Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 4
4 F Á L KIN N STRÚTURINN FÍFL EYÐIMERKURINNAR „Buhm, buhm, buhm!“ Vin- ur minn, sem nú tók þátt í safari (veiðiför) i fyrsta skipti, starði óttasleginn út í svart Afríku-náttmyrkrið. Þunglama- legur skrikkur heyrðist skyndi- lega í kjarrinu. Iiýena hló tryll- ingslega á ásnum bak við okk- ur og önnur- svaraði með gelti rétt hjá okkur. Vinur minn tók í liandlegginn á mér. Mér datt í hug að ó- liugnaður Afríkunæturinnar liefði náð valdi á honum. Það kemur sem sé oft fyrir þá, sem óvanir eru í Afríku. Þegar inað- ur minnist þesc, að ljón liggja í leyni í steinsnars fjarlægð, berj andi rófunni í sandinn, fokreið vfir bjarmanum frá varðeldi veiðimannanna, sem þau þora ekki að nálgast; þegar maður hugsar til þess að leóparðinn er kannske að læðast eins og köttur að tjaldinu, eða úrillur nashyrningur er kannske á leið- inni til að rannsaka hver það sé, sem dirfst hefir inn á lians landareign, þá er engin furða þó að sumum gæti orðið órótt. „Buhm, buhm, buhm!“ — heyrðist aftur. Nú sá ég að vinur minn var lafhræddur. Hann tók fast í hendina á mér og benti í átt- ina, sem hljóðið kom úr, þetta hljóð, sem allir venjast fljótt er þeir fara að ferðast í Afríku. Það heyrist alltaf á nóttinni innan um hýenuhláturinn. Eg hló. Sá, sem er heimavan- ur í Afríku hlær alltaf þegar hann svarar spurningunni um þetta hljóð. „Strútar!“ svaraði ég. „Þetta eru bara strútar. Þetta „buhm- buhm“ þeirra er flónslegasta hljóðið, sem nokkur skepna getur gefið frá sér, enn flóns- legra en hýenuhláturinn.“ — — — Maður þekkir strút- inn minna og misskilur hann meira en flest önnur dýr í ver- öldinni. Það er eitthvað svo innilega bégómlegt við strútinn, sem önnur dýr virðast skilja miklu betur en mennirnir gera. Strút- urinn gengur elcki, hann spíg- sporar. Hann klórar sér ekki héidur snyrtir bann sig. Og í hégómlegri einfeldni sinni hall- ar hann oft undir flatt, og það er í fullu samræmi við prjál hans að öðru leyti. Eg man einn morgun undir hlífinni minni við vatnsbólið og var að bíða eftir að sjá kvikmynd, sem mig vantaði. A sléttunum í kring voru zebrar, liindir, gnú og vörtusvín svo þúsundum skipti, en því miður var steikjandi hiti og af því að ekki liafði rignt í marga daga stóð moldarmökkurinn upp af dýrunum þegar þau lireyfðu sig, svo að loftið var óhreint og ómögulegt að taka myndir. Besta skemmtunin mín þenn- an morgun var sú að athuga strútana þegar þeir koma að vatnsbólinu við og við til að fá sér að drekka. Þeir komu alltaf einn og einn í einu, gengu hægt og virðulega innan um hin dýrin, reigðu sig og teygðu löppina tilgerðarlega fram við livert skref. Og alltaf rýmdu hin dýrin fyrir þeim, þó að þeir litu hvorki til hægri né vinstri. Eg liafði nánar gætur á livort ekki yrðu árekstrar, en svo varð ekki. Og ég er orðinn sann færður um að dýr séu lirædd við strútinn ef hann sparkar. Þegar strútur var kominn að valnsbólinu stóð hann kyrr um stund og svipaðist þóttalega kringum sig. Þegar um karlfugl var að ræða fannst mér alltaf að ef hann hefði silkivasaklút mundi hann þurrka á sér nefið áður en hann drykki. Kvenfugl- inn tyllti sér alltaf á tá og bað- aði vængjunum áður en liann svalaði þorstanum. Dryklcjan var í tveimur þáttum. Fyrst dýfði strúturinn nefinu í vatnið eins og skóflu, lyfti síðan höfð- inu hátt og lét vatnið renna niður langan liálsinn. Þetta var endurtekið hvað eftir annað með ýmiskonar ‘spaugi- legum tilburðum við hvern sopa. Þetta hefir gefið tilefni til sögunnar um að strúturinn grafi liausinn í sandinn þegar liann er eltur. — Strúturinn er algengastur í Afríku sunnan- verðri. í Anabasis sínum segir Xenofón að hann hafi séð strút í eyðimörkum Suðvestur-Asíu. 1 Austur- og Suður-Afríku er liann í hverri eyðimörku, sem er nægilega stór til þess að hann geti notið þeirrar einveru, sem virðist vera honum svo kær. Maðurinn á