeli við dulið starf sitjandi aleinn i't brons-stólnum, veikur logi í miðri auðninni lýsir á það, sem ekki er óþarft. Eg skrifu með handlcgginn skjátfandi af óttu. Ó, dýrð himins! Ilið guðdómlega hjálpar mér. Frh. í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.