Fálkinn - 29.10.1948, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
inn .... Það skiptir eiginlega engu
máli í svona lilaupi, og ég var ekki
viss um livort heldur það yrði Sat-
úrnus eð.a Trava B. Þú manst að
ég sagði ......“
„Eg man ekki betur en þú segðir
Trava B eða Ovak,“ svaraði Mary
neyðarlega.
„Ojæja, maður verður að athuga
alla möguleika. F.n lóttu mig nú fá
miðann, þá skal ég sækja vinning-
inn. Þetta verður margfaldur ágóði!
Hvað skyldi það verða mikið sem
maður fær?“
Mary opnaði töskuna og tók upp
nokkra kvittunarmiða — það var
auðséð að þau höfðu veðjað miklu
i fyrsta hlaupinu, datt Berg i hug
— og athugaði hvern þeirra fyrir
sig. Svo lagði hún þá til hliðar og
leitaði betur í töskunni.
„Tarna er skrítið ....!“ sagði
hún. „Eg setti miðana áreiðanlega
hérna .... Jú, hérna er ólánsmið-
inn á númer fjögur. En hvernig í
ósköpunum ....“
Berle gekk fast að lienni, rykkti
í handlegginn ó henni og leit ofan i
töskuna.
„Þú hefir þó varla týnt miðan-
um!“ sagði liann. Berg fannst rödd-
in fremur kvíðandi en ógnandi.
Mary leit upp. liallaði undir flatt
°g yppti öxlum.
».Eg hlýt að hafa gert það,“ sagði
hún afsakandi, en alls ekki harm-
andi. „Það var lciðinlegt.“
„Gættu betur að, athugaðu það
nákvæmlega,“ sagði Berle. „Það er
óhugsandi að þú hafir gloprað nið-
ur kviltun fyrir fimmtíu krónum."
„Því skyldi ég ekki geta gert
það?“ sagði Mary. „Það ef jafn auð-
velt að týna kvittun fyrir fimmtíu
krónum eins og fimm. Eg fleygði
nokkrum gömlum miðum, sem ég
hafði tapað á, og þá hlýtur þessi
að hafa slæðst með.“
„Hvar? Hvar?“ spurði Berle á-
kafur. „Hvernig i ósköpunum get-
urðu verið svona skeytingarlaus?
Fyrst kaupir þú skakkan miða og
svo ......
„Ne^i, ég keypti réttan miða.“
„.... og svo fleygir þú kvittun-
inni. Fleygir henni umsvifalaust.
Fyrr má nú rota en dauðrotal"
Mary sneri sér að honum og rétti
úr sér. Það var talsverður þótti í
henni.
„Það er svo að lieyra sem ég
hafi gert þig öreiga. Þú ættir nú
að geta þolað fimmtíu króna tap.“
„Fimmtíu krónur! Þetta er mörg
hundruð króna virði, sem þú liefir
fleygt — kannske þúsund ...........
Hver veit nema einhver finni kvitt-
unina . . Hvar fleygðir þú henni?“
Einhversstaðar liérna. En líklega
hafa einhverjir strókar hirt hana.“
„Og svo fá foreldrar þeirra pen-
ingana.“
„Látum þá bara fá þá.“
„Mína peninga? Mína ....“
„Þeim er vist miklu meiri þörf
á peningunum en þér. Ef þeir koma
einhverjum að gagni þá er allt i
lagi, — Þú gerir þig hlægilegan.“
Engum var belur skemmt yfir
þessu en Berg verkfræðingi. Hann
naut innilega gremju keppinautar
síns og smámunaseminnar sem hann
sýndi. Hann só að Mary fannst ekki
meira en svo til um þennan hugs-
unarliátt. Og sjálfum fannst honum
það sigur, að hann liafði gert sér
réttar hugmyndir um manninn. Mað-
ur með svona lítinn munn og hend-
ur í lilutfalli við líkamsvöxtinn gat
ekki verið öðruvísi en smámuna-
samur.
En saman við ánægjuna og mein-
fýsina blandaðist þó kvíði, sem
lét æ meira til sin finna. Því að í
frakkavasa hans lá miði, sem á stóð
„Hlaup nr. 3, hestur nr. 3 — 50
krónur á vinnanda“
Berg verkfræðingur var eiginlega
í klípu. Það mátti lita á þessa freist-
ingu, sem hann var i, upp á ýms-
an máta. Hann vissi hver eigandi
miðans var, og átti þessvegna að
réttu lagi að skila honum. Það
gegndi ekki sama máli um svona
miða, eins og ef það hefðu verið
peningar. Berg mundi alls ekki hafa
sett þetta fyrir sig ef hann hefði
ekki verið ástfanginn af Mary. Nú
var það hún, sem hafði misst kvitt-
unina, hún hafði fengið óþægindi
fyrir og mundi verða fyrir þeim
margoft seinna. Það var þetta sem
gerði hann efandi. Annars ....!“
Berle hafði meira en hann þurfti af
þessa heims gæðum, en hann sjálf-
ur, Berg, var i þann veginn að
svelta — meira að segja byrjaður
á því.
Úrslitin voru auglýst. 210 krónur
fyrir tiu á Satúrnus — 1095 fyrir
fimmtíu!
Berle varð fjúkandi vondur. Mary
horfði rannsóknaraugum á liann.
„Eg kann ekki við hvernig þú
tekur smávegis mótlæti,“ sagði hún
rólega.
