Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 14
Í4
FÁLKINN
STRÚTURINN.
Framh. af bls. 4.
öruggt útsýni yfir nágrennið.
Undir eins og einliver óvinur
nálgast laumast strúturinn burt
frá hreiðrinu til að villa hon-
um sýn ú hvar hreiðrið sé, hvort
heldur það er nú sjakall eða
Iiýena, sem er í eggjaleil.
Ofurlitil hrvggja úr sandi er
kringum hreiðrið svo að eggin
velti ekki út úr því. Þegar tíu
egg eru komin í hreiðrið ■—
kvenfuglarnir verpa allir í sama
hreiðrið — byrjar karlfuglinn
að liggja á, og kvenfuglarnir
fara svo að dæmi hans, en halda
jafnframt áfram að verpa. Fleiri
en 20 egg komast ekki fyrir í
hreiðrinu, en „hænurnar“ halda
áfram fyrir því. Og nú fer karl-
fuglinn að sparka eggjunum úr
hreiðrinu, til þess að láta fara
betur um sig á nóttinni. Þegar
kvenfuglarnir taka við á morgn
ana velta þær eggjunum í
hreiðrið aftur, en karlfuglinn
veltir þeim úr að kvöldi. Helst
þetta nokkra daga og geta alls
orðið 40 egg í hreiðri.
Eg hefi séð hreiður með 10
-—15 eggjaskurnum. Sumir segja
að strúturinn mölvi eggin sjálf-
ur til að láta ungana éta úr
þeim, en ég er frekar á því, að
hýenan hafi étið þessi egg.
Innfædda fólkið stelur líka
eggjum þegar færi gefst. Stund-
um flæma þeir burt kvenfugl-
inn ef liann er einn við hreiðr-
ið. Það er bannað með lögum
að ræna strútslireiður, en fólk-
ið gerir það samt.
En hýenan er versti eggja-
þjófurinn, og mölvar oft fleiri
egg en liún getur torgað, alveg
eins og þegar hún drepur geit-
ur. Og ýmsar smærri villikatta-
tegundir, svo sem genettan og
desmerkötturinn éta strútsegg.
Og þegar villihjarðir zebra,
antílóna og gnúa æða um eyði-
merkurnar stiga þær oft ofan í
strútshreiður og mölva egg.
Strúturinn getur ungað út allt
að 26 eggjum en er 42 daga að
því. Ungarnir eru mjög ósjálf-
bjarga. Langar lappirnar og
hálsinn eru svo magnlaus að
þeir riða og slaga og verða villi-
dýrum að bráð, þvi að foreldr-
arnir eru liirðulitlir um þá. Þó
verja þau ungana fyrstu dag-
ana. Ef hýena eða sjakall nálg-
ast þá rekur karlfuglinn frá og
getur þá sparkað svo um mun-
ar.
Fullorðinn strúlur getur vegið
yfir 300 pund og er nálægt 9
feta hár. Eitt af einkennum
lians er að hann hefir aðeins
tvær tær á hverjum fæti. Nan-
dúinn eða Suður-Afríkustrút-
urinn hefir þrjár tær. Dýrafræð
ingar segja að strútarnir liafi
í fyrstu haft 5 lær, en nútima-
strúlurinn er miklu meiri
hlaupagikkur en forfeður hans
voru.
Fæturnir eru eina vopn strúts
ins. Hann getur sparkað eins
fast og fullorðinn liestur og
getur hrygghrotið hýenurnar
með löppinni og jafnvel menn
líka. Og svo eru klærnar á hon
um beittar eins og hnífur. Eg
hefi séð strút rífa sundur maga-
álinn á innfæddum manni með
löppinni.
Afríkunegrarnir nota skrítna
aðferð til þess að ná í strút-
ana til að taka fjaðrir af þeim.
Þeir hafa uppgötvað að strút-
urinn verður alveg magnlaus ef
einhverju er fleygt yfir hausinn
á honum. Þessvegna gera þeir
sér körfu úr næfrum og smyrja
hana með harpixlími að innan
og láta svo eitthvað, sem strútn-
um þykir gott, í bolninn. Strút-
urinn rekur hausinn ofan í körf-
una en hún límist við hausinn
á honum og blindar hann. Og
nú geta negrarnir gengið að
strútnum, en verða þó að fara
aftan að honum, því að hann
sparkar aðeins fram. Þeir sem
hafa strútabú nota bambus-
stöng með járnkrók sem þeir
bregða um liálsinn á strútnum
og draga svo hettu á hausinn á
lionum meðan þeir reyta af
honum fjaðrirnar. Blindur strút
ur er ljúfur eins og lamb, en
það þyrfti tuttugu menn til að
ráða við hann hettulausan. Það
er víst alveg sársaukalaust fyr-
ir strútinn þó að hann sé reyttur.
Og hann verður feginn þegar
þynnt er á honum reyfið.
Eg held mér væri ekkert á
móti skapi að hafa tamið ljón,
leóparda eða fíl nærri mér.
Jafnvel tamdir zebraheslar eða
vísundar eru þarflegir, þó eklci
séu þeir fallegir að vísu. En
strútur er sú skepna í veröld-
inni, sem ég síst vildi liafa á
heimilinu. Því að engin skepna
er jafn morandi í óþrifum og
liann.
Einu sinni nóðu menn mínir
í ungan strút, sem við gáfum
nýlendustöð einni skammt frá.
