Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VHCt/ftf U/CNbURMIR Knatt-tréð er mikilsvert Þegar þið eigið að heyja knatt- leik við flokka frá öðrum skóla eða öðrum bæ er mikilsvert að þið liaf- ið knatttré, sem þið eruð vön að handleika. Úrslitin geta oltið á þvi o 'T ö livort þið eruð vön knatttrénu eða ekki. Er ekki best að biðja þann, sem bestur er í smíðum i bekknum, að smíða tréð strax svo að það sé til taks að æfa sig á? Knatttréð á að vera 75—85 cm. tangt og spaðinn 5—8 cm. breiður. Viðurinn, sem tréð er gert úr á að vera þykkur, svq að það fylgi högg- inu vel eftir. Handfangið eða skaftið er 15—20 cm. langt, og á teikning- unni sést hvernig það lítur út. Það er ekki vandi að smíða tréð eftir henni, en svo verður að slípa það vandlega svo að rétt jafnvægi verði í því. Handfangið er sivalt og er sivafið með gildu seglgarni, svo að hægara sé að halda um það. Þú sérð á teikningunni hvernig á að fela endana á seglgarninu eftir að það hefir verið sívafið. fljgnni hesturinn Hesturinn hefir ávallt verið tal- inn með hyggnustu dýrum, og það finnst mér þessi litla saga sanna: Einu sinni liringdi siminn hjá manni, sem útvegaði fjölleikahús- um sýningaratriði, og röddin i sim- anum sagði: „Eg get útvegað yður stórmerki- legt númer .... talandi hest. Umboðsmaðurinn .var vanur þvi að fólk iofaði stundum upp i erm- ina á sér þegar það var að bjóða fram sýningarliði, og svaraði þvi hæversklega: „Afsakið þér — en hvern tala ég við?“ „Þér talið við hestinn!“ sagði röddin i símanum. Martröð teiknarans Maðurinn, sem býr til teikning- arnar hérna í barnadálkinn, kom i dýragarðinn fyrir nokkru, og það hlýtur að liafa haft mikil áhrif á hann að sjá allar skepnurnar, því að nóttina eftir dreymdi hann ein- kennilegan draum. Honum fannst eitt hvert kynjadýr vera að elta sig og í vandræðum sínum fór liann að syngja lag. Þá varð skepnan svo hrædd að hún brokkaði á burt. Nú bað ég teiknarann um að sýna mér hverig þessi draumskepna hans liti út. Hann gerði það — og hérna er gripurinn. Getið þið séð hvaða skepnur eru samankomnar í þessu undradýri. Ef þið getið það ekki þá leitið að svarinu á bls. 14. BARNAHJÁLP UNO. í smágrein, sem gengið hefir milli Norðurlandablaðanna i vor, segir frá hjálp UNO til bágstaddra barna, og þar á meðal að íslendingar hafi sent skip hlaðið keti og lýsi til Finnlands. San Marino hefir gefið 1100 dollara i samskotin, og Hellas, sem sjálft þiggur mikla hjálp, hefir sent 140.000 dollara. í byrjun júní voru samskotin orðin 14 milljón dollara og var ísland langhæsti gef- andinn, miðað við ibúafjölda. FJÓRBURAR. Frú Good i Gloucestershire eign- aðist fjórbura í júní, en fyrirhafn- arlaust var það ekki, því að það varð að ná þeim með keisaraskurði. Þetta eru eintóm meybörn og lifðu öll þegar síðast fréttist. Aðeins einir fjórburar eru á lifi i Englandi núna fyrir utan þessa: Þrír drengir og telpa, sem verða 13 ára í nóvember. Adamson vill líka sjá myndina. Agentinn: —- Þér ættuð tvímæla- laust að láta slysatryggja yður, — þér sem eruð giftur og þar fram eftir götunum. — Nei, svo hættuleg er konan mín nú ekki. Lási frá Snússu ketnur í liöfuð- staðinn með kerlu sinni og þau hafa margt að skoða. Þeim verður gengið fram hjá matsöluhúsi, þar sem auglýst er i glugganum: Mið- degisverður kl. 12—3. Verð 1.50. — Hérna skulum við fara inn, seg- ir Lási. Við getum étið liér i þrjá tíma fyrir eina krónu og fimmtiu! Faöir: — Jæja, Óli minn, hvernig gengur þér i skólanum? Óli: Það hlýtur að ganga vel, þvi að i dag sagði kennarinn, að ef all- ir hinir drengirnir væru eins og ég, þá væri eins gott að loka skól- anum undir eins. inn. SAGAN AF LIVINGSTONE 0G STANLEY 21. Fljótið varð breiðara og tók nú stefnu vestur og Stanley fór að gruna að þetta væri Kongo, sem enginn hafði kannað áður nema neðst. Þelta reyndist rétt. Bráðum komu þeir á fyrstu verslunarstöðv- arnar við fljótið og fengu nú svo glöggar leiðbeiningar að þeir gátu ratað áfram. Haustið 1877 komust þeir vestur að Kongoflóa, en ferða- lagið kostaði alls 3 Englendinga og 200 svertingja lifið. 22. Undir eins og Stanley hafði jafnað sig eftir ferðina fór hann að vinna úr þvi, sem liann hafði upp- götvað. Afleiðingin af uppgötvunum iians varð sú, að Belgar slofnuðu Kongoríkið. Stanley iangaði til Af- ríku aftur. Hann hafði heyrt að villimenn sætu um Emir pasja liinn egypska, við Viktoríuvatn, og Stan- ley tókst að koma saman ieiðangri, sem átti að hjálpa honum. Hann lagði af stað með 10.00 vopnaða menn, og var Arabahöfðinginn Tippu-Tib í för með lionuin. Niöurlag næst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.