Skr
— og svo höfum við Ijúffenga
hérasteik l dag ........I
... Það var bara nábúi, sem
sagðist hafa heyrt undarlegan háv-
aða.
„Smávegis!“ át hann cftir. „Eg
kann ekki við livernig þú hugsar
um peninga, Mary!“
„Það er margt sem er meira virði
en þeir,“ sagði hún.
„Hvað, má ég spyrja? Það eru pen-
ingarnir, sem ráða heiminum.“
„Já, af því að svo margir gerast
þrælar þeirra. Það eru svo margir
líkir þér i vei'öldinni.“
„Þakkaðu fyrir að ekki skuli vera
margir cins og þú!“
„Það er allt annað, sem ég þakka
fyrir núna,“ svaraði hún. „Eg þakka
fyrir að þetta skyldi koma fyrir.“
„Svo—o. Já, það er líkt þér.“
„Eg veit það ekki. En ég hefi
lært svo mikið af því.“
„Já, þú hlýtur að hafa lært að
vera aðgætnari eftirleiðis,“ sagði
Berle rólegar.
„Já, einmitt. Eg hefi lært að vera
aðgætnari að þvi er manneskjur
snertir. Ef þetta hefði ekki komið
fyrir þá liefði ég kannske ....“
„Kannske hvað ........?“
„Þá hefði kannske farið svo að
ég hefði svarað þér jái.“
Berle horfði spyrjandi á liana.
„Hefirðu ekki gert það þegar?“
spurði hann. „Þó ekki sé beinlínis
með skýrum orðum? Eg hélt ....“
„Eg líka. Eg var ekki alveg viss
um það, en ég geri ráð fyrir að ég
liefði sagt já að lokum, aðeins af
því að ég hafði ekki neina sérstaka
ástæðu til að segja nei.“
„Og nú ólitur þú ........“
„Nú álít ég að ég liafi ástæðu til
ítl u r
— Nú máttu hœlta, hann er sofn-
aður.
þess, því að nú veit ég að við eig-
um ekki skap saman.“
,,Bull!“
„Kannske. Eg ætla ekki að rök-
ræða livort okkar hafi réttara fyrir
sér, En það er nóg að við höfum
svo mismunandi skoðanir á mörgu
að við getum ekki átt samleið.“
„Þvættingur!“
„Nei, það er enginn þvættingur.
Það er staðreynd!“
„Mary!“
„Nei, reyndu ekki að rökræða
núna. Eg veit hvað ég vil.“
Berg gat ekki heyrt allt samtalið
því að þau töluðu lágt, cn hann heyrði
nóg til að skilja hversvegna stúlkan
stóð ein frammi við grindurnar,
þegar lionum varð litið þanga,ð
skömmu seinna.
Þá afréð Berg að fara til hennar.
Er þau höfðu talað um daginn og
veginn og um hestana tók hann
upp kvittunina og rétli lienni hana
án þess að segja orð. Mary tók
við lienni og liorfði forviða á hann.
En það skein forvitni úr augum
hennar.
„Jú, ég á hana, cða réttara sagt
Berle heildsali,“ sagði hún. „En
hvernig getið þér vitað það?“
Berg sagði henni atvikin að þvi
og hann sagði henni meira. Augu
liennar knúðu hann til að segja
henni frá öllu, líka frá freistingu
sinni til að halda kvittuninni, og
frá þvi að liann hefði misst stöðu
sina og hvernig ástatt væri fyrir
sér.
„En að þér skulið skila kvittun-
inni þegar svona slóð á!“ sagði hún
forviða. „Þegar þér vissuð að i
rauninni skipti þetta engu máli,
hvorki fyrir Berle eða mig, en hins-
vegar miklu máli fyrir yður. Af
liverju hélduð þér ekki kvittun-
inni?“
„Af því að þér áttuð liana,“ svar-
að liann. „Hefði einhver annar átt
hana þá hefði ég kannske haldið
lienni.“
Mary svaraði ekki strax og hann
hélt að bann hefði móðgað hana
með öllum þessum játningum sín-
um. En svo sneri hún sér aftur að
lionum og brosti.
„Þér misstuð tækifærið þarna,“
sagði hún, „en ég lield að ég verði
að gefa yður annað tækifæri í stað-
inn. Ef þér viljið koma með mér
heim á eftir, þá skal ég athuga hvort
það er ekki hægt. Hann pabbi minn
er svoddan ágætismaður.“
Þegar liann .ætlaði að þakka henni
fyrir tók hún hendinni um hand-
legginn á honum, svo að lijartað í
honum hoppaði af kæti — og sagði:
„Þér hafið ekkert að þakka mér
ennþá, og nú skulum við liorfa á
næsta hlaup. Það er að byrja.“
Og hlið við hlið hölluðu þau sér
fram á grindurnar til að horfa á
hestana.
„Óskið þér yður einhvers og
bendið á einhvern hest og lótið liann
svara jái eða nei-i,“ sagði hún. „Það
geri ég stundum.“
„Jó, ég óska mér nokkurs, en ég
vil ekki láta hesta svara til þess,
heldur yður -— seinna,“ sagði hann.
Ilann fann að liann var orðinn
þátttakandi i leik slembilukkunnar,
og að hann liafði rétt til að vænta
sér einhvers af framtíðinni á ný.
„Hamingjustjarna mín lilýtur að
heita Satúrnus,“ sagði hann.