Árið eftir kom ég þangað og
var strúturinn þá orðinn full-
vaxinn og taminn, en hann
varð slík plága, að það varð
að lóga honum. Ilann át allt
sem að kjafti kom: Peninga,
skartgripi, gler, nagla, teskeið-
ar o. s. frv.
Mig grunaði að allar þessar
sögur um matarlyst strútsins
væru orðum auknar. En nú veit
ég að þær eru sannar. Strútur-
inn verður að fá ýmislegt harð-
æti“ eins og aðrir fuglar, til
þess að geta melt matinn. En í
þessu sem öðru kemur heimska
strútsins fram og liann kann
ekki magamál sitt. í dýragarði
einum í Frakldandi var strútur
krufinn og fundust 20 pund af
járni, blýi, kopar og steinum
auk talsverðs af stálvír í mag-
anum á honum.
Innfæddir Afrikumenn veiða
elcki strútinn vegna matarins
af honum. Sumir veiðimenn
segja, að út úr neyð geti maður
étið úr honum hjartað og lifr-
ina. En til matar yfirleitt geri
ég ekki ráð fyrir að hægt sé að
líkja honum við máfinn, sem
Jack London ráðleggur að mat-
reiða þannig: „Vatn er látið
sjóða í sfórum pottti. Máfurinn
er reyttur vandlega og þess gætt
að hrófla ekki við nefinu né
löppunum. Þegar vatnið sýður
er máfurinn látinn í pottinn
og látinn sjóða í kortér. Þá er
vatninu hellt af og síðan soðið
í nýju valni. Þegar soðið hefir
verið i þremur vötnum hel'lir
maður vatninu með máf og öllu
saman út, og svipast um eftir
öðrum kvöldmat. Ekkert er til
verra en soðinn máfur.“
„Að undanteknum strút,“ vil.
ég bæta við. Afríkunegri vandi
strút, sem hann notaði til að
hæna villistrúta að sér, svo að
hann ætti hægara með að ná í
þá og reyta af þeim fjaðrir.
Bæði náttúrufræðingar og inn-
fæddir menn leika það að klæð-
ast strútsgervi og geta þá kom-
ist nærri hvaða dýrum sem
vera slcal. Negrarnir búa til
gervifugl úr reyrstöngum og
klæða grindina með skinni, sem
þeir lita mósvart eins og karl-
fugl. Svo fer veiðimaðurinn í
þennan dularbúning. Hálsinn
er úttroðinn strútsbáls. í þessu
gervi getur veiðimaðurinn kom-
ist að villidýrunum við vatns-
bólin. En strúturinn sjálfur læt-
ur ekki blekkjast. Hann flýr
eins og fætur toga þegar hann
sér þetta afskræmi af sjálfum
sér. *
Eg hefi tekið eftir að strútur-
inn er hræddari við kvikmynda-
vélina mina en sjálfan mig, og
af þessu ræð ég að liann hafi
þó talsverða athugunargáfu,
meiri en maður skyldi halda.
Því að liann rekur vafalaust
augun í að myndavélin er á
þremur fótum, en allar aðrar
skepnur sem hann hefir séð hafa
annaðlivort tvo eða fjóra.
RÁÐNING á þraut blaðs. 10.
(RáSntng: Hjörtur. fill, gíraffi, úlf-
aldi, þestur, kýr, ljón, gris).
KEFL AYÍKURV ÖLLURINN.
Framhald af bls. 3.
ar, en svo með strönd fram vestur
á bóginn.
Veglegasta byggingin, sem er að
risa upp við Keflavíkuryöllinn er
gistihúsið. Það er nú mjög langt
komið, cn verður varla fullgert á
þessu ári. Byggingin er 100 metra
löng, tveggja hæða. Neðri hæðin er
ætluð fyrir afgreiðslusali flugfélag-
anna, Ferðaskrifstofu ísiands, toll-
gæslu o. fl. Á efri hæðinni verða
80 eins manns herbergi, en þar sem
það verður fyrirsjáanlega of lítið
strax, þá er i ráði að bæta 50 her-
bergja byggingu við gistihúsið á næst
unni. Umferðin um völlinn fer svo
ört vaxandi, að full þörf er á slíku.
I siðasta mánuði munu flugfarþegar
um völlinn liafa verið 10.000. Með
flugvélum AOA einum saman, sem
hefir lialdið uppi reglulega 6-8 ferð-
um á viku til höfuðborga Norður-
landa með viðkomu á Keflavíkur-
flugvelli, siðan i mars 1947, hafa
þúsundir manna komið á Kefla-
víkúrvöllinn. Fékk Fálkinn þær upp-
iýsingar hjá aðalumboðsmönnum
félagsins hér á landi, G. Helgason
& Melsted. —
Önnur mikil bygging hefir risið
upp þarna, lítt ómerkilegri. Það er
steinbygging, þar sem starfrækt 6r
þvottahus, hrauðgerðarhús og frysti-
hús. Allt er búið stórvirkum ný-
tísku tækjum.
Bygging ihúðarhúsa fyrir starfs-
menn vallarins er að hefjast. Fyrst
verða reist 6 átta íbúða hús, en á
næstu árum verður þeim fjölgað í
14. í ráði er lika að byggja skóla,
kirkju og samkomuhús i náinni
framtíð.
Rabbi Baruch Korff, einn af
helstu mönnum Gijðinga í Pale-
stínudeilunni. Hann er eldheit-
ur hatursmaður Araba.
Kaupið
og lesið
»FÁLKANN(f