Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Nýjar vinnsluaðferðir verða notaðar við sildarverksmiðjuna i Orfirisey — Algjörlega ástœðulaus ótti um óþef — Eins og flestum mun kunnugt er unnið að byggingu síldarverksmiðju í Örfirisey um þessar mundir, og jiað er Reykjavíkurbær og Kveld- úlfur li/f, sem standa að fyrirtæk- inu. Fálkinn hefir snúið sér til framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Sveins Einarssonar, og fengið hjá honum nokkrar upplýsingar um verksmiðjubygginguna. Sá er aðdragandi þessa máls að á vegum Kveldúlfs liafa verið gerð- ar tilraunir með nýja vinnsluaðferð á síld. Norðmenn og Bandarikja- menn hafa reynt þessa aðferð og þeim gefist liún vel. Þegar Hval- arþrær, stálgeymir fyrir lýsi og annar fyrir eldsneytisolíu. Reynt verður að hafa hraðann á með byggingar þessar, svo að starfræksla geti hafist á komandi vetrarvertíð. Það er Almenna byggingafélagið, sem annast byggingaframkvæmdirn- ar, en vélsmiðjurnar i Reykjavík annast uppsetningu véla og geyma. Verksmiðjuhúsið verður klætt sér- stakri gerð af hárujárni, sem nefnt er Robertson Protected Metal og er þekkt sem R.P.M. járn. Höfuðkostur hinnar nýju aðferðar er sá, að efnatöp við vinnsluna eru hverfandi. Við eldri aðferðina tapast Gistihúsið, eins og það lítur út nú. Afgreiðslusalir verða á neðri hæð- inni, en gestaherbergin á þeirri efri. Grind hússins er úr stáli, klœdd aluminíumplötum hið ytra, en innréttingin er að mestu úr Ijósu birkl. — Ljósm.: Fálkinn. Miklar byggingaframkvæmdir við Kef lavíkur-f lugvöllinn fjarðarsildin kom i fyrra, þótti Kvedúlfi hlíta að gefa opinberlega út niðurstöður tilraunanna, því að aðferðin er mikil endurbót frá gömlu aðferðinni. Var send greinar- gerð um málið til ríkisstjórnar, bæj- arstjórnar og fleiri aðila 14. janúar s.l. og 4. febr. hélt Sveinn Einars- son erindi um þetta á fundi i Verkfræðingafélagi íslands. — Upp úr þessu hefjast umræður milli Kveldúfs og bæjarstjórnar og verð- ur það að samkomulagi með þeim, að stofnað verði félag til þess að koma á fót síldarverksmiðju í Örfir- isey, þar sem hinni nýju vinnsluað- ferð verði beitt. Byggingaframkvæmdir hófust fljót iega, og nú er verið að reisa fyrsta vinnsluhúsið. Það er flugskýli, sem keypt var af hernum og er 2000 fer- metrar að flatarmáli. Er það ætlað fyrir fyrstu stig vinnslunnar. Nið- ursetning véla þeirra, sem þegar eru komnar, mun hefjast á næstunni. Nokkuð af vélunum er frá Hollandi en flestar þeirra eru þó fengnar frá Bandaríkjunum. í byggingu er svoket- ilhús og fjögurra liæða bygging fyrir síðari vinnslustig síldarinnar. Auk þ°ss verða gerðar 2 10 þús. mála sild um 20—30% af þurrefni síldarinnar og 2—3% af fitu hennar. Nýja að- ferðin, sem kemur í veg fyrir þessi töp, byggist á því, að vatnið er eim- að úr síldinni við loftþynningu, og fæst þá svokölluð þurrsíld með ca. 45% fitu, en hverfandi vatnsinni- haldi. Lýsið er síðan dregið úr sild- inni með upplausnarefni. Þessi að- ferð liefir lika þann kost, að engin ólykt stafar frá cfnunum. Það eru efnin, sem tapast við eldri vinnslu- aðferðirnar, sem hafa valdið ólykt- inni, en slikum efnistöpum er ekkí til að dreifa við nýju aðferðina, og því algjörlega ástæðulaus sá ótti, sem hefir gripið fólk hér i bænum, . um að óþef kunni að leggja frá síldarverksmiðjunni í Örfirisey. Verksmiðjan í Örfirisey er gerð fyrir 5000 mála afköst á sólarhring, en miðað við, að stœkka megi verk- smiðjuna í 20.000 mála verksmiðju. Félagsstjórn fyrirtækisins skipa þessir menn: Guðmundur Ásbjörns- son, Jón A. Pétursson og Einar 01- geirsson frá bænum og Ricliard Thors (formaður) og Haukur Thors frá Kveldúlfi. Blaðamönnum boðið Suður á Háaleiti á Garðskaga, þar sem áður voru einungis mela- drög og gróðursnauðir móar, var ömurlegt um að litast fyrir 10 árum. Nokkrar kríur, sem verptu þar, og fáeinar rollur, sem voru þar á beit, ef beit skyldi kalla, var hinn eini vottur um, að líflaust væri þar ekki mcð öllu. Mótorskellir fiskibátanna í Keflavík og Njarðvikum lieyrðust þó upp á auðnina og báru vott um blómlegt athafnalíf í grenndinni. Nú er svo komið, að fáir staðir á landinu eru þekktari eða tíðnefnd- ari en þessi. Fæstir kannast að vísu við nafnið Háaleiti, en það er hæsti S”staður mela- og móabungunnar, sem Keflavikur-flugvöllurinn var gerður á, i 60 metra hæð yfir sjávarmáli. — Flugvöllurinn liefir vakið á sér heimsathygli, því að bæði er hann einn af stærstu flugvöllum i Evrópu að skoða mannvirkin og auk þess i alfaraleið milli heims- álfanna tveggja, Evrópu og Norður- Ameríku. Umhverfis Keflavíkur-flugvöllinn eru nú nokkrar byggingar að rísa af grunni, og draga þær að sér at- hygli gestkomenda.. svo að bragga- liverfin verða ekki lengur alráð um svip landspildunnar. Blaðamönnum var á laugardaginn boðið út á Keflavíkur-flugvöll til að skoða mannvirki þessi. Flugmála- stjórnin og Lockheed-flugfélagið amcríska, sem annast rekstur Kefla- víkurvallarins, stóðu fyrir boðinu, og var flogið frá Reykjavík i björg- unarflugvél, sem hefir bækistöð sína á vellinum. Þar sem veðurblíða var mikil, var flogið austur yfir Þing- vallavatn og þaðan suður til sjáv- Frh. á bls. 14. Blaðamiemm og fiilltrúar Lockheed-flugfélagsins við björgunarflugvél- ina, sem flutti þá tit Keflavikur. Myndin er tekin á Reykjavíknrflug- velli. — Ljósm.: Fálkinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.