sök á því, að villi- strúturin er að hverfa. Að vísu drepa hin stærri rándýr strút- inn, en það er smáræði, sem þau eyða í samanburði við það, sem landnemar og innfæddir menn gera. Fvrir 1860 voru að- eins villistrútar til. En 1862 náðust nokkrir strútsungar í Höfðanýlendu og var ákveðið að reyna að gera úr þeim liús- dýr. Mönnum var ljóst að fjaðr- irnar voru verðmætar og eggin voru auðsjáanlega matarmikil og gott búsílag svo framarlega sem þau væru eins bragðgóð og sagt var. Fvrsta skipti sem þessir heimastrútar unguðu út, 1861, tókst þetta ágætlega. Ung- arnir döfnuðu ágætlega og urðu stærri en foreldrarnir. Nú eru nær 20.000 strútar á strútabúunum í Suður Afríku Eg viðurkenni að það eru villistrútarnir, sem ég bel'i haft mest ganran af. Mér finnst þeir mildu skemmtilegri en alistrút- arnir, sem flestir eru latir af ofeldi og fitu. Við Osa (konan mín) eruin sólgin í strúlsegg. Okkur þykir þau best sem eggjahræra en annars má éta þau í ótal rnynd- um. Strútsegg vegur pund og svarar til nærri því 40 liænu- eggja að næringargildi. Það tekur 40 mínútur að linsjóða strútsegg og að minnsta kosti fjóra tíma að harðsjóða það, en þegar það loksins er soðið þá geymist það óskemmt í marg- ar vikur. Einu sinni fengum við gesli á óvænt. Osa sagði við eina af gestkomandi frúnum að liún þyrfti að skreppa fram og búa til köku með kaffinu. Hún var úti i finnn mínúíur. Frúin vildi Martin Johnson hefir í bókum sínum lýst veiðiferðum betur en flestir aðrir. Ilann ferðaðist um hitabeliis- löndin ásamt Osu konu sinni til þess að kvikmynda dýralíf en skrifaði jafnframt um ferðir sínar bækur, sem urðu mjög vinsælar. Hér fer á eftir þáttur hans um strútinn, ár bókinni „Safari“. og frá þeim koma um 85% af því, sem notað er að strúts- fjöðrum í heiminum. En 15% koma frá Norður-Afríku. I Kali- forníu eru strútabú, og fjaðrir þaðan eru sagðar ganga næst suðurafrísku fjöðrunum að stærð og gæðum. Fóðrið sem fuglarnir fá ræður mestu um fjaðragæðin. 1 fyrstu voru bestu hvítar strútsfjaðrir seldar fyrir 17 sh. pundið. En nú kosta lireinar og livítar strútsfjaðrir 15—25 sterl- ingspund livert pund. Verðlag- ið er mjög brevlilegt eftir fram- boðinu og lískuduttlungunum, svo að strútabúskapur er á- hættusöm atvinna. Vængja- og stélfjaðrirnar eru klipptar þegar fuglinn er sjö mánaða, en bestu fjaðrirnar eru þó af fuglum frá 2—35 ára. Úr hverjum væng fást um 30 fjaðr- ir, sem vega um liálft pund. Ljósar og dökkar fjaðrir af kvenfugli eru ekki eins verð- mætar og livitu fjaðrirnar af karlfuglinum. En smáfjaðrir, gráar og svarlar, svo liundruð- um skiptir, eru ldipptar af strútunum til að grisja fjaður- haminn, svo að hinar fjaðrirn- ar vaxi betur. Þessar smáfjaðr- ir eru notaðar í fjaðrakústa, sem notaðir eru til að þurrka ryk af húsmunum. ekki trúa að hún væri búin að hræra kökuna, svo að Osa fór með hana fram í eldhús. Þar stóð strútseggjaskurn, mél- krukka og eldakonan var að setja deigið inn í bakstursofn- inn. Strúturinn ungar að jafnaði út 15—16 eggjum, en þó stund- um allt að 26. Þegar hreiðrið er orðið svo fullt. að karlfuglin- um finnst óþægilegt að liggja á, veltir hann nokkrum eggjum úr hreiðrinu, þangað til vel fer um hann. Karlfuglinn liggur á á nóttinni — liann er svartari og sést ekki i myrkri — en kvenfuglarnir á daginn. Sumir segja að strúturinn láti sólina unga út eggjunum, en þó munu þeir alltaf liggja á meðan hit- inn er mestur úm hádaginn, því að annars mundu eggin skemmast af liita. Hverjum karlfugli fylgja 4— 5 kvenfuglar. Hann lætur eins og liann viti ekki af þeim, nema þvi aðeins að einhver aðkomu strútur fari að gera sig blíðan fyrir þeim: þá rekur liúsbónd- inn frá. Kvenfuglarnir búa til lireiðr- ið. Það er afar einfalt, liola sem grafin er í sandinn, sem lengst frá runnum og sefhnjót- um, því að strúturinn vill liafa Frh. á